Stelpurnar unnu stórsigur á Dönum á Algarve Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2016 16:45 Vísir Íslenska kvennalandsliðið fylgdi eftir sigri á Belgum í fyrsta leik með því að vinna sannfærandi 4-1 sigur á Dönum í Algarve-bikarnum í dag. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen komu inn í byrjunarliðið og skoruðu báðar, þriðja mark íslenska liðsins var sjálfsmark eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttur og Hólmfríður Magnúsdóttir innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn og leiddi íslensku stelpurnar til sigurs á öflugur dönsku liði sem íslenska liðið hafði ekki unnið í undanförnum fjórum leikjum þjóðanna. Íslenska liðið komst í 2-0 með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla í upphafi leiks en Danir minnkuðu muninn í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en íslensku stelpurnar gulltryggðu sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Íslenska liðið spilaði mjög vel í leiknum í dag og var nálægt því að bæta við enn fleiri mörkum. Fanndís Friðriksdóttir átti meðal annars skot í stöng úr aukaspyrnu. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu en stelpurnar sýndu fram á og sönnuðu breiddina sem er komin í liðið með því að vinna þennan flotta sigur. Elín Metta Jensen skoraði fyrsta markið á 11. mínútu en annað markið var sjálfsmark á 12. mínútu sem kom eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttir. Danir minnkuðu muninn með marki Nadiu Nadim á 52. mínútu en Sandra María Jessen kom íslenska liðinu aftur tveimur mörkum yfir með þriðja marki Íslands aðeins sjö mínútum síðar. Markið skoraði Sandra eftir fyrirgjöf Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði síðan fjórða markið í uppbótartíma leiksins. Íslenska liðið vann ekki né skoraði mark á mótinu í fyrra en hefur nú unnið tvo sigra og skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þetta er aðeins annar sigur íslenskra A-landsliða í knattspyrnu á Danmörku frá upphafi en hinn unnu stelpurnar fyrir fimm árum. Ísland hefur aldrei unnið Dani stærra en í dag.Lið Íslands á móti Danmörk: Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður) Elísa Viðarsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir (Anna Björk Kristjánsdóttir) Arna Sif Ásgrímsdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (66., Sara Björk Gunnarsdóttir) Katrín Ómarsdóttir (25., Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (Fyrirliði) Elín Metta Jensen (66., Fanndís Friðriksdóttir) Sandra María Jessen (Hólmfríður Magnúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Harpa Þorsteinsdóttir ) Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið fylgdi eftir sigri á Belgum í fyrsta leik með því að vinna sannfærandi 4-1 sigur á Dönum í Algarve-bikarnum í dag. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen komu inn í byrjunarliðið og skoruðu báðar, þriðja mark íslenska liðsins var sjálfsmark eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttur og Hólmfríður Magnúsdóttir innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn og leiddi íslensku stelpurnar til sigurs á öflugur dönsku liði sem íslenska liðið hafði ekki unnið í undanförnum fjórum leikjum þjóðanna. Íslenska liðið komst í 2-0 með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla í upphafi leiks en Danir minnkuðu muninn í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en íslensku stelpurnar gulltryggðu sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Íslenska liðið spilaði mjög vel í leiknum í dag og var nálægt því að bæta við enn fleiri mörkum. Fanndís Friðriksdóttir átti meðal annars skot í stöng úr aukaspyrnu. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu en stelpurnar sýndu fram á og sönnuðu breiddina sem er komin í liðið með því að vinna þennan flotta sigur. Elín Metta Jensen skoraði fyrsta markið á 11. mínútu en annað markið var sjálfsmark á 12. mínútu sem kom eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttir. Danir minnkuðu muninn með marki Nadiu Nadim á 52. mínútu en Sandra María Jessen kom íslenska liðinu aftur tveimur mörkum yfir með þriðja marki Íslands aðeins sjö mínútum síðar. Markið skoraði Sandra eftir fyrirgjöf Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði síðan fjórða markið í uppbótartíma leiksins. Íslenska liðið vann ekki né skoraði mark á mótinu í fyrra en hefur nú unnið tvo sigra og skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þetta er aðeins annar sigur íslenskra A-landsliða í knattspyrnu á Danmörku frá upphafi en hinn unnu stelpurnar fyrir fimm árum. Ísland hefur aldrei unnið Dani stærra en í dag.Lið Íslands á móti Danmörk: Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður) Elísa Viðarsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir (Anna Björk Kristjánsdóttir) Arna Sif Ásgrímsdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (66., Sara Björk Gunnarsdóttir) Katrín Ómarsdóttir (25., Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (Fyrirliði) Elín Metta Jensen (66., Fanndís Friðriksdóttir) Sandra María Jessen (Hólmfríður Magnúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Harpa Þorsteinsdóttir )
Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira