Stelpurnar unnu stórsigur á Dönum á Algarve Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2016 16:45 Vísir Íslenska kvennalandsliðið fylgdi eftir sigri á Belgum í fyrsta leik með því að vinna sannfærandi 4-1 sigur á Dönum í Algarve-bikarnum í dag. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen komu inn í byrjunarliðið og skoruðu báðar, þriðja mark íslenska liðsins var sjálfsmark eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttur og Hólmfríður Magnúsdóttir innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn og leiddi íslensku stelpurnar til sigurs á öflugur dönsku liði sem íslenska liðið hafði ekki unnið í undanförnum fjórum leikjum þjóðanna. Íslenska liðið komst í 2-0 með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla í upphafi leiks en Danir minnkuðu muninn í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en íslensku stelpurnar gulltryggðu sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Íslenska liðið spilaði mjög vel í leiknum í dag og var nálægt því að bæta við enn fleiri mörkum. Fanndís Friðriksdóttir átti meðal annars skot í stöng úr aukaspyrnu. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu en stelpurnar sýndu fram á og sönnuðu breiddina sem er komin í liðið með því að vinna þennan flotta sigur. Elín Metta Jensen skoraði fyrsta markið á 11. mínútu en annað markið var sjálfsmark á 12. mínútu sem kom eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttir. Danir minnkuðu muninn með marki Nadiu Nadim á 52. mínútu en Sandra María Jessen kom íslenska liðinu aftur tveimur mörkum yfir með þriðja marki Íslands aðeins sjö mínútum síðar. Markið skoraði Sandra eftir fyrirgjöf Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði síðan fjórða markið í uppbótartíma leiksins. Íslenska liðið vann ekki né skoraði mark á mótinu í fyrra en hefur nú unnið tvo sigra og skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þetta er aðeins annar sigur íslenskra A-landsliða í knattspyrnu á Danmörku frá upphafi en hinn unnu stelpurnar fyrir fimm árum. Ísland hefur aldrei unnið Dani stærra en í dag.Lið Íslands á móti Danmörk: Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður) Elísa Viðarsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir (Anna Björk Kristjánsdóttir) Arna Sif Ásgrímsdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (66., Sara Björk Gunnarsdóttir) Katrín Ómarsdóttir (25., Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (Fyrirliði) Elín Metta Jensen (66., Fanndís Friðriksdóttir) Sandra María Jessen (Hólmfríður Magnúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Harpa Þorsteinsdóttir ) Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið fylgdi eftir sigri á Belgum í fyrsta leik með því að vinna sannfærandi 4-1 sigur á Dönum í Algarve-bikarnum í dag. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen komu inn í byrjunarliðið og skoruðu báðar, þriðja mark íslenska liðsins var sjálfsmark eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttur og Hólmfríður Magnúsdóttir innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn og leiddi íslensku stelpurnar til sigurs á öflugur dönsku liði sem íslenska liðið hafði ekki unnið í undanförnum fjórum leikjum þjóðanna. Íslenska liðið komst í 2-0 með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla í upphafi leiks en Danir minnkuðu muninn í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en íslensku stelpurnar gulltryggðu sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Íslenska liðið spilaði mjög vel í leiknum í dag og var nálægt því að bæta við enn fleiri mörkum. Fanndís Friðriksdóttir átti meðal annars skot í stöng úr aukaspyrnu. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu en stelpurnar sýndu fram á og sönnuðu breiddina sem er komin í liðið með því að vinna þennan flotta sigur. Elín Metta Jensen skoraði fyrsta markið á 11. mínútu en annað markið var sjálfsmark á 12. mínútu sem kom eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttir. Danir minnkuðu muninn með marki Nadiu Nadim á 52. mínútu en Sandra María Jessen kom íslenska liðinu aftur tveimur mörkum yfir með þriðja marki Íslands aðeins sjö mínútum síðar. Markið skoraði Sandra eftir fyrirgjöf Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði síðan fjórða markið í uppbótartíma leiksins. Íslenska liðið vann ekki né skoraði mark á mótinu í fyrra en hefur nú unnið tvo sigra og skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þetta er aðeins annar sigur íslenskra A-landsliða í knattspyrnu á Danmörku frá upphafi en hinn unnu stelpurnar fyrir fimm árum. Ísland hefur aldrei unnið Dani stærra en í dag.Lið Íslands á móti Danmörk: Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður) Elísa Viðarsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir (Anna Björk Kristjánsdóttir) Arna Sif Ásgrímsdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (66., Sara Björk Gunnarsdóttir) Katrín Ómarsdóttir (25., Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (Fyrirliði) Elín Metta Jensen (66., Fanndís Friðriksdóttir) Sandra María Jessen (Hólmfríður Magnúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Harpa Þorsteinsdóttir )
Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira