Innlent

Rifrildi háskólanemanna snerist um þriðja aðila

Snærós Sindradóttir skrifar
Málið er til rannsóknar hja lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Málið er til rannsóknar hja lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/gva
Manninum sem stunginn var í bakið aðfaranótt sunnudags er enn haldið sofandi í öndunarvél. Hann er fæddur árið 1989 en það er árásarmaður hans líka.

Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins hefur játað verknaðinn að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, yfirmanns ofbeldisdeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá er hnífurinn sem beitt var í árásinni í vörslu lögreglu en Árni Þór vill ekki gefa upp hvar eða hvenær hann fannst. Öll lykilvitni í málinu hafa verið yfirheyrð en gæsluvarðhald yfir árásarmanninum rennur út í dag. Árni segir að ákvörðun um hvort að þess verði krafist að hann verði áfram í haldi verði tekin núna í morgun.

Mennirnir eru báðir nemendur við Háskóla Íslands. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snerist rifrildi mannanna um þriðja aðila. Hvorugur hefur komið við sögu lögreglu áður.

Málavextir eru þeir að aðfaranótt sunnudags var lögregla kölluð að stúdentagörðum við Sæmundargötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Þá hafði annar mannanna stungið hinn í bakið með hníf. Nokkur vitni voru að árásinni en enginn annar er grunaður um þátttöku í henni. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til miðvikudags. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×