Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2016 23:29 Deilan í álverinu í Straumsvík hefur staðið mánuðum saman. Vísir/Vilhelm Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir niðurstöðu Félagsdóms um að útflutningsbann starfsfólks álversins í Straumsvík sé löglegt koma sér á óvart. Fyrirtækið hafi talið ýmislegt óljóst um afmörkun og framkvæmd vinnustöðvunarinnar. „Maður gæti ætlað að atvinnulífið standi nú frammi fyrir býsna nýstárlegum og fjölbreyttum verkföllum í framhaldinu,“ segir Ólafur Teitur. „Maður getur til dæmis ímyndað sér að afgreiðslufólk og starfsmenn verslana geti sett á sölubann, sem fælist í því að þeir mættu til vinnu og sinntu öllum störfum nema að selja vörurnar. En fengju að öðru leyti greitt fyrir sín störf.“ Ólafur Teitur segir grafalvarlega stöðu nú upp komna fyrir álverið, sem sjái ekki fram á hvort eða hvenær það geti selt sína vöru. Ekkert annað sé í stöðunni en að draga úr framleiðslu. „Verkfallið er ótímabundið og engar vísbendingar um að verkalýðsfélögin séu að linast í þeirri afstöðu sinni að meina álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku.“ Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi.Vísir/Valli „Hömlur sem ekkert annað fyrirtæki býr við“ Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman og snýst um kröfu fyrirtækisins um að fá að útvista fleiri störfum hjá álverinu en nú þegar er heimilt samkvæmt samningum. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar Rio Tinto Alcan að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við buðum sömu launahækkanir, og raunar gott betur, og allir aðrir hafa verið að bjóða, ofan á laun sem eru almennt hærri en allir aðrir borga en því höfnuðu verkalýðsfélagin á þrettándanum, því miður. Þau höfnuðu því af þeirri ástæðu einni að þau gátu ekki samþykkt að við sætum við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku, en þar erum við með hömlur sem ekkert annað fyrirtæki á Íslandi býr við.“ Næsti fundur í deilunni er á morgun. Ólafur segir það að sjálfsögðu vilja fyrirtækisins að ná samningum við starfsfólk sitt, sem það hafi gert mjög vel við í fjölda ára, en að áhersla verði áfram lögð á að fjölga umræddum undanþágum. „Við viljum auðvitað bara fá að semja við samningaborðið, en það hefur verið lögð þung áhersla á þetta af okkar hálfu.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir niðurstöðu Félagsdóms um að útflutningsbann starfsfólks álversins í Straumsvík sé löglegt koma sér á óvart. Fyrirtækið hafi talið ýmislegt óljóst um afmörkun og framkvæmd vinnustöðvunarinnar. „Maður gæti ætlað að atvinnulífið standi nú frammi fyrir býsna nýstárlegum og fjölbreyttum verkföllum í framhaldinu,“ segir Ólafur Teitur. „Maður getur til dæmis ímyndað sér að afgreiðslufólk og starfsmenn verslana geti sett á sölubann, sem fælist í því að þeir mættu til vinnu og sinntu öllum störfum nema að selja vörurnar. En fengju að öðru leyti greitt fyrir sín störf.“ Ólafur Teitur segir grafalvarlega stöðu nú upp komna fyrir álverið, sem sjái ekki fram á hvort eða hvenær það geti selt sína vöru. Ekkert annað sé í stöðunni en að draga úr framleiðslu. „Verkfallið er ótímabundið og engar vísbendingar um að verkalýðsfélögin séu að linast í þeirri afstöðu sinni að meina álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku.“ Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi.Vísir/Valli „Hömlur sem ekkert annað fyrirtæki býr við“ Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman og snýst um kröfu fyrirtækisins um að fá að útvista fleiri störfum hjá álverinu en nú þegar er heimilt samkvæmt samningum. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar Rio Tinto Alcan að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við buðum sömu launahækkanir, og raunar gott betur, og allir aðrir hafa verið að bjóða, ofan á laun sem eru almennt hærri en allir aðrir borga en því höfnuðu verkalýðsfélagin á þrettándanum, því miður. Þau höfnuðu því af þeirri ástæðu einni að þau gátu ekki samþykkt að við sætum við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku, en þar erum við með hömlur sem ekkert annað fyrirtæki á Íslandi býr við.“ Næsti fundur í deilunni er á morgun. Ólafur segir það að sjálfsögðu vilja fyrirtækisins að ná samningum við starfsfólk sitt, sem það hafi gert mjög vel við í fjölda ára, en að áhersla verði áfram lögð á að fjölga umræddum undanþágum. „Við viljum auðvitað bara fá að semja við samningaborðið, en það hefur verið lögð þung áhersla á þetta af okkar hálfu.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42
Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45
Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06
Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11
Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02