Von á lægðum á færibandi í vikunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2016 20:40 Veður verður einna verst á fimmtudaginn. Mynd/Vilhelm Búast má við lægðum á færibandi um allt land í vikunni. Verst verður veðrið á fimmtudaginn. Vorlegt segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er lægðargangur í kringum landið. Þær hafa verið að fara suðurfyrir okkur og við höfum verið í rólegheitum að undanförnu en núna eru þær farnar að ganga nær okkur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur. Fyrsta lægðin gerir vart við sig á morgun og svo skella þær á landinu ein af annarri. Sú sem kemur á fimmtudaginn mun vera sú versta. „Það verður eitthvað hringsól af lægðum yfir landinu á þriðjudag og miðvikudag en þær verða ekki alvarlegar. Fimmtudagurinn verður líklega versti dagurinn og svo virðist þetta ætla að halda áfram næstu helgi.“ Þesi lægðargangur er nokkuð venjulegur miðað við árstíð en vorloftið sunnar á norðurhveli er sökudólgurinn. „Þetta er mjög algengt fyrir þennan árstíma að það sé óróleiki og lægðagangur upp Norður-Atlantshafið. Það er vissulega ekki komið vor hjá okkur en það er komið vor sunnar á norðurhveli og það er í raun það sem gerist. Loftið hitnar þar og þá fer að komast meiri hreyfing á það. Þetta er merki um að háloftakuldinn sé að gefa eftir.“Veðurhorfur á landinu á morgunSuðaustan 5-10 m/s austanlands til kvölds og slydda eða snjókoma með köflum, en suðvestan 3-10 vestantil og stöku él. Lægir og léttir til um tíma í nótt og frost að 8 stigum í innsveitum norðaustantil, en hiti í kringum frostmark víðast annars staðar. Gengur í suðaustan 15-20 fyrst suðvestanlands upp úr hádegi á morgun, með slyddu og síðan rigningu. Hægari vindur norðaustantil fram eftir degi og úrkomulítið. Hiti víða 0 til 4 stig á morgun.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Sunnan og suðvestan 5-13, skúrir og síðan él, en þurrt að mestu norðan- og austanlands. Kólnar og víða vægt frost um nóttina.Á miðvikudag:Norðaustan 10-15 með norðurströndinni og snjókoma með köflum, en fremur hæg breytileg átt annarsstaðar og þurrt að kalla um landið sunnanvert. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust með suðurströndinni.Á fimmtudag:Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu, einkum sunnanlands. Frostlaust um tíma á láglendi víðast hvar.Á föstudag:Lítur út fyrir suðvestan hvassviðri eða stormur með éljum.Á laugardag:Líklega hvöss sunnanátt með rigningu. Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Búast má við lægðum á færibandi um allt land í vikunni. Verst verður veðrið á fimmtudaginn. Vorlegt segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er lægðargangur í kringum landið. Þær hafa verið að fara suðurfyrir okkur og við höfum verið í rólegheitum að undanförnu en núna eru þær farnar að ganga nær okkur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur. Fyrsta lægðin gerir vart við sig á morgun og svo skella þær á landinu ein af annarri. Sú sem kemur á fimmtudaginn mun vera sú versta. „Það verður eitthvað hringsól af lægðum yfir landinu á þriðjudag og miðvikudag en þær verða ekki alvarlegar. Fimmtudagurinn verður líklega versti dagurinn og svo virðist þetta ætla að halda áfram næstu helgi.“ Þesi lægðargangur er nokkuð venjulegur miðað við árstíð en vorloftið sunnar á norðurhveli er sökudólgurinn. „Þetta er mjög algengt fyrir þennan árstíma að það sé óróleiki og lægðagangur upp Norður-Atlantshafið. Það er vissulega ekki komið vor hjá okkur en það er komið vor sunnar á norðurhveli og það er í raun það sem gerist. Loftið hitnar þar og þá fer að komast meiri hreyfing á það. Þetta er merki um að háloftakuldinn sé að gefa eftir.“Veðurhorfur á landinu á morgunSuðaustan 5-10 m/s austanlands til kvölds og slydda eða snjókoma með köflum, en suðvestan 3-10 vestantil og stöku él. Lægir og léttir til um tíma í nótt og frost að 8 stigum í innsveitum norðaustantil, en hiti í kringum frostmark víðast annars staðar. Gengur í suðaustan 15-20 fyrst suðvestanlands upp úr hádegi á morgun, með slyddu og síðan rigningu. Hægari vindur norðaustantil fram eftir degi og úrkomulítið. Hiti víða 0 til 4 stig á morgun.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Sunnan og suðvestan 5-13, skúrir og síðan él, en þurrt að mestu norðan- og austanlands. Kólnar og víða vægt frost um nóttina.Á miðvikudag:Norðaustan 10-15 með norðurströndinni og snjókoma með köflum, en fremur hæg breytileg átt annarsstaðar og þurrt að kalla um landið sunnanvert. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust með suðurströndinni.Á fimmtudag:Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu, einkum sunnanlands. Frostlaust um tíma á láglendi víðast hvar.Á föstudag:Lítur út fyrir suðvestan hvassviðri eða stormur með éljum.Á laugardag:Líklega hvöss sunnanátt með rigningu.
Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira