Retro Stefson og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. mars 2016 07:00 Hljómsveitin Retro Stefson og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant eru á meðal þeirra sem koma fram á Þjóðahátíð 2016. „Þetta er í þriðja sinn sem við spilum þarna og við hlökkum mikið til,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari og einn gítarleikara Retro Stefson. Hann segir að Þjóðhátíð hafi komið honum á óvart þegar hann fór þangað fyrst árið 2013 til þess að spila. „Það er ekkert svo algengt að fólk úr hverfinu fari og spili á Þjóðhátíð, því hverfið er einhvern veginn frekar svona Innipúka-miðað en það kom okkur bara skemmtilega á óvart hvað þetta var flott festival og mikil svona fjölskylduhátíð,“ segir Unnsteinn Manuel spurður út í sín fyrstu kynni af hátíðinni. Hann er ekki mikill útilegumaður þó hann kunni vel við sig í Dalnum. „Ó nei, ég er ekki mikill útilegumaður, ég er ofnæmisbarn og rétt kíki í hvítu tjöldin til að hitta einhverja vini mína en svo er ég farinn,“ segir Unnsteinn Manuel og hlær. Um þessar mundir fagnar Retro Stefson tíu ára afmæli sínu og segir Unnsteinn Manuel að sveitin komi til með að leika talsvert af nýju efni í Herjólfsdalnum. „Við erum að fara að spila fullt af nýjum lögum,“ bætir hann við. Síðasta ár var ákaflega annasamt hjá Júníusi Meyvant og kom hann til dæmis víða við í Evrópu á undanförnum mánuðum. Júníus, sem er einmitt Vestmannaeyingur, stimplaði sig rækilega inn þegar hann gaf út smáskífuna „Color Decay“ vorið 2014. „Þetta verður í fimmta skiptið sem ég fer á Þjóðahátíð. Ég var meira að segja einu sinni að vinna sem bílastæðavörður á Þjóðhátíð, líklega árið 2000. Annars er ég nú ekki mikill útihátíðarmaður en það er alltaf gaman þegar maður þekkir fullt af fólki. Þetta er mikil upplifun og svo er dalurinn svo fallegur,“ segir Júníus Meyvant fullur tilhlökkunar. Þetta er í annað sinn sem hann spilar á Þjóðhátíð. Nú þegar er búið að tilkynna að Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti komi fram á hátíðinni í ár. Miðasala fer fram á dalurinn.is. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant eru á meðal þeirra sem koma fram á Þjóðahátíð 2016. „Þetta er í þriðja sinn sem við spilum þarna og við hlökkum mikið til,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari og einn gítarleikara Retro Stefson. Hann segir að Þjóðhátíð hafi komið honum á óvart þegar hann fór þangað fyrst árið 2013 til þess að spila. „Það er ekkert svo algengt að fólk úr hverfinu fari og spili á Þjóðhátíð, því hverfið er einhvern veginn frekar svona Innipúka-miðað en það kom okkur bara skemmtilega á óvart hvað þetta var flott festival og mikil svona fjölskylduhátíð,“ segir Unnsteinn Manuel spurður út í sín fyrstu kynni af hátíðinni. Hann er ekki mikill útilegumaður þó hann kunni vel við sig í Dalnum. „Ó nei, ég er ekki mikill útilegumaður, ég er ofnæmisbarn og rétt kíki í hvítu tjöldin til að hitta einhverja vini mína en svo er ég farinn,“ segir Unnsteinn Manuel og hlær. Um þessar mundir fagnar Retro Stefson tíu ára afmæli sínu og segir Unnsteinn Manuel að sveitin komi til með að leika talsvert af nýju efni í Herjólfsdalnum. „Við erum að fara að spila fullt af nýjum lögum,“ bætir hann við. Síðasta ár var ákaflega annasamt hjá Júníusi Meyvant og kom hann til dæmis víða við í Evrópu á undanförnum mánuðum. Júníus, sem er einmitt Vestmannaeyingur, stimplaði sig rækilega inn þegar hann gaf út smáskífuna „Color Decay“ vorið 2014. „Þetta verður í fimmta skiptið sem ég fer á Þjóðahátíð. Ég var meira að segja einu sinni að vinna sem bílastæðavörður á Þjóðhátíð, líklega árið 2000. Annars er ég nú ekki mikill útihátíðarmaður en það er alltaf gaman þegar maður þekkir fullt af fólki. Þetta er mikil upplifun og svo er dalurinn svo fallegur,“ segir Júníus Meyvant fullur tilhlökkunar. Þetta er í annað sinn sem hann spilar á Þjóðhátíð. Nú þegar er búið að tilkynna að Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti komi fram á hátíðinni í ár. Miðasala fer fram á dalurinn.is.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira