Lögreglan biður Hafnfirðinga um að sýna stillingu Ásgeir Erlendsson skrifar 25. febrúar 2016 20:31 Töluverður ótti hefur skapast á meðal íbúa Hafnarfjarðar eftir að fréttir bárust af því á mánudag að maður hafi ráðist öðru sinni gegn konu á heimili hennar í Móabarði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að halda ró sinni og treysta lögreglu til að tryggja öryggi borgaranna. „Við finnum það að það er mikill ótti hjá fólki sem skiljanlegt er. Það er að bregðast við með að safna sér einhverjum áhöldum eða bareflum jafnvel til þess að taka á móti einhverri ógn sem við teljum ekki vera. Fólk er að draga niður, slökkva ljós og svarar ekki dyrabjöllum þegar ættingjar eða vinir eru að koma,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Rannsókn málsins er í fullum gangi en lögreglan getur lítið tjáð sig um einstaka atriði þar sem hún er á viðkvæmu stigi en lögreglan vill þó koma þessum upplýsingum til almennings: „Sýna stillingu og lögreglan meti það þannig að það er ekki ástæða til að fara út í svona aðgerðir hjá fólki. Ef að lögreglan telur um einhverja almannahættu eða að fjölskyldur, einstaklingar eða hópar séu í einhverri hættu þá bregðumst við við því með einhverjum ráðstöfunum, með auknu eftirliti eða höfum samskipti við fólkið sem um ræðir.“ Ýmsar sögusagnir hafa farið af stað um málið sem eru víðs fjarri sannleikanum og Margeir segir mikilvægt að lögreglan haldi almenningi upplýstum. „Það er skiljanlegt að fólk er óttaslegið og að sjálfsögðu þarf lögreglan að grípa fyrr inn í. Við stjórnum kannski ekki umfjölluninni nema þá að grípa inn og koma upplýsingum til fólks og reyna svona aðeins að halda öllum upplýstum.“ Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Töluverður ótti hefur skapast á meðal íbúa Hafnarfjarðar eftir að fréttir bárust af því á mánudag að maður hafi ráðist öðru sinni gegn konu á heimili hennar í Móabarði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að halda ró sinni og treysta lögreglu til að tryggja öryggi borgaranna. „Við finnum það að það er mikill ótti hjá fólki sem skiljanlegt er. Það er að bregðast við með að safna sér einhverjum áhöldum eða bareflum jafnvel til þess að taka á móti einhverri ógn sem við teljum ekki vera. Fólk er að draga niður, slökkva ljós og svarar ekki dyrabjöllum þegar ættingjar eða vinir eru að koma,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Rannsókn málsins er í fullum gangi en lögreglan getur lítið tjáð sig um einstaka atriði þar sem hún er á viðkvæmu stigi en lögreglan vill þó koma þessum upplýsingum til almennings: „Sýna stillingu og lögreglan meti það þannig að það er ekki ástæða til að fara út í svona aðgerðir hjá fólki. Ef að lögreglan telur um einhverja almannahættu eða að fjölskyldur, einstaklingar eða hópar séu í einhverri hættu þá bregðumst við við því með einhverjum ráðstöfunum, með auknu eftirliti eða höfum samskipti við fólkið sem um ræðir.“ Ýmsar sögusagnir hafa farið af stað um málið sem eru víðs fjarri sannleikanum og Margeir segir mikilvægt að lögreglan haldi almenningi upplýstum. „Það er skiljanlegt að fólk er óttaslegið og að sjálfsögðu þarf lögreglan að grípa fyrr inn í. Við stjórnum kannski ekki umfjölluninni nema þá að grípa inn og koma upplýsingum til fólks og reyna svona aðeins að halda öllum upplýstum.“
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00
Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33
Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23