Gefa sjúklingum meira val Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2016 15:12 Rekstur þriggja nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra sem kynntar voru í morgun. Ráðherra segir að með þessu sé verið að innleiða fleiri rekstrarform innan heilsugæslunnar og aðgengi sjúklinga að þjónustunni muni aukast. Starfræktar eru sautján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þar af eru tvær reknar af einkaaðilum. Engin ný heilsugæslustöð hefur verið opnuð á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað um tuttugu þúsund. Tillögurnar sem kynntar voru í morgun gera ráð fyrir að fjármagn fylgi sjúklingum. Til dæmis ef þeir kjósa að færa sig á milli heilsugæslustöðva. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að markmiðið með þessum tillögum sé að styrkja heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu.Gjörbreyta fjármögnunarlíkani „Byrja að vinna okkur upp úr þeirri stöðu sem að hún er í. Í ljósi þess að hér hefur fjölgað á síðustu tíu árum um tuttugu þúsund manns, án þess að ný heilsugæslustöð hafi komið til, er augljóst að við þurfum að gera þetta. Við erum að taka fyrstu skrefin í þá veru með þeim hætti að láta í rauninni sjúklinga hafa meira val um hvar þeir sækja þjónustu. Það gerum við á grunni þess að við gjörbreytum fjármögnunarlíkani starfsemi heilsugæslustöðva,“ sagði Kristján í fréttum Bylgjunnar. Hann segir að sjúklingar þurfi ekki að greiða hærra gjald fyrir þjónustu og þá verði einkareknum heilsugæslustöðvum bannað að greiða út arð til eigenda. Kristján vonast til þess að hægt verði að bjóða út rekstur nýju heilsugæslustöðvanna á þessu ári. Aðspurður hvað þetta muni kosta ríkissjóð segir Kristján að það verði ekki meira en séu á fjárlögum á þessu ári. „Við eru með beinar fjárveitingar inn í heilsugæsluna um tæpan 6,1 milljarð. Við gerum ráð fyrir því að það sem út úr þessu kemur eftir útboð komi til rekstrar ný heilsugæslustöð eða stöðvar í haust og fjármögnun þeirra er tryggð út árið.“ BSRB sendi frá sér tilkynningu í morgun, sem byggir á ályktun stjórnar bandalagsins frá því í desember. Þar er segist stjórnin andsnúin einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggjast alfarið gegn áformum um einkavæðingu Stjórn BSRB segir heilsu fólks og heilbrigði ekki geta orðið eins og aðrar vörur á markaði. 25. febrúar 2016 11:29 Eigendum óheimilt að greiða sér arð Nýtt fyrirkomulag heilsugæslunnar verður kynnt í dag. Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Rekstur þriggja nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra sem kynntar voru í morgun. Ráðherra segir að með þessu sé verið að innleiða fleiri rekstrarform innan heilsugæslunnar og aðgengi sjúklinga að þjónustunni muni aukast. Starfræktar eru sautján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þar af eru tvær reknar af einkaaðilum. Engin ný heilsugæslustöð hefur verið opnuð á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað um tuttugu þúsund. Tillögurnar sem kynntar voru í morgun gera ráð fyrir að fjármagn fylgi sjúklingum. Til dæmis ef þeir kjósa að færa sig á milli heilsugæslustöðva. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að markmiðið með þessum tillögum sé að styrkja heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu.Gjörbreyta fjármögnunarlíkani „Byrja að vinna okkur upp úr þeirri stöðu sem að hún er í. Í ljósi þess að hér hefur fjölgað á síðustu tíu árum um tuttugu þúsund manns, án þess að ný heilsugæslustöð hafi komið til, er augljóst að við þurfum að gera þetta. Við erum að taka fyrstu skrefin í þá veru með þeim hætti að láta í rauninni sjúklinga hafa meira val um hvar þeir sækja þjónustu. Það gerum við á grunni þess að við gjörbreytum fjármögnunarlíkani starfsemi heilsugæslustöðva,“ sagði Kristján í fréttum Bylgjunnar. Hann segir að sjúklingar þurfi ekki að greiða hærra gjald fyrir þjónustu og þá verði einkareknum heilsugæslustöðvum bannað að greiða út arð til eigenda. Kristján vonast til þess að hægt verði að bjóða út rekstur nýju heilsugæslustöðvanna á þessu ári. Aðspurður hvað þetta muni kosta ríkissjóð segir Kristján að það verði ekki meira en séu á fjárlögum á þessu ári. „Við eru með beinar fjárveitingar inn í heilsugæsluna um tæpan 6,1 milljarð. Við gerum ráð fyrir því að það sem út úr þessu kemur eftir útboð komi til rekstrar ný heilsugæslustöð eða stöðvar í haust og fjármögnun þeirra er tryggð út árið.“ BSRB sendi frá sér tilkynningu í morgun, sem byggir á ályktun stjórnar bandalagsins frá því í desember. Þar er segist stjórnin andsnúin einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggjast alfarið gegn áformum um einkavæðingu Stjórn BSRB segir heilsu fólks og heilbrigði ekki geta orðið eins og aðrar vörur á markaði. 25. febrúar 2016 11:29 Eigendum óheimilt að greiða sér arð Nýtt fyrirkomulag heilsugæslunnar verður kynnt í dag. Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Leggjast alfarið gegn áformum um einkavæðingu Stjórn BSRB segir heilsu fólks og heilbrigði ekki geta orðið eins og aðrar vörur á markaði. 25. febrúar 2016 11:29
Eigendum óheimilt að greiða sér arð Nýtt fyrirkomulag heilsugæslunnar verður kynnt í dag. Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar. 25. febrúar 2016 07:00