Stelpurnar unnu stórsigur á Dönum á Algarve Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2016 16:45 Vísir Íslenska kvennalandsliðið fylgdi eftir sigri á Belgum í fyrsta leik með því að vinna sannfærandi 4-1 sigur á Dönum í Algarve-bikarnum í dag. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen komu inn í byrjunarliðið og skoruðu báðar, þriðja mark íslenska liðsins var sjálfsmark eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttur og Hólmfríður Magnúsdóttir innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn og leiddi íslensku stelpurnar til sigurs á öflugur dönsku liði sem íslenska liðið hafði ekki unnið í undanförnum fjórum leikjum þjóðanna. Íslenska liðið komst í 2-0 með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla í upphafi leiks en Danir minnkuðu muninn í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en íslensku stelpurnar gulltryggðu sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Íslenska liðið spilaði mjög vel í leiknum í dag og var nálægt því að bæta við enn fleiri mörkum. Fanndís Friðriksdóttir átti meðal annars skot í stöng úr aukaspyrnu. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu en stelpurnar sýndu fram á og sönnuðu breiddina sem er komin í liðið með því að vinna þennan flotta sigur. Elín Metta Jensen skoraði fyrsta markið á 11. mínútu en annað markið var sjálfsmark á 12. mínútu sem kom eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttir. Danir minnkuðu muninn með marki Nadiu Nadim á 52. mínútu en Sandra María Jessen kom íslenska liðinu aftur tveimur mörkum yfir með þriðja marki Íslands aðeins sjö mínútum síðar. Markið skoraði Sandra eftir fyrirgjöf Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði síðan fjórða markið í uppbótartíma leiksins. Íslenska liðið vann ekki né skoraði mark á mótinu í fyrra en hefur nú unnið tvo sigra og skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þetta er aðeins annar sigur íslenskra A-landsliða í knattspyrnu á Danmörku frá upphafi en hinn unnu stelpurnar fyrir fimm árum. Ísland hefur aldrei unnið Dani stærra en í dag.Lið Íslands á móti Danmörk: Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður) Elísa Viðarsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir (Anna Björk Kristjánsdóttir) Arna Sif Ásgrímsdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (66., Sara Björk Gunnarsdóttir) Katrín Ómarsdóttir (25., Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (Fyrirliði) Elín Metta Jensen (66., Fanndís Friðriksdóttir) Sandra María Jessen (Hólmfríður Magnúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Harpa Þorsteinsdóttir ) Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið fylgdi eftir sigri á Belgum í fyrsta leik með því að vinna sannfærandi 4-1 sigur á Dönum í Algarve-bikarnum í dag. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen komu inn í byrjunarliðið og skoruðu báðar, þriðja mark íslenska liðsins var sjálfsmark eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttur og Hólmfríður Magnúsdóttir innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn og leiddi íslensku stelpurnar til sigurs á öflugur dönsku liði sem íslenska liðið hafði ekki unnið í undanförnum fjórum leikjum þjóðanna. Íslenska liðið komst í 2-0 með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla í upphafi leiks en Danir minnkuðu muninn í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en íslensku stelpurnar gulltryggðu sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Íslenska liðið spilaði mjög vel í leiknum í dag og var nálægt því að bæta við enn fleiri mörkum. Fanndís Friðriksdóttir átti meðal annars skot í stöng úr aukaspyrnu. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu en stelpurnar sýndu fram á og sönnuðu breiddina sem er komin í liðið með því að vinna þennan flotta sigur. Elín Metta Jensen skoraði fyrsta markið á 11. mínútu en annað markið var sjálfsmark á 12. mínútu sem kom eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttir. Danir minnkuðu muninn með marki Nadiu Nadim á 52. mínútu en Sandra María Jessen kom íslenska liðinu aftur tveimur mörkum yfir með þriðja marki Íslands aðeins sjö mínútum síðar. Markið skoraði Sandra eftir fyrirgjöf Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði síðan fjórða markið í uppbótartíma leiksins. Íslenska liðið vann ekki né skoraði mark á mótinu í fyrra en hefur nú unnið tvo sigra og skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þetta er aðeins annar sigur íslenskra A-landsliða í knattspyrnu á Danmörku frá upphafi en hinn unnu stelpurnar fyrir fimm árum. Ísland hefur aldrei unnið Dani stærra en í dag.Lið Íslands á móti Danmörk: Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður) Elísa Viðarsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir (Anna Björk Kristjánsdóttir) Arna Sif Ásgrímsdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (66., Sara Björk Gunnarsdóttir) Katrín Ómarsdóttir (25., Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (Fyrirliði) Elín Metta Jensen (66., Fanndís Friðriksdóttir) Sandra María Jessen (Hólmfríður Magnúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Harpa Þorsteinsdóttir )
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira