Liverpool og Manchester United mætast í Evrópudeildinni | Sjáið allan dráttinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2016 12:15 Jürgen Klopp og Louis van Gaal geta mæst í 16 liða úrslitunum. vísir/getty Ensku liðin Manchester United og Liverpool drógust saman þegar dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í hádeginu í dag. Leikir Manchester United og Liverpool verða án efa stórleikir sextán liða úrslitanna en fyrri leikurinn fer fram á Anfield í Liverpool en sá síðari á Old Trafford í Manchester. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, sem hefur stýrt United til sigurs í öllum fjórum deildarleikjum sínum á móti Liverpool. Þetta verður í fyrsta sinn sem þessir miklu erkifjendur mætast í Evrópukeppni og það verða því margir með augun á þessum spennandi slag ensku liðanna. Hitt enska liðið í pottinum, Tottenham lenti á móti þýska liðinu Borussia Dortmund og fær seinni leikinn á White Hart Lane. Það verða líka frábærar viðureignir. Birkir Bjarnason og félagar í Basel eiga möguleika á því að spila úrslitaleikinn á heimavelli en þeir drógust á móti spænska liðinu Sevilla sem hefur unnið Evrópudeildina tvö undanfarin ár. Það verður einn spænskur slagur því Valencia og Athletic Bilbao drógust saman. Leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 10. og 17. mars næstkomandi en 32 liða úrslitin kláruðust í gær. Liðin stefna öll að komast í úrslitaleikinn á St. Jakob-Park leikvanginum í Basel 18. maí.Liðin sem mætast í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar: Shakhtar Donetsk (Úkraínu) - Anderlecht (Belgía) Basel (Sviss) - Sevilla (Spánn) Villarreal (Spánn) - Leverkusen (Þýskaland) Athletic Bilbao (Spánn) - Valencia (Spánn) Liverpool (England) - Manchester United (England) Sparta Prag (Tékkland) - Lazio (Ítalía) Dortmund (Þýskaland) - Tottenham (England) Fenerbahce (Tyrkland) - Braga (Portúgal)Tweets by @VisirSport Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Ensku liðin Manchester United og Liverpool drógust saman þegar dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í hádeginu í dag. Leikir Manchester United og Liverpool verða án efa stórleikir sextán liða úrslitanna en fyrri leikurinn fer fram á Anfield í Liverpool en sá síðari á Old Trafford í Manchester. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, sem hefur stýrt United til sigurs í öllum fjórum deildarleikjum sínum á móti Liverpool. Þetta verður í fyrsta sinn sem þessir miklu erkifjendur mætast í Evrópukeppni og það verða því margir með augun á þessum spennandi slag ensku liðanna. Hitt enska liðið í pottinum, Tottenham lenti á móti þýska liðinu Borussia Dortmund og fær seinni leikinn á White Hart Lane. Það verða líka frábærar viðureignir. Birkir Bjarnason og félagar í Basel eiga möguleika á því að spila úrslitaleikinn á heimavelli en þeir drógust á móti spænska liðinu Sevilla sem hefur unnið Evrópudeildina tvö undanfarin ár. Það verður einn spænskur slagur því Valencia og Athletic Bilbao drógust saman. Leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 10. og 17. mars næstkomandi en 32 liða úrslitin kláruðust í gær. Liðin stefna öll að komast í úrslitaleikinn á St. Jakob-Park leikvanginum í Basel 18. maí.Liðin sem mætast í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar: Shakhtar Donetsk (Úkraínu) - Anderlecht (Belgía) Basel (Sviss) - Sevilla (Spánn) Villarreal (Spánn) - Leverkusen (Þýskaland) Athletic Bilbao (Spánn) - Valencia (Spánn) Liverpool (England) - Manchester United (England) Sparta Prag (Tékkland) - Lazio (Ítalía) Dortmund (Þýskaland) - Tottenham (England) Fenerbahce (Tyrkland) - Braga (Portúgal)Tweets by @VisirSport
Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira