Dr. Luke neitar ásökunum Keshu um nauðgun Birgir Olgeirsson skrifar 23. febrúar 2016 10:00 Dr. Luke og Kesha. Vísir/Getty Bandaríski upptökustjórinn Dr. Luke hefur tekið til varna á Twitter eftir að tónlistarkonan Kesha sakaði hann um kynferðislegt og andlegt ofbeldi. Í síðustu viku neitaði dómstóll í New York Keshu um bráðabirgða lögbann sem hefði heimilað henni að skapa tónlist utan við sex plötu samninginn sem hún er með við útgáfu Dr. Luke, Kemosabe Records, sem er dótturfyrirtæki Sony. Stefna hennar gegn Dr. Luke er þó enn fyrir dómi, sem og mótstefna Dr. Luke gegn henni. Shirley Kornreich var dómarinn í máli Keshu gegn Kemosabe Records en hún sagði að það væri afar sjaldgæft að verða við kröfu um lögbann í samningsmálum og það hefði orðið afar óvenjulegt úrræði, að því er fram kemur á vef bandarísku fréttastofunnar CNN. Margir þekktir tónlistarmenn hafa lýst yfir opinberum stuðningi við Keshu, þar á meðal Lady Gaga, Kelly Clarkson og Demi Lovato. Tónlistarkonan Taylor Swift gaf Keshu 250 þúsund dollara, sem nemur um 32 milljónum íslenskra króna, á sunnudag til að létta undir með henni vegna kostnaðar við dómsmálin. Kesha höfðaði mál gegn Dr. Luke í Los Angeles árið 2014 þar sem hún sakaði hann um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. Í stefnunni sagði hún Dr. Luke, sem heitir réttu nafni Lukasz Gottwald, um að hafa gefið henni eiturlyf sem urðu til þess að hún missti meðvitund. Sakar hún Dr. Luke um að hafa nýtt sér ástand hennar í framhaldinu og nauðgað henni. Í gærkvöldi sagði hann á Twitter að hann hefði hvorki nauðgað Keshu né haft samræði við hana. „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína,“ sagði Dr. Luke á Twitter. Hann minntist á vitnisburð Keshu frá árinu 2011 þar sem hann sagði hana hafa viðurkennt að nauðgunin hefði aldrei átt sér stað. Kesha hefur haldið því fram að Dr. Luke hefði hótað henni ofbeldi ef hún myndi ekki ljúga við réttarhöldin árið 2011. Tengdar fréttir Swift gefur Keshu tugi milljóna Kesha í útistöðum við útgáfurisann Sony. 22. febrúar 2016 15:57 #FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01 Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira
Bandaríski upptökustjórinn Dr. Luke hefur tekið til varna á Twitter eftir að tónlistarkonan Kesha sakaði hann um kynferðislegt og andlegt ofbeldi. Í síðustu viku neitaði dómstóll í New York Keshu um bráðabirgða lögbann sem hefði heimilað henni að skapa tónlist utan við sex plötu samninginn sem hún er með við útgáfu Dr. Luke, Kemosabe Records, sem er dótturfyrirtæki Sony. Stefna hennar gegn Dr. Luke er þó enn fyrir dómi, sem og mótstefna Dr. Luke gegn henni. Shirley Kornreich var dómarinn í máli Keshu gegn Kemosabe Records en hún sagði að það væri afar sjaldgæft að verða við kröfu um lögbann í samningsmálum og það hefði orðið afar óvenjulegt úrræði, að því er fram kemur á vef bandarísku fréttastofunnar CNN. Margir þekktir tónlistarmenn hafa lýst yfir opinberum stuðningi við Keshu, þar á meðal Lady Gaga, Kelly Clarkson og Demi Lovato. Tónlistarkonan Taylor Swift gaf Keshu 250 þúsund dollara, sem nemur um 32 milljónum íslenskra króna, á sunnudag til að létta undir með henni vegna kostnaðar við dómsmálin. Kesha höfðaði mál gegn Dr. Luke í Los Angeles árið 2014 þar sem hún sakaði hann um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. Í stefnunni sagði hún Dr. Luke, sem heitir réttu nafni Lukasz Gottwald, um að hafa gefið henni eiturlyf sem urðu til þess að hún missti meðvitund. Sakar hún Dr. Luke um að hafa nýtt sér ástand hennar í framhaldinu og nauðgað henni. Í gærkvöldi sagði hann á Twitter að hann hefði hvorki nauðgað Keshu né haft samræði við hana. „Kesha og ég vorum vinir í mörg ár og ég leit á hana sem litlu systir mína,“ sagði Dr. Luke á Twitter. Hann minntist á vitnisburð Keshu frá árinu 2011 þar sem hann sagði hana hafa viðurkennt að nauðgunin hefði aldrei átt sér stað. Kesha hefur haldið því fram að Dr. Luke hefði hótað henni ofbeldi ef hún myndi ekki ljúga við réttarhöldin árið 2011.
Tengdar fréttir Swift gefur Keshu tugi milljóna Kesha í útistöðum við útgáfurisann Sony. 22. febrúar 2016 15:57 #FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01 Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira
#FreeKesha: Söngkonan Kesha nýtur víðtæks stuðnings í baráttu sinni gegn Sony Heimsfrægir tónlistarmenn og aðdáendur Kesha standa þétt við bakið á söngkonunni. 21. febrúar 2016 15:01