Búvörusamningurinn verðtryggður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. febrúar 2016 13:35 Frá undirritun búvörusamninga. Mynd/Atvinnuvegaráðuneytið Nýr búvörusamningur er verðtryggður og uppfærast fjárhæðir í samningnum í samræmi við verðlagsuppfærslur fjárlaga hvers árs. Verði meðalvísitala neysluverðs önnur en verðlagsuppfærsla fjárlaganna á að leiðrétta í fjárlögum næsta árs á eftir. Samningurinn á því að fylgja verðlagsþróun.Kindur á leið af fjalli.vísir/gvaÞetta kemur fram í rammasamningi búvörusamningsins, sem síðan er skiptur niður í þrjá aðra hluti sem taka á sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Samningurinn hefur sætt talsverðri gagnrýni en hann er til tíu ára og gerir ráð fyrir auknum framlögum ríkisins til bænda.Á móti verðtrygginguFramsóknarflokkurinn, flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra, er einn harðasti andstæðingur verðtryggingar á Íslandi. Eitt af helstu kosningaloforðum flokksins fyrir síðustu kosningar var að verðtrygging yrði afnumin á Íslandi. Lítið hefur þó þokast í átt að afnámi verðtryggingar og eru óbreyttir þingmenn flokksins orðnir langeygir eftir tillögum um breytingar. Í nýlegri fréttaskýringu Vísis kom fram að þingmenn hefðu rætt sín á milli að flytja sjálfir frumvarp um málið og gefast upp á biðinni eftir tillögum stjórnarinnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, gaf til kynna í þættinum Stjórnmálavísi 4. febrúar síðastliðinn að ekki væri full samstaða um afnámið innan ríkisstjórnarflokkanna. „Svo að maður sé alveg hreinskilinn þá held ég að það sé ekki sérstaklega mikill áhugi hjá samstarfsflokknum að afnema verðtryggingu,“ sagði hann. Umdeildur samningur Viðskiptaráð hvatti í dag Alþingi til að hafna samningum og sögðu að þröngir skammtímahagsmunir hafi verið hafðir að leiðarljósi í stað heildarhagsmuna við gerð samninganna. Endurskoðunarákvæði samninganna gætu þá aðeins leitt til aukinna niðurgreiðslna til landbúnaðarins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hefur sagt samninginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausan fjáraustur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir hins vegar að verið sé að leitast við að bæta starfsaðstöðu bænda og gera þeim kleift að sækja fram. Sérstök umræða verður um samninginn á Alþingi síðdegis í dag. Þingfundur hefst klukkan 15.00 á umræðum um störf þingsins en að þeim loknum tekur umræðan um búvörusamninginn við. Búvörusamningar Garðyrkja Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Nýr búvörusamningur er verðtryggður og uppfærast fjárhæðir í samningnum í samræmi við verðlagsuppfærslur fjárlaga hvers árs. Verði meðalvísitala neysluverðs önnur en verðlagsuppfærsla fjárlaganna á að leiðrétta í fjárlögum næsta árs á eftir. Samningurinn á því að fylgja verðlagsþróun.Kindur á leið af fjalli.vísir/gvaÞetta kemur fram í rammasamningi búvörusamningsins, sem síðan er skiptur niður í þrjá aðra hluti sem taka á sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Samningurinn hefur sætt talsverðri gagnrýni en hann er til tíu ára og gerir ráð fyrir auknum framlögum ríkisins til bænda.Á móti verðtrygginguFramsóknarflokkurinn, flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra, er einn harðasti andstæðingur verðtryggingar á Íslandi. Eitt af helstu kosningaloforðum flokksins fyrir síðustu kosningar var að verðtrygging yrði afnumin á Íslandi. Lítið hefur þó þokast í átt að afnámi verðtryggingar og eru óbreyttir þingmenn flokksins orðnir langeygir eftir tillögum um breytingar. Í nýlegri fréttaskýringu Vísis kom fram að þingmenn hefðu rætt sín á milli að flytja sjálfir frumvarp um málið og gefast upp á biðinni eftir tillögum stjórnarinnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, gaf til kynna í þættinum Stjórnmálavísi 4. febrúar síðastliðinn að ekki væri full samstaða um afnámið innan ríkisstjórnarflokkanna. „Svo að maður sé alveg hreinskilinn þá held ég að það sé ekki sérstaklega mikill áhugi hjá samstarfsflokknum að afnema verðtryggingu,“ sagði hann. Umdeildur samningur Viðskiptaráð hvatti í dag Alþingi til að hafna samningum og sögðu að þröngir skammtímahagsmunir hafi verið hafðir að leiðarljósi í stað heildarhagsmuna við gerð samninganna. Endurskoðunarákvæði samninganna gætu þá aðeins leitt til aukinna niðurgreiðslna til landbúnaðarins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hefur sagt samninginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausan fjáraustur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir hins vegar að verið sé að leitast við að bæta starfsaðstöðu bænda og gera þeim kleift að sækja fram. Sérstök umræða verður um samninginn á Alþingi síðdegis í dag. Þingfundur hefst klukkan 15.00 á umræðum um störf þingsins en að þeim loknum tekur umræðan um búvörusamninginn við.
Búvörusamningar Garðyrkja Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira