Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ kolbeinn tumi daðason skrifar 26. febrúar 2016 15:31 Frá Reynisfjöru á dögunum. Vísir/Friðrik Þór Á hverjum tímapunkti á degi hverjum eru 100-200 erlendir ferðamenn í Reynisfjöru. Fólk lenti í lífsháska í fjörunni í gær og ástandið í dag var litlu skárra. Leiðsögumaður á svæðinu segist einfaldlega fá skammir þegar hann geri athugasemdir við háttalag fólks sem hættir sér of nærri sjónum. „Maður fær bara skammir,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður í samtali við Vísi. Hann kom hópi ferðamanna til bjargar í gær og hefur verið í fjörunni í dag sömuleiðis. Ástæðuna fyrir því að hann fái skammir segir hann vera þá að hann sé ekki lögreglumaður og hafi ekki leyfi til handtöku. Hermann útskýrir að flóra ferðamanna sem nú sækir landið heim og hefur gert undanfarin misseri sé allt annars eðlis en fyrri samsetning. Fyrir tíu árum hefði mátt flokka erlenda ferðamenn sem landkönnuði, við tók massatúrismi en í dag sé skipulagður massatúrismi. Þannig séu ferðamenn hættir að kynna sér land og þjóð fyrir komuna hingað. Það sé meira þannig að fólk fresti ferð til Benedorm og ætli að skella sér til Íslands í staðinn „Þegar þú ferð til Benedorm og sérð sól og sand hugsarðu bara: „Hiti, ég, úti, baða mig,“ segir Hermann. Það sé alveg eins um þá sem komi til Íslands þessa dagana. Lággjaldaflugfélögin fljúgi hingað í auknum mæli og þetta fylgi því. „Þekkingarskorturinn er algjör.“Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirLeið eins og einmana smala á fjalli Hermann var á fleygiferð með ferðamenn í dag og sagði tíu til tuttugu rútur af ferðamönnum í Reynisfjöru yfir daginn hverju sinni. Auk þess ferðamenn á eigin vegum. Engu virðist skipta þótt komið hafi verið upp nýjum skiltum í gær. „Skiltin eru góðra gjalda verð en þetta er bara svo lítið,“ segir Hermann. Fólk strunsi framhjá skiltunum og svo sé það komið niður í fjöru. Þar hafi honum liðið eins og smalastrák. „Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann. „Þetta er eins og að fara til fjalla að smala og vera einn.“ Hermann telur að aðilar sem koma að stýringu ferðamála hér á landi séu búnir að missa tökin á ferðamannafjöldanum. Þau geri sér ekki grein fyrir því hvað sé að gerast með ferðamennina og bendir á Íslandsstofu og Ferðamálaráð sem dæmi. „Við erum komin inn í algjört brjálæði,“ segir Hermann og telur ekkert duga nema gæslu á svæðinu.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í viðtali við Reykjavík síðdegis að fólk eigi ekki að geta komist hjá því að sjá skiltin. Viðtalið við Svein Kristján má sjá að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Á hverjum tímapunkti á degi hverjum eru 100-200 erlendir ferðamenn í Reynisfjöru. Fólk lenti í lífsháska í fjörunni í gær og ástandið í dag var litlu skárra. Leiðsögumaður á svæðinu segist einfaldlega fá skammir þegar hann geri athugasemdir við háttalag fólks sem hættir sér of nærri sjónum. „Maður fær bara skammir,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður í samtali við Vísi. Hann kom hópi ferðamanna til bjargar í gær og hefur verið í fjörunni í dag sömuleiðis. Ástæðuna fyrir því að hann fái skammir segir hann vera þá að hann sé ekki lögreglumaður og hafi ekki leyfi til handtöku. Hermann útskýrir að flóra ferðamanna sem nú sækir landið heim og hefur gert undanfarin misseri sé allt annars eðlis en fyrri samsetning. Fyrir tíu árum hefði mátt flokka erlenda ferðamenn sem landkönnuði, við tók massatúrismi en í dag sé skipulagður massatúrismi. Þannig séu ferðamenn hættir að kynna sér land og þjóð fyrir komuna hingað. Það sé meira þannig að fólk fresti ferð til Benedorm og ætli að skella sér til Íslands í staðinn „Þegar þú ferð til Benedorm og sérð sól og sand hugsarðu bara: „Hiti, ég, úti, baða mig,“ segir Hermann. Það sé alveg eins um þá sem komi til Íslands þessa dagana. Lággjaldaflugfélögin fljúgi hingað í auknum mæli og þetta fylgi því. „Þekkingarskorturinn er algjör.“Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirLeið eins og einmana smala á fjalli Hermann var á fleygiferð með ferðamenn í dag og sagði tíu til tuttugu rútur af ferðamönnum í Reynisfjöru yfir daginn hverju sinni. Auk þess ferðamenn á eigin vegum. Engu virðist skipta þótt komið hafi verið upp nýjum skiltum í gær. „Skiltin eru góðra gjalda verð en þetta er bara svo lítið,“ segir Hermann. Fólk strunsi framhjá skiltunum og svo sé það komið niður í fjöru. Þar hafi honum liðið eins og smalastrák. „Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann. „Þetta er eins og að fara til fjalla að smala og vera einn.“ Hermann telur að aðilar sem koma að stýringu ferðamála hér á landi séu búnir að missa tökin á ferðamannafjöldanum. Þau geri sér ekki grein fyrir því hvað sé að gerast með ferðamennina og bendir á Íslandsstofu og Ferðamálaráð sem dæmi. „Við erum komin inn í algjört brjálæði,“ segir Hermann og telur ekkert duga nema gæslu á svæðinu.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í viðtali við Reykjavík síðdegis að fólk eigi ekki að geta komist hjá því að sjá skiltin. Viðtalið við Svein Kristján má sjá að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51
Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00
Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38