Ríkið hyggst leggja meira fé til reksturs hjúkrunarheimila Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2016 22:15 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Vísir/Pjetur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra telur rök standa til þess að auka fjármagn til reksturs hjúkrunarheimila á þessu ári. Viðræður standa nú yfir um gerð þjónustusamninga við rekstaraðila hjúkrunarheimila sem rekin eru á daggjöldum. Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við aðilana um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna.Ná vonandi niðurstöðu sem fyrstKristján Þór segir að þótt eflaust megi lengi deila um hve há daggjöld til hjúkrunarheimila þurfi að vera sé orðið alveg ljóst í hans huga að það verði að styrkja rekstrargrunn þeirra frá því sem nú er. „Við verðum að finna þessum rekstri grundvöll með samningum þar sem skilgreint er hvaða þjónustu þessi heimili eiga að veita. Þar með höfum við jafnframt miklu betri og raunhæfari forsendur til að meta hve mikla fjármuni þarf til að standa undir þjónustunni. Fulltrúar okkar fjármálaráðherra munu koma að þessum viðræðum með Sjúkratryggingum Íslands og vonandi fáum við niðurstöðu í málið sem fyrst,“ segir Kristján Þór.Viðkvæm fjárhagsstaðaÍ frétt ráðuneytisins segir að viðkvæm fjárhagsstaða og þungur rekstur einkenni rekstrarumhverfi flestra hjúkrunarheimila, þótt staða einstakra heimila sé misjöfn. „Samkvæmt skýrslu sem Ríkisendurskoðun skilaði Alþingi í nóvember 2014 um rekstur og afkomu hjúkrunarheimila árið 2013 nam samanlagður halli hjúkrunarheimila 4,66% að jafnaði þrátt fyrir að þriðjungur heimilanna skilaði jákvæðum rekstri. Ekki er ljóst hvað veldur breytilegri rekstarafkomu og virðist hvorki stærð heimilanna né hjúkrunarþyngd íbúa á heimilunum vera fullnægjandi skýring. Það liggur þó fyrir að breyting sem gerð var á fyrirkomulagi mats á þörf fólks fyrir búsetu á hjúkrunarheimili árið 2008, samhliða hlutfallslegri fjölgun aldraðra, hefur leitt til þess að þeir sem fara inn á hjúkrunarheimili eru mun veikari en áður var og hjúkrunarþyngd íbúanna mælist að meðaltali töluvert hærri en áður,“ segir í fréttinni. Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra telur rök standa til þess að auka fjármagn til reksturs hjúkrunarheimila á þessu ári. Viðræður standa nú yfir um gerð þjónustusamninga við rekstaraðila hjúkrunarheimila sem rekin eru á daggjöldum. Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við aðilana um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna.Ná vonandi niðurstöðu sem fyrstKristján Þór segir að þótt eflaust megi lengi deila um hve há daggjöld til hjúkrunarheimila þurfi að vera sé orðið alveg ljóst í hans huga að það verði að styrkja rekstrargrunn þeirra frá því sem nú er. „Við verðum að finna þessum rekstri grundvöll með samningum þar sem skilgreint er hvaða þjónustu þessi heimili eiga að veita. Þar með höfum við jafnframt miklu betri og raunhæfari forsendur til að meta hve mikla fjármuni þarf til að standa undir þjónustunni. Fulltrúar okkar fjármálaráðherra munu koma að þessum viðræðum með Sjúkratryggingum Íslands og vonandi fáum við niðurstöðu í málið sem fyrst,“ segir Kristján Þór.Viðkvæm fjárhagsstaðaÍ frétt ráðuneytisins segir að viðkvæm fjárhagsstaða og þungur rekstur einkenni rekstrarumhverfi flestra hjúkrunarheimila, þótt staða einstakra heimila sé misjöfn. „Samkvæmt skýrslu sem Ríkisendurskoðun skilaði Alþingi í nóvember 2014 um rekstur og afkomu hjúkrunarheimila árið 2013 nam samanlagður halli hjúkrunarheimila 4,66% að jafnaði þrátt fyrir að þriðjungur heimilanna skilaði jákvæðum rekstri. Ekki er ljóst hvað veldur breytilegri rekstarafkomu og virðist hvorki stærð heimilanna né hjúkrunarþyngd íbúa á heimilunum vera fullnægjandi skýring. Það liggur þó fyrir að breyting sem gerð var á fyrirkomulagi mats á þörf fólks fyrir búsetu á hjúkrunarheimili árið 2008, samhliða hlutfallslegri fjölgun aldraðra, hefur leitt til þess að þeir sem fara inn á hjúkrunarheimili eru mun veikari en áður var og hjúkrunarþyngd íbúanna mælist að meðaltali töluvert hærri en áður,“ segir í fréttinni.
Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira