Ánægð með að fá að vera í síðasta holli Ísland Got Talent Guðrún Ansnes skrifar 6. mars 2016 14:45 Thelma Dögg er án vafa óvæntasti keppandi þessarar þriðju seríu þáttanna. Fyrsta holl keppenda af þremur keppir á sunnudagskvöldið í beinni á Stöð 2. Vísir/Stefán „Þetta var svolítið skrítið, ég var engan veginn að búast við að fá heilt tökulið heim til mín á sunnudegi,“ segir Thelma Dögg Guðmundsen, sem alls kostar óvænt var bætt við hóp keppenda í Ísland Got Talent síðastliðið sunnudagskvöld. Voru þau Marta María Jónasdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, dómarar þáttanna, ekki alveg nógu sátt við að tuttugu og einn keppandi kæmist áfram í undanúrslit, en slíkt hæfileikabúnt eins og Thelma sæti eftir úti í kuldanum. Úr varð að blásið var til neyðarfundar með framleiðendum og Thelmu kippt inn. „Ég vissi ekkert af þessu, þau höfðu haft samband við kærastann minn, og hann hélt þessu leyndu. Ég er manneskja sem fattar allt svona, en þetta kom mér algjörlega á óvart og ekkert annað en magnað að geta komið keppanda aukalega fyrir,“ segir Thelma og skellir upp úr. „Hann fékk að vita þetta á föstudag svo hann hafði tök á að skipuleggja þetta þannig að ég yrði örugglega heima. Hann stakk upp á að við færum í bröns á sunnudeginum, vitandi að ég myndi þá hafa mig til en ekki bara vera heima á náttfötunum þegar tökuliðið kæmi.“ Thelma Dögg heillaði þannig dómarana greinilega upp úr skónum með flutingi sínum á laginu Brokenhearted með Karmin. Ekki verður hjá því komist að spyrja hana út í þann verknað að klæða sig úr skónum áður en hún hóf upp raust sína. Hún skellihlær og svarar: „Ég fór úr þeim vegna þess að ég þurfti að finna jarðtenginguna þarna. Það er sennilega jóginn í mér. Þegar ég útskýri það hefur líklega verið klippt út, svo það er ágætt að fá tækifæri til að skýra það hér,“ bendir hún á. Segist hún hafa farið að iðka jóga reglulega í kjölfar veikinda, en hún stendur nú í ströngu við að endurhæfa sig eftir að hafa þjáðst af taugalömun. „Ég hef verið að vinna mikið í þessu með góðu teymi. Það er mikilvægt að vinna í sér, hvort sem það er líkamlega eða andlega. Það er ótrúlegt að þurfa að lenda í veikindum eins og þessum til þess að maður meti og fatti hvað maður hefur.“ Thelma Dögg veigrar sér því ekki við að sökkva sér í æfingar fyrir undanúrslitin, en hún kemur til með að stíga á svið þann 20. mars, í síðasta hollinu. „Ég hef fengið Regínu Ósk til að hjálpa mér. Hún er algjör snillingur. En mitt atriði er algjörlega á byrjunarstigi ennþá. Vonandi tekst mér að sýna hvað í mér býr. Ég hlakka mjög mikið til,“ útskýrir hún brosandi. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Páll Winkel varð abbó út af Sölva Fannari: „Var látin vita af því að ég ætti nú að haga mér“ "Ertu ekki full mikið klæddur? Viltu ekki fara úr skyrtunni? Hvað segið þið, viljið þið sjá hann fara úr skyrtunni?,“ spurði Marta María áður en atriðið frá Sölva Fannari Viðarssyni hófst í Ísland Got Talent á Stöð 2 í gær. 15. febrúar 2016 11:18 Ísland Got Talent: Síðasti gullhnappurinn fyrir síðasta keppandann „Þessi frammistaða var tíu milljón króna virði,“ sagði Ágústa Eva við Maríu Agnesardóttur 28. febrúar 2016 19:37 Ísland Got Talent: Þátttakan liður í endurhæfingu eftir taugalömun Thelma Dögg Guðmundsen vann dómarana á sitt band með geislandi framkomu. 14. febrúar 2016 19:45 Ísland Got Talent: Sindri uppskar standandi fagnaðarlæti frá Ágústu Er hinn þrettán ára gamli Sindri Freyr betri en Bruno Mars? 21. febrúar 2016 19:30 Ísland Got Talent: Ung stúlknasveit bræddi doktorinn Atkvæðagreiðsla var óþörf um atriði stúlknanna í hljómsveitinni Kyrrð sem steig á stokk í Ísland Got Talent í kvöld. 21. febrúar 2016 20:00 Þessi atriði komust áfram í Ísland Got Talent Í síðasta þætti af Ísland Got Talent kom í ljós hvað keppendur komust áfram í næstu umferð og fá tækifæri í beinni útsendingu á Stöð 2. 2. mars 2016 13:30 Dómararnir fengu neyðarfund með framleiðendunum: Komu einum keppanda á óvart og hún fékk sjokk Dómararnir í Ísland Got Talent voru ekki sáttir með það hversu fáa keppendur framleiðendur þáttarins leyfðu þeim að velja inn í undanúrslitin. Þeir héldu því neyðarfund til að sannfæra þá um að hleypa öðrum keppanda áfram. 2. mars 2016 15:30 Ísland Got Talent: Loredana bauð upp á háloftasýningu "Þetta er ekkert hættulegt ef þú þekkir takmörk þess,“ sagði hin 26 ára Loredana. 28. febrúar 2016 19:41 Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Þetta var svolítið skrítið, ég var engan veginn að búast við að fá heilt tökulið heim til mín á sunnudegi,“ segir Thelma Dögg Guðmundsen, sem alls kostar óvænt var bætt við hóp keppenda í Ísland Got Talent síðastliðið sunnudagskvöld. Voru þau Marta María Jónasdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, dómarar þáttanna, ekki alveg nógu sátt við að tuttugu og einn keppandi kæmist áfram í undanúrslit, en slíkt hæfileikabúnt eins og Thelma sæti eftir úti í kuldanum. Úr varð að blásið var til neyðarfundar með framleiðendum og Thelmu kippt inn. „Ég vissi ekkert af þessu, þau höfðu haft samband við kærastann minn, og hann hélt þessu leyndu. Ég er manneskja sem fattar allt svona, en þetta kom mér algjörlega á óvart og ekkert annað en magnað að geta komið keppanda aukalega fyrir,“ segir Thelma og skellir upp úr. „Hann fékk að vita þetta á föstudag svo hann hafði tök á að skipuleggja þetta þannig að ég yrði örugglega heima. Hann stakk upp á að við færum í bröns á sunnudeginum, vitandi að ég myndi þá hafa mig til en ekki bara vera heima á náttfötunum þegar tökuliðið kæmi.“ Thelma Dögg heillaði þannig dómarana greinilega upp úr skónum með flutingi sínum á laginu Brokenhearted með Karmin. Ekki verður hjá því komist að spyrja hana út í þann verknað að klæða sig úr skónum áður en hún hóf upp raust sína. Hún skellihlær og svarar: „Ég fór úr þeim vegna þess að ég þurfti að finna jarðtenginguna þarna. Það er sennilega jóginn í mér. Þegar ég útskýri það hefur líklega verið klippt út, svo það er ágætt að fá tækifæri til að skýra það hér,“ bendir hún á. Segist hún hafa farið að iðka jóga reglulega í kjölfar veikinda, en hún stendur nú í ströngu við að endurhæfa sig eftir að hafa þjáðst af taugalömun. „Ég hef verið að vinna mikið í þessu með góðu teymi. Það er mikilvægt að vinna í sér, hvort sem það er líkamlega eða andlega. Það er ótrúlegt að þurfa að lenda í veikindum eins og þessum til þess að maður meti og fatti hvað maður hefur.“ Thelma Dögg veigrar sér því ekki við að sökkva sér í æfingar fyrir undanúrslitin, en hún kemur til með að stíga á svið þann 20. mars, í síðasta hollinu. „Ég hef fengið Regínu Ósk til að hjálpa mér. Hún er algjör snillingur. En mitt atriði er algjörlega á byrjunarstigi ennþá. Vonandi tekst mér að sýna hvað í mér býr. Ég hlakka mjög mikið til,“ útskýrir hún brosandi.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Páll Winkel varð abbó út af Sölva Fannari: „Var látin vita af því að ég ætti nú að haga mér“ "Ertu ekki full mikið klæddur? Viltu ekki fara úr skyrtunni? Hvað segið þið, viljið þið sjá hann fara úr skyrtunni?,“ spurði Marta María áður en atriðið frá Sölva Fannari Viðarssyni hófst í Ísland Got Talent á Stöð 2 í gær. 15. febrúar 2016 11:18 Ísland Got Talent: Síðasti gullhnappurinn fyrir síðasta keppandann „Þessi frammistaða var tíu milljón króna virði,“ sagði Ágústa Eva við Maríu Agnesardóttur 28. febrúar 2016 19:37 Ísland Got Talent: Þátttakan liður í endurhæfingu eftir taugalömun Thelma Dögg Guðmundsen vann dómarana á sitt band með geislandi framkomu. 14. febrúar 2016 19:45 Ísland Got Talent: Sindri uppskar standandi fagnaðarlæti frá Ágústu Er hinn þrettán ára gamli Sindri Freyr betri en Bruno Mars? 21. febrúar 2016 19:30 Ísland Got Talent: Ung stúlknasveit bræddi doktorinn Atkvæðagreiðsla var óþörf um atriði stúlknanna í hljómsveitinni Kyrrð sem steig á stokk í Ísland Got Talent í kvöld. 21. febrúar 2016 20:00 Þessi atriði komust áfram í Ísland Got Talent Í síðasta þætti af Ísland Got Talent kom í ljós hvað keppendur komust áfram í næstu umferð og fá tækifæri í beinni útsendingu á Stöð 2. 2. mars 2016 13:30 Dómararnir fengu neyðarfund með framleiðendunum: Komu einum keppanda á óvart og hún fékk sjokk Dómararnir í Ísland Got Talent voru ekki sáttir með það hversu fáa keppendur framleiðendur þáttarins leyfðu þeim að velja inn í undanúrslitin. Þeir héldu því neyðarfund til að sannfæra þá um að hleypa öðrum keppanda áfram. 2. mars 2016 15:30 Ísland Got Talent: Loredana bauð upp á háloftasýningu "Þetta er ekkert hættulegt ef þú þekkir takmörk þess,“ sagði hin 26 ára Loredana. 28. febrúar 2016 19:41 Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Páll Winkel varð abbó út af Sölva Fannari: „Var látin vita af því að ég ætti nú að haga mér“ "Ertu ekki full mikið klæddur? Viltu ekki fara úr skyrtunni? Hvað segið þið, viljið þið sjá hann fara úr skyrtunni?,“ spurði Marta María áður en atriðið frá Sölva Fannari Viðarssyni hófst í Ísland Got Talent á Stöð 2 í gær. 15. febrúar 2016 11:18
Ísland Got Talent: Síðasti gullhnappurinn fyrir síðasta keppandann „Þessi frammistaða var tíu milljón króna virði,“ sagði Ágústa Eva við Maríu Agnesardóttur 28. febrúar 2016 19:37
Ísland Got Talent: Þátttakan liður í endurhæfingu eftir taugalömun Thelma Dögg Guðmundsen vann dómarana á sitt band með geislandi framkomu. 14. febrúar 2016 19:45
Ísland Got Talent: Sindri uppskar standandi fagnaðarlæti frá Ágústu Er hinn þrettán ára gamli Sindri Freyr betri en Bruno Mars? 21. febrúar 2016 19:30
Ísland Got Talent: Ung stúlknasveit bræddi doktorinn Atkvæðagreiðsla var óþörf um atriði stúlknanna í hljómsveitinni Kyrrð sem steig á stokk í Ísland Got Talent í kvöld. 21. febrúar 2016 20:00
Þessi atriði komust áfram í Ísland Got Talent Í síðasta þætti af Ísland Got Talent kom í ljós hvað keppendur komust áfram í næstu umferð og fá tækifæri í beinni útsendingu á Stöð 2. 2. mars 2016 13:30
Dómararnir fengu neyðarfund með framleiðendunum: Komu einum keppanda á óvart og hún fékk sjokk Dómararnir í Ísland Got Talent voru ekki sáttir með það hversu fáa keppendur framleiðendur þáttarins leyfðu þeim að velja inn í undanúrslitin. Þeir héldu því neyðarfund til að sannfæra þá um að hleypa öðrum keppanda áfram. 2. mars 2016 15:30
Ísland Got Talent: Loredana bauð upp á háloftasýningu "Þetta er ekkert hættulegt ef þú þekkir takmörk þess,“ sagði hin 26 ára Loredana. 28. febrúar 2016 19:41