Telur ólíklegt að stjórnendum takist að fylla skipið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. mars 2016 13:24 Farmurinn er orðinn nokkuð stór, segir formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segist gera ráð fyrir að stjórnendum í álverinu í Straumsvík hafi tekist að lesta tæplega þúsund tonn af áli um borð í flutningaskip við Straumsvíkurhöfn í gær. Hann segir fæst benda til þess að þeim takist að fylla skipið áður en það leggur úr höfn í kvöld.3000 tonn eftir af síðasta farmi „Þetta mjakast hægt. Þetta er náttúrulega óreynt fólk og ekki sami hraði og hjá reyndum mönnum. Ég er ekki viss hversu miklu áli hefur verið lestað, en ég myndi skjóta á tæp þúsund tonnin, en skipið á að taka fjögur þúsund tonn. Ef skipið á að fara í kvöld, eins og það er samkvæmt áætlun, þá næst ekki nema 1/4 eða 1/3 inn í þetta skip. Við verðum líka að athuga það að það voru þrjú þúsund tonn eftir af síðasta farmi,“ segir Kolbeinn. Alls byrjuðu tólf yfirmenn hjá ÍSAL að skipa út áli í Straumsvíkurhöfn í gær eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni. Kolbeinn segir verkfallsverði og vinnueftirlitið fylgjast með gangi mála, og að svo virðist sem ekkert hafi komið upp á. „Við erum með menn á svæðinu og það er bara hringt ef eitthvað kemur upp á. Þetta hefur gengið ósköp rólega fyrir sig í morgun,“ segir hann.Talsvert um uppsagnir Þá segir hann að stjórnendur þurfi að fara að átta sig á alvarleika málsins. Ekki gangi til lengdar að þeir sinni þessum störfum. „Ég vona að menn fari að hugsa dæmið til enda og ljúka þessum kjarasamningi, nú þegar þau fara að sjá alvarleikann í þessu, og sérstaklega þegar þau eru hætt að koma vörum frá landinu.“ Kolbeinn segir starfsmenn jafnframt afar ósátta. Fjölmargir hafi þegar sagt upp og enn fleiri séu farnir að íhuga stöðu sína. „Fólk er mjög óánægt með hvernig fyrirtækið kemur fram við það. Það er búið að vera töluvert um uppsagnir og annað og menn eru að skoða sín mál. Til dæmis óska eftir fríum, en eins og það er í kjarasamningi geta menn farið í sex mánaða leyfi og svona. Menn eru að skoða ýmsa möguleika og eru að skoða störf annars staðar. Það á við um allar deildir og allt svæðið þar sem svona pælingar eru uppi. Fólk er orðið langþreytt.“ Ekki hefur verið boðað til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara, en síðasti fundur var haldinn á mánudag. Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Verkalýðsfélögin skoða nýjar leiðir til að þrysta á Ísal Yfirmenn Ísal voru ekki eins röskir við útskipun í dag og vanir hafnarverkamenn eru. Verðmæti útflutnings Ísal lækkaði um 28 prósent á síðasta ári. 2. mars 2016 19:12 Fundað í álversdeilu í dag Stórt flutningaskip er væntanlegt til Straumsvíkur í dag með hráefni til álframleiðslu og er áætlað að það lesti svo ál til úrflutnings. 29. febrúar 2016 07:37 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. 2. mars 2016 16:07 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segist gera ráð fyrir að stjórnendum í álverinu í Straumsvík hafi tekist að lesta tæplega þúsund tonn af áli um borð í flutningaskip við Straumsvíkurhöfn í gær. Hann segir fæst benda til þess að þeim takist að fylla skipið áður en það leggur úr höfn í kvöld.3000 tonn eftir af síðasta farmi „Þetta mjakast hægt. Þetta er náttúrulega óreynt fólk og ekki sami hraði og hjá reyndum mönnum. Ég er ekki viss hversu miklu áli hefur verið lestað, en ég myndi skjóta á tæp þúsund tonnin, en skipið á að taka fjögur þúsund tonn. Ef skipið á að fara í kvöld, eins og það er samkvæmt áætlun, þá næst ekki nema 1/4 eða 1/3 inn í þetta skip. Við verðum líka að athuga það að það voru þrjú þúsund tonn eftir af síðasta farmi,“ segir Kolbeinn. Alls byrjuðu tólf yfirmenn hjá ÍSAL að skipa út áli í Straumsvíkurhöfn í gær eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni. Kolbeinn segir verkfallsverði og vinnueftirlitið fylgjast með gangi mála, og að svo virðist sem ekkert hafi komið upp á. „Við erum með menn á svæðinu og það er bara hringt ef eitthvað kemur upp á. Þetta hefur gengið ósköp rólega fyrir sig í morgun,“ segir hann.Talsvert um uppsagnir Þá segir hann að stjórnendur þurfi að fara að átta sig á alvarleika málsins. Ekki gangi til lengdar að þeir sinni þessum störfum. „Ég vona að menn fari að hugsa dæmið til enda og ljúka þessum kjarasamningi, nú þegar þau fara að sjá alvarleikann í þessu, og sérstaklega þegar þau eru hætt að koma vörum frá landinu.“ Kolbeinn segir starfsmenn jafnframt afar ósátta. Fjölmargir hafi þegar sagt upp og enn fleiri séu farnir að íhuga stöðu sína. „Fólk er mjög óánægt með hvernig fyrirtækið kemur fram við það. Það er búið að vera töluvert um uppsagnir og annað og menn eru að skoða sín mál. Til dæmis óska eftir fríum, en eins og það er í kjarasamningi geta menn farið í sex mánaða leyfi og svona. Menn eru að skoða ýmsa möguleika og eru að skoða störf annars staðar. Það á við um allar deildir og allt svæðið þar sem svona pælingar eru uppi. Fólk er orðið langþreytt.“ Ekki hefur verið boðað til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara, en síðasti fundur var haldinn á mánudag.
Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Verkalýðsfélögin skoða nýjar leiðir til að þrysta á Ísal Yfirmenn Ísal voru ekki eins röskir við útskipun í dag og vanir hafnarverkamenn eru. Verðmæti útflutnings Ísal lækkaði um 28 prósent á síðasta ári. 2. mars 2016 19:12 Fundað í álversdeilu í dag Stórt flutningaskip er væntanlegt til Straumsvíkur í dag með hráefni til álframleiðslu og er áætlað að það lesti svo ál til úrflutnings. 29. febrúar 2016 07:37 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. 2. mars 2016 16:07 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27
Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35
Verkalýðsfélögin skoða nýjar leiðir til að þrysta á Ísal Yfirmenn Ísal voru ekki eins röskir við útskipun í dag og vanir hafnarverkamenn eru. Verðmæti útflutnings Ísal lækkaði um 28 prósent á síðasta ári. 2. mars 2016 19:12
Fundað í álversdeilu í dag Stórt flutningaskip er væntanlegt til Straumsvíkur í dag með hráefni til álframleiðslu og er áætlað að það lesti svo ál til úrflutnings. 29. febrúar 2016 07:37
Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25
Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. 2. mars 2016 16:07