Alvarlegt slys í Þjóðleikhúsinu: „Þetta var mér að kenna“ Bjarki Ármannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 24. febrúar 2016 10:30 Vigdís Hrefna í hlutverki sínu í Hleyptu þeim rétta inn í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Friðrik Þór Vigdís Hrefna Pálsdóttir er ristarbrotin á vinstri fæti og með tvöfalt hælbrot á hægri fæti eftir hátt fall á stóra sviðinu fyrir framan fjölmennan sal á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Vigdís Hrefna var á bráðadeild Landspítalans að bíða eftir fundi með bæklunarlækni þegar Vísir náði af henni tali í morgun. „Ég er að bíða eftir lækninum til að fá að vita hvort ég sé að fara í aðgerð,“ segir Vigdís Hrefna sem átti að fara með aðalhlutverkið í sýningunni Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýna átti annað kvöld, fimmtudagskvöld. Ljóst er að ekkert verður af frumsýningunni. Um er að ræða vampírudrama þar sem Vigdís Hrefna fer með hlutverk tólf ára vampíru.Vigdís klifrar niður úr trénu í leikritinu og lætur sig falla til jarðar. Á sviðinu með Vigdísi er Sigurður Þór Óskarsson .Vísir/Friðrik ÞórÓhuggulegt að sjá þetta Vigdís Hrefna segist vel muna eftir slysinu í gær. Hún hafi haldið í efsta hluta leikmyndarinnar í nokkurra metra hæð og verið að færa til hendurnar, með myrru á höndunum til að auka gripið, þegar hún féll. Vigdís var ekki í línu en vill ekki meina að öryggisatriðum hafi verið ábótavant. „Þetta var mér að kenna,“ segir Vigdís Hrefna. Hún segir sem betur fer vera í lagi með höfuðið. „Eins langt og það nær,“ segir hún og grínast. Ljóst sé að þátttöku hennar í leikritinu sé lokið, í bili að minnsta kosti. „Ég er enn að reyna að átta mig á þessu,“ segir Vigdís. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri sagði í viðtali í Bítinu í morgun að fjölmenni hefði orðið vitni að slysinu. „Það var nánast fullt hús af fólki og það er óhuggulegt að sjá þetta,“ segir Ari. „Fólk í salnum veit ekkert hvað hefur gerst þegar dregið er fyrir og sér fyrir sér mikið alvarlegra slys en í raun varð, sem betur fer.“Sigurður Þór Óskarsson og Ari Marrhíasson þjóðleikhússtjóri gáfu blóð er bíll Blóðbankans stansaði fyrir utan þjóðleikhúsið í fyrradag.Vísir/Anton BrinkVelta fyrir sér að fresta fram á haust Tveir læknar voru meðal áhorfenda og önnuðust Vigdísi þar til að sjúkrabíll mætti á svæðið. „Hún hefur það eftir atvikum gott. Eins gott og maður getur haft það þegar maður er búinn að brjóta á sér lappirnar.“ Ljóst er að ekkert verður af frumsýningu leikritsins og óvíst hvert framhaldið verði. „Við erum að athuga hvað við gerum, hvort við frestum og setjum inn nýja leikkonu eða hvort við frestum þessu bara til haustsins. Því Vigdís Hrefna er alveg stórkostleg í þessu og er aðalleikonan og andlit sýningarinnar.“ Ari segir mikla vinnu hafa verið lagða í að tryggja öryggi leikaranna í sýningunni. Sérstakur þjálfari hafi til að mynda verið fenginn til að kenna leikurunum klifur og Vigdís hafi gert þetta margoft áður en slysið átti sér stað. Að neðan má sjá innslag Íslands í dag frá því á mánudagskvöld þegar tekið var hús á leikstjóranum Selmu Björnsdóttur og öðrum þátttakendum í Hleyptu þeim rétta inn. Tengdar fréttir Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01 Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Vigdís Hrefna Pálsdóttir er ristarbrotin á vinstri fæti og með tvöfalt hælbrot á hægri fæti eftir hátt fall á stóra sviðinu fyrir framan fjölmennan sal á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Vigdís Hrefna var á bráðadeild Landspítalans að bíða eftir fundi með bæklunarlækni þegar Vísir náði af henni tali í morgun. „Ég er að bíða eftir lækninum til að fá að vita hvort ég sé að fara í aðgerð,“ segir Vigdís Hrefna sem átti að fara með aðalhlutverkið í sýningunni Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýna átti annað kvöld, fimmtudagskvöld. Ljóst er að ekkert verður af frumsýningunni. Um er að ræða vampírudrama þar sem Vigdís Hrefna fer með hlutverk tólf ára vampíru.Vigdís klifrar niður úr trénu í leikritinu og lætur sig falla til jarðar. Á sviðinu með Vigdísi er Sigurður Þór Óskarsson .Vísir/Friðrik ÞórÓhuggulegt að sjá þetta Vigdís Hrefna segist vel muna eftir slysinu í gær. Hún hafi haldið í efsta hluta leikmyndarinnar í nokkurra metra hæð og verið að færa til hendurnar, með myrru á höndunum til að auka gripið, þegar hún féll. Vigdís var ekki í línu en vill ekki meina að öryggisatriðum hafi verið ábótavant. „Þetta var mér að kenna,“ segir Vigdís Hrefna. Hún segir sem betur fer vera í lagi með höfuðið. „Eins langt og það nær,“ segir hún og grínast. Ljóst sé að þátttöku hennar í leikritinu sé lokið, í bili að minnsta kosti. „Ég er enn að reyna að átta mig á þessu,“ segir Vigdís. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri sagði í viðtali í Bítinu í morgun að fjölmenni hefði orðið vitni að slysinu. „Það var nánast fullt hús af fólki og það er óhuggulegt að sjá þetta,“ segir Ari. „Fólk í salnum veit ekkert hvað hefur gerst þegar dregið er fyrir og sér fyrir sér mikið alvarlegra slys en í raun varð, sem betur fer.“Sigurður Þór Óskarsson og Ari Marrhíasson þjóðleikhússtjóri gáfu blóð er bíll Blóðbankans stansaði fyrir utan þjóðleikhúsið í fyrradag.Vísir/Anton BrinkVelta fyrir sér að fresta fram á haust Tveir læknar voru meðal áhorfenda og önnuðust Vigdísi þar til að sjúkrabíll mætti á svæðið. „Hún hefur það eftir atvikum gott. Eins gott og maður getur haft það þegar maður er búinn að brjóta á sér lappirnar.“ Ljóst er að ekkert verður af frumsýningu leikritsins og óvíst hvert framhaldið verði. „Við erum að athuga hvað við gerum, hvort við frestum og setjum inn nýja leikkonu eða hvort við frestum þessu bara til haustsins. Því Vigdís Hrefna er alveg stórkostleg í þessu og er aðalleikonan og andlit sýningarinnar.“ Ari segir mikla vinnu hafa verið lagða í að tryggja öryggi leikaranna í sýningunni. Sérstakur þjálfari hafi til að mynda verið fenginn til að kenna leikurunum klifur og Vigdís hafi gert þetta margoft áður en slysið átti sér stað. Að neðan má sjá innslag Íslands í dag frá því á mánudagskvöld þegar tekið var hús á leikstjóranum Selmu Björnsdóttur og öðrum þátttakendum í Hleyptu þeim rétta inn.
Tengdar fréttir Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01 Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01
Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00