Alvarlegt slys í Þjóðleikhúsinu: „Þetta var mér að kenna“ Bjarki Ármannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 24. febrúar 2016 10:30 Vigdís Hrefna í hlutverki sínu í Hleyptu þeim rétta inn í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Friðrik Þór Vigdís Hrefna Pálsdóttir er ristarbrotin á vinstri fæti og með tvöfalt hælbrot á hægri fæti eftir hátt fall á stóra sviðinu fyrir framan fjölmennan sal á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Vigdís Hrefna var á bráðadeild Landspítalans að bíða eftir fundi með bæklunarlækni þegar Vísir náði af henni tali í morgun. „Ég er að bíða eftir lækninum til að fá að vita hvort ég sé að fara í aðgerð,“ segir Vigdís Hrefna sem átti að fara með aðalhlutverkið í sýningunni Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýna átti annað kvöld, fimmtudagskvöld. Ljóst er að ekkert verður af frumsýningunni. Um er að ræða vampírudrama þar sem Vigdís Hrefna fer með hlutverk tólf ára vampíru.Vigdís klifrar niður úr trénu í leikritinu og lætur sig falla til jarðar. Á sviðinu með Vigdísi er Sigurður Þór Óskarsson .Vísir/Friðrik ÞórÓhuggulegt að sjá þetta Vigdís Hrefna segist vel muna eftir slysinu í gær. Hún hafi haldið í efsta hluta leikmyndarinnar í nokkurra metra hæð og verið að færa til hendurnar, með myrru á höndunum til að auka gripið, þegar hún féll. Vigdís var ekki í línu en vill ekki meina að öryggisatriðum hafi verið ábótavant. „Þetta var mér að kenna,“ segir Vigdís Hrefna. Hún segir sem betur fer vera í lagi með höfuðið. „Eins langt og það nær,“ segir hún og grínast. Ljóst sé að þátttöku hennar í leikritinu sé lokið, í bili að minnsta kosti. „Ég er enn að reyna að átta mig á þessu,“ segir Vigdís. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri sagði í viðtali í Bítinu í morgun að fjölmenni hefði orðið vitni að slysinu. „Það var nánast fullt hús af fólki og það er óhuggulegt að sjá þetta,“ segir Ari. „Fólk í salnum veit ekkert hvað hefur gerst þegar dregið er fyrir og sér fyrir sér mikið alvarlegra slys en í raun varð, sem betur fer.“Sigurður Þór Óskarsson og Ari Marrhíasson þjóðleikhússtjóri gáfu blóð er bíll Blóðbankans stansaði fyrir utan þjóðleikhúsið í fyrradag.Vísir/Anton BrinkVelta fyrir sér að fresta fram á haust Tveir læknar voru meðal áhorfenda og önnuðust Vigdísi þar til að sjúkrabíll mætti á svæðið. „Hún hefur það eftir atvikum gott. Eins gott og maður getur haft það þegar maður er búinn að brjóta á sér lappirnar.“ Ljóst er að ekkert verður af frumsýningu leikritsins og óvíst hvert framhaldið verði. „Við erum að athuga hvað við gerum, hvort við frestum og setjum inn nýja leikkonu eða hvort við frestum þessu bara til haustsins. Því Vigdís Hrefna er alveg stórkostleg í þessu og er aðalleikonan og andlit sýningarinnar.“ Ari segir mikla vinnu hafa verið lagða í að tryggja öryggi leikaranna í sýningunni. Sérstakur þjálfari hafi til að mynda verið fenginn til að kenna leikurunum klifur og Vigdís hafi gert þetta margoft áður en slysið átti sér stað. Að neðan má sjá innslag Íslands í dag frá því á mánudagskvöld þegar tekið var hús á leikstjóranum Selmu Björnsdóttur og öðrum þátttakendum í Hleyptu þeim rétta inn. Tengdar fréttir Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01 Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Vigdís Hrefna Pálsdóttir er ristarbrotin á vinstri fæti og með tvöfalt hælbrot á hægri fæti eftir hátt fall á stóra sviðinu fyrir framan fjölmennan sal á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Vigdís Hrefna var á bráðadeild Landspítalans að bíða eftir fundi með bæklunarlækni þegar Vísir náði af henni tali í morgun. „Ég er að bíða eftir lækninum til að fá að vita hvort ég sé að fara í aðgerð,“ segir Vigdís Hrefna sem átti að fara með aðalhlutverkið í sýningunni Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýna átti annað kvöld, fimmtudagskvöld. Ljóst er að ekkert verður af frumsýningunni. Um er að ræða vampírudrama þar sem Vigdís Hrefna fer með hlutverk tólf ára vampíru.Vigdís klifrar niður úr trénu í leikritinu og lætur sig falla til jarðar. Á sviðinu með Vigdísi er Sigurður Þór Óskarsson .Vísir/Friðrik ÞórÓhuggulegt að sjá þetta Vigdís Hrefna segist vel muna eftir slysinu í gær. Hún hafi haldið í efsta hluta leikmyndarinnar í nokkurra metra hæð og verið að færa til hendurnar, með myrru á höndunum til að auka gripið, þegar hún féll. Vigdís var ekki í línu en vill ekki meina að öryggisatriðum hafi verið ábótavant. „Þetta var mér að kenna,“ segir Vigdís Hrefna. Hún segir sem betur fer vera í lagi með höfuðið. „Eins langt og það nær,“ segir hún og grínast. Ljóst sé að þátttöku hennar í leikritinu sé lokið, í bili að minnsta kosti. „Ég er enn að reyna að átta mig á þessu,“ segir Vigdís. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri sagði í viðtali í Bítinu í morgun að fjölmenni hefði orðið vitni að slysinu. „Það var nánast fullt hús af fólki og það er óhuggulegt að sjá þetta,“ segir Ari. „Fólk í salnum veit ekkert hvað hefur gerst þegar dregið er fyrir og sér fyrir sér mikið alvarlegra slys en í raun varð, sem betur fer.“Sigurður Þór Óskarsson og Ari Marrhíasson þjóðleikhússtjóri gáfu blóð er bíll Blóðbankans stansaði fyrir utan þjóðleikhúsið í fyrradag.Vísir/Anton BrinkVelta fyrir sér að fresta fram á haust Tveir læknar voru meðal áhorfenda og önnuðust Vigdísi þar til að sjúkrabíll mætti á svæðið. „Hún hefur það eftir atvikum gott. Eins gott og maður getur haft það þegar maður er búinn að brjóta á sér lappirnar.“ Ljóst er að ekkert verður af frumsýningu leikritsins og óvíst hvert framhaldið verði. „Við erum að athuga hvað við gerum, hvort við frestum og setjum inn nýja leikkonu eða hvort við frestum þessu bara til haustsins. Því Vigdís Hrefna er alveg stórkostleg í þessu og er aðalleikonan og andlit sýningarinnar.“ Ari segir mikla vinnu hafa verið lagða í að tryggja öryggi leikaranna í sýningunni. Sérstakur þjálfari hafi til að mynda verið fenginn til að kenna leikurunum klifur og Vigdís hafi gert þetta margoft áður en slysið átti sér stað. Að neðan má sjá innslag Íslands í dag frá því á mánudagskvöld þegar tekið var hús á leikstjóranum Selmu Björnsdóttur og öðrum þátttakendum í Hleyptu þeim rétta inn.
Tengdar fréttir Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01 Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01
Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00