Telur niðurstöðuna brjóta gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu Höskuldur Kári Schram skrifar 24. febrúar 2016 19:42 Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu. Þau Nazmie og Skender Dega komu hingað til lands, ásamt börnunum sínum þremur, um mitt síðasta ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli í októbermánuði síðastliðnum og í janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá niðurstöðu. Málinu hefur verið skotið til dómstóla og óskaði lögmaður þeirra eftir því að þau fengju að vera áfram hér á landi á meðan á málarekstri stendur. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað í morgun. Björg Valgeirsdóttir lögmaður þeirra segir að með þessu sé verið að brjóta á rétti þeirri til að vera viðstödd réttarhöld í eigin máli. „Ég tel skýrt að þetta sé ákvörðun sem brýtur gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu," segir Björg. Hún segir að þetta sé afar slæm niðurstaða fyrir fjölskylduna. „Vegna þessa að þeirra bíður ekkert annað en að vera send heim. Bókstaflega er tekið svo til orða í úrskurðinum að þau geti notast við fjarskiptabúnað í málflutningi en það hefur ekki sama vægi að tala í síma fyrir dómi eins og að mæta í eigin persónu,“ segir Björg. Fjölskyldan óttast pólitískar ofsóknir í heimalandi sínu en Björg segir að hægt hefði verið að veita þeim hæli hér á landi af mannúðarástæðum. „Það vantar bara vilja og hugrekki til að beita mannréttindaákvæðum sem eiga við í málinu. Það eru fyrir hendi skilyrði í lögum til að veita þeim hæli af mannúðarástæðum,“ segir Björg. Þegar fjölskyldan fékk tíðindin í morgun var verið að undirbúa ellefu ára afmæli yngri sonarins en hann er í Lækjarskóla í Hafnarfirði og æfir fótbolta með FH. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir beiðni um að fjölskyldan fái hæli hér á landi þar á meðal kennarar og samnemendur Joniada Dega sem stundar nám við Flensborgarskóla. „Það er erfitt fyrir okkur að trúa þessari ákvörðun. Ekki bara fyrir mig heldur alla fjölskylduna. Sérstaklega litli bróðir minn, Viken, hann á afmæli í dag. Það var mjög erfitt fyrir hann að fá svona gjöf,“ segir Joniada Dega. Hildur Þorsteinsdóttir vinur fjölskyldunnar óttast um heilsu elsta sonarins sem glímir við geðklofa. „Honum hefur farið svo mikið fram hér og þrífst hér. Hann mun ekki gera það úti. Ég ætla bara að gerast svo djörf að segja það sem aðrir kannski geta ekki sagt. Hann vill ekki fara frekar en þau. Og hann vill frekar deyja á Íslandi heldur en fara aftur til Albaníu,“ segir Hildur. Flóttamenn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu. Þau Nazmie og Skender Dega komu hingað til lands, ásamt börnunum sínum þremur, um mitt síðasta ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli í októbermánuði síðastliðnum og í janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá niðurstöðu. Málinu hefur verið skotið til dómstóla og óskaði lögmaður þeirra eftir því að þau fengju að vera áfram hér á landi á meðan á málarekstri stendur. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað í morgun. Björg Valgeirsdóttir lögmaður þeirra segir að með þessu sé verið að brjóta á rétti þeirri til að vera viðstödd réttarhöld í eigin máli. „Ég tel skýrt að þetta sé ákvörðun sem brýtur gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu," segir Björg. Hún segir að þetta sé afar slæm niðurstaða fyrir fjölskylduna. „Vegna þessa að þeirra bíður ekkert annað en að vera send heim. Bókstaflega er tekið svo til orða í úrskurðinum að þau geti notast við fjarskiptabúnað í málflutningi en það hefur ekki sama vægi að tala í síma fyrir dómi eins og að mæta í eigin persónu,“ segir Björg. Fjölskyldan óttast pólitískar ofsóknir í heimalandi sínu en Björg segir að hægt hefði verið að veita þeim hæli hér á landi af mannúðarástæðum. „Það vantar bara vilja og hugrekki til að beita mannréttindaákvæðum sem eiga við í málinu. Það eru fyrir hendi skilyrði í lögum til að veita þeim hæli af mannúðarástæðum,“ segir Björg. Þegar fjölskyldan fékk tíðindin í morgun var verið að undirbúa ellefu ára afmæli yngri sonarins en hann er í Lækjarskóla í Hafnarfirði og æfir fótbolta með FH. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir beiðni um að fjölskyldan fái hæli hér á landi þar á meðal kennarar og samnemendur Joniada Dega sem stundar nám við Flensborgarskóla. „Það er erfitt fyrir okkur að trúa þessari ákvörðun. Ekki bara fyrir mig heldur alla fjölskylduna. Sérstaklega litli bróðir minn, Viken, hann á afmæli í dag. Það var mjög erfitt fyrir hann að fá svona gjöf,“ segir Joniada Dega. Hildur Þorsteinsdóttir vinur fjölskyldunnar óttast um heilsu elsta sonarins sem glímir við geðklofa. „Honum hefur farið svo mikið fram hér og þrífst hér. Hann mun ekki gera það úti. Ég ætla bara að gerast svo djörf að segja það sem aðrir kannski geta ekki sagt. Hann vill ekki fara frekar en þau. Og hann vill frekar deyja á Íslandi heldur en fara aftur til Albaníu,“ segir Hildur.
Flóttamenn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent