Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2016 09:00 Tveir karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í gæsluvarðhald á föstudaginn vegna gruns um aðild að umfangsmiklum peningaþvætti. Vísir/GVA Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn vegna gruns um aðild að umfangsmiklu misferli með peninga. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Heildarupphæðin sem um ræðir er í kringum 50 milljónir króna og teygir hluti málsins sig út fyrir landsteinana. Samkvæmt heimildum Vísis snýr rannsóknin meðal annars að peningaþvætti með millifærslum á milli landa. Í liðinni viku mun ein slík færsla hafa þótt grunsamleg og verið flögguð í bankakerfinu. Í framhaldinu var lögreglu gert viðvart, bankareikningum viðkomandi lokað og fólk boðað til skýrslutöku. Fólkið var svo úrskurðað í gæsluvarðhald á föstudaginn á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þau verða að óbreyttu í einangrun í viku eða fram á fimmtudag.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill bæta úr veikum vörnum gegn peningaþvætti.Vísir/GVAVeikar varnir gegn peningaþvætti á ÍslandiÓlafur Þór sagði í viðtali í Fréttablaðinu í janúar að Ísland þyrfti að standa sig betur í aðgerðum gegn peningaþvætti. Varnirnar hér á landi væru of litlar. Borist hefðu athugasemdir vegna of veikra varna Íslands frá framkvæmdahópnum Financial Action Task Force.Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum. Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn vegna gruns um aðild að umfangsmiklu misferli með peninga. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Heildarupphæðin sem um ræðir er í kringum 50 milljónir króna og teygir hluti málsins sig út fyrir landsteinana. Samkvæmt heimildum Vísis snýr rannsóknin meðal annars að peningaþvætti með millifærslum á milli landa. Í liðinni viku mun ein slík færsla hafa þótt grunsamleg og verið flögguð í bankakerfinu. Í framhaldinu var lögreglu gert viðvart, bankareikningum viðkomandi lokað og fólk boðað til skýrslutöku. Fólkið var svo úrskurðað í gæsluvarðhald á föstudaginn á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þau verða að óbreyttu í einangrun í viku eða fram á fimmtudag.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill bæta úr veikum vörnum gegn peningaþvætti.Vísir/GVAVeikar varnir gegn peningaþvætti á ÍslandiÓlafur Þór sagði í viðtali í Fréttablaðinu í janúar að Ísland þyrfti að standa sig betur í aðgerðum gegn peningaþvætti. Varnirnar hér á landi væru of litlar. Borist hefðu athugasemdir vegna of veikra varna Íslands frá framkvæmdahópnum Financial Action Task Force.Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.
Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira