Hip hop-senan hertekur Húkkaraballið Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. mars 2016 07:00 Herra Hnetusmjör hefur náð markmiðið sínu, að koma fram á Solstice 2015 og í Eyjum 2016. vísir/vilhelm Nokkur af heitustu nöfnum hip hop-senunnar á Íslandi koma fram á Húkkaraballinu í Vestmannaeyjum í ár en það eru GKR, Herra Hnetusmjör og Sturla Atlas sem koma fram á ballinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, það er geggjað að fá að spila á Þjóðhátíð í Eyjum, ég hef aldrei farið þangað áður,“ segir tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas. Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR, tekur í sama streng: „Ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð áður og ég hlakka bara til að spila. Ég veit ekki hversu spenntur ég er því ég var bara að fá að vita að ég sé að fara að spila þarna,“ segir rapparinn GKR léttur í lundu. Annar rappari, Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hefur einnig verið geysilega vinsæll undanfarið ár en hann hefur aldrei farið á Þjóðhátíð. „Mér líst bara megavel á þetta, það er sturlað að vera að fara að spila í Eyjum. Ég setti mér markmið þegar ég byrjaði að rappa að ég ætlaði að spila á Solstice 2015 og að spila í Eyjum 2016 og það er að ganga upp,“ segir Herra Hnetusmjör fullur tilhlökkunar.Sturla Atlas sló í gegn þegar hann sendi frá sér lagið Over Here í maí á síðasta ári Vísir/Anton BrinkÍ fyrra kom Páll Óskar fram á Húkkaraballinu en ballið markar að nokkru upphaf þeirrar tónlistarveislu sem fram undan er á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Allir listamennirnir sem fram koma á Húkkaraballinu í ár hafa verið mjög vinsælir undanfarið ár. Sturla Atlas sló í gegn þegar hann sendi frá sér lagið Over Here í maí á síðasta ári og í kjölfarið fylgdu lög á borð við San Francisco og Snowin. GKR sendi frá sér lagið Morgunmatur í október á síðasta ári og má segja að lagið hafi skotið honum upp á stjörnuhimininn því það varð mjög vinsælt. Þá hefur Herra Hnetusmjör einnig verið að gera það gott og voru lögin Selfie, Hvítur bolur og Jámarh sem komu út á síðasta ári mjög vinsæl.GKR sendi frá sér lagið Morgunmatur í október á síðasta ári og má segja að lagið hafi skotið honum upp á stjörnuhimininnVísir/Anton BrinkÞó svo að þetta sé fyrsta Þjóðhátíðin hjá þeim félögum hafa þeir Sturla Atlas og Herra Hnetusmjör í hyggju að dvelja örlítið lengur á Heimaey eftir Húkkaraballið. „Ég er mjög spenntur og það kemur jafnvel til greina að maður verði í Eyjum yfir helgina, ég væri geggjað til í það. Ég hef aldrei verið í kreðsu sem hefur ákveðið að fara til Eyja um verslunarmannahelgina og svo hef ég líka svo oft verið í útlöndum á þessum tíma,“ segir Sturla Atlas. „Það er allt krjúið að fara þannig að ef það er eitthvað geðveikt veður þá erum við ekkert að fara taka fyrstu vél heim,“ bætir Herra Hnetusmjör við. GKR er þó á öðru máli er varðar staldur í Eyjum. „Ég held ég verði ekki yfir helgina. Ég held ég spili og fari svo aftur til baka,“ segir GKR léttur í lundu. Allir eru þeir að vinna í nýju efni og má því vænta þess að helstu slagarar verði fluttir á ballinu í bland við nýtt efni. Húkkaraballið fer fram fimmtudaginn 28. júlí en ekki liggur fyrir hvar ballið fer fram, það hefur ýmist farið fram Höllinni, Fiskiðjusundinu eða Týsheimilinu. Miðasala fer fram á dalurinn.is. Tengdar fréttir Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur á Þjóðhátíð 2016 Emmsjé Gauti kvíðir þó fyrir að fara í Herjólf. 25. febrúar 2016 06:30 Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00 Retro Stefson og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð Retro Stefson og Júníus Meyvant koma til með að spila talsvert af nýju efni á Þjóðhátíð. 4. mars 2016 07:00 Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Sjá meira
Nokkur af heitustu nöfnum hip hop-senunnar á Íslandi koma fram á Húkkaraballinu í Vestmannaeyjum í ár en það eru GKR, Herra Hnetusmjör og Sturla Atlas sem koma fram á ballinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, það er geggjað að fá að spila á Þjóðhátíð í Eyjum, ég hef aldrei farið þangað áður,“ segir tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas. Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR, tekur í sama streng: „Ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð áður og ég hlakka bara til að spila. Ég veit ekki hversu spenntur ég er því ég var bara að fá að vita að ég sé að fara að spila þarna,“ segir rapparinn GKR léttur í lundu. Annar rappari, Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hefur einnig verið geysilega vinsæll undanfarið ár en hann hefur aldrei farið á Þjóðhátíð. „Mér líst bara megavel á þetta, það er sturlað að vera að fara að spila í Eyjum. Ég setti mér markmið þegar ég byrjaði að rappa að ég ætlaði að spila á Solstice 2015 og að spila í Eyjum 2016 og það er að ganga upp,“ segir Herra Hnetusmjör fullur tilhlökkunar.Sturla Atlas sló í gegn þegar hann sendi frá sér lagið Over Here í maí á síðasta ári Vísir/Anton BrinkÍ fyrra kom Páll Óskar fram á Húkkaraballinu en ballið markar að nokkru upphaf þeirrar tónlistarveislu sem fram undan er á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Allir listamennirnir sem fram koma á Húkkaraballinu í ár hafa verið mjög vinsælir undanfarið ár. Sturla Atlas sló í gegn þegar hann sendi frá sér lagið Over Here í maí á síðasta ári og í kjölfarið fylgdu lög á borð við San Francisco og Snowin. GKR sendi frá sér lagið Morgunmatur í október á síðasta ári og má segja að lagið hafi skotið honum upp á stjörnuhimininn því það varð mjög vinsælt. Þá hefur Herra Hnetusmjör einnig verið að gera það gott og voru lögin Selfie, Hvítur bolur og Jámarh sem komu út á síðasta ári mjög vinsæl.GKR sendi frá sér lagið Morgunmatur í október á síðasta ári og má segja að lagið hafi skotið honum upp á stjörnuhimininnVísir/Anton BrinkÞó svo að þetta sé fyrsta Þjóðhátíðin hjá þeim félögum hafa þeir Sturla Atlas og Herra Hnetusmjör í hyggju að dvelja örlítið lengur á Heimaey eftir Húkkaraballið. „Ég er mjög spenntur og það kemur jafnvel til greina að maður verði í Eyjum yfir helgina, ég væri geggjað til í það. Ég hef aldrei verið í kreðsu sem hefur ákveðið að fara til Eyja um verslunarmannahelgina og svo hef ég líka svo oft verið í útlöndum á þessum tíma,“ segir Sturla Atlas. „Það er allt krjúið að fara þannig að ef það er eitthvað geðveikt veður þá erum við ekkert að fara taka fyrstu vél heim,“ bætir Herra Hnetusmjör við. GKR er þó á öðru máli er varðar staldur í Eyjum. „Ég held ég verði ekki yfir helgina. Ég held ég spili og fari svo aftur til baka,“ segir GKR léttur í lundu. Allir eru þeir að vinna í nýju efni og má því vænta þess að helstu slagarar verði fluttir á ballinu í bland við nýtt efni. Húkkaraballið fer fram fimmtudaginn 28. júlí en ekki liggur fyrir hvar ballið fer fram, það hefur ýmist farið fram Höllinni, Fiskiðjusundinu eða Týsheimilinu. Miðasala fer fram á dalurinn.is.
Tengdar fréttir Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur á Þjóðhátíð 2016 Emmsjé Gauti kvíðir þó fyrir að fara í Herjólf. 25. febrúar 2016 06:30 Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00 Retro Stefson og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð Retro Stefson og Júníus Meyvant koma til með að spila talsvert af nýju efni á Þjóðhátíð. 4. mars 2016 07:00 Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Sjá meira
Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur á Þjóðhátíð 2016 Emmsjé Gauti kvíðir þó fyrir að fara í Herjólf. 25. febrúar 2016 06:30
Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00
Retro Stefson og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð Retro Stefson og Júníus Meyvant koma til með að spila talsvert af nýju efni á Þjóðhátíð. 4. mars 2016 07:00