Veikar varnir á Íslandi gegn peningaþvætti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. janúar 2016 07:00 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill bæta úr veikum vörnum gegn peningaþvætti. „Við stöndum okkur ekki vel, það hafa komið athugasemdir um frammistöðuna. Við þurfum að bæta úr þessu og ætlum að gera það,“ segir Ólafur Þór Hauksson, nýsettur héraðssaksóknari. Athugasemdirnar sem Ólafur Þór vísar í eru gerðar af Financial Action Task Force sem Ísland er aðili að. Það er alþjóðlegur framkvæmdahópur sem gefur út tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara tekur við tilkynningum á grunni laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Upplýsingarnar eru greindar og miðlað til viðeigandi yfirvalda. „Starfsemin fluttist yfir í sumar frá embætti ríkislögreglustjóra. Við bættum við tveimur starfsmönnum, Björn Halldórsson verður með skrifstofuna. Skrifstofan var séreining og verður það líka hér hjá embætti ríkissaksóknara, það er gerð rík krafa um það,“ segir Ólafur Þór Árið 2014 bárust ríkislögreglustjóra 453 peningaþvættistilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum. Samanlagðar fjárhæðir þeirra voru sex milljarðar króna. Árið 2011 voru tilkynningarnar 208, árið 2012 352 og árið 2013 voru þær 491. Fjórar tilkynningar frá erlendum peningaþvættisskrifstofum bárust 2014. Þá bárust 27 fyrirspurnir og önnur erindi frá Interpol og Egmont Group. Af fyrrnefndum 453 tilkynningum var 186 miðlað til lögreglu og embættis sérstaks saksóknara. Níu tilkynningar voru sendar til erlendra peningaþvættisskrifstofa. Algengust eru skattabrot og fjársvik, auðgunarbrot og fíkniefnamál. Í úttekt Financial Action Task Force á vörnum Íslands gegn peningaþvætti árið 2006 var lýst áhyggjum af virkni eftirlits. Ólafur Þór segir þessum alvarlegu athugasemdum ekki hafa verið fylgt nægilega eftir. Það standi til bóta. Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Við stöndum okkur ekki vel, það hafa komið athugasemdir um frammistöðuna. Við þurfum að bæta úr þessu og ætlum að gera það,“ segir Ólafur Þór Hauksson, nýsettur héraðssaksóknari. Athugasemdirnar sem Ólafur Þór vísar í eru gerðar af Financial Action Task Force sem Ísland er aðili að. Það er alþjóðlegur framkvæmdahópur sem gefur út tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara tekur við tilkynningum á grunni laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Upplýsingarnar eru greindar og miðlað til viðeigandi yfirvalda. „Starfsemin fluttist yfir í sumar frá embætti ríkislögreglustjóra. Við bættum við tveimur starfsmönnum, Björn Halldórsson verður með skrifstofuna. Skrifstofan var séreining og verður það líka hér hjá embætti ríkissaksóknara, það er gerð rík krafa um það,“ segir Ólafur Þór Árið 2014 bárust ríkislögreglustjóra 453 peningaþvættistilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum. Samanlagðar fjárhæðir þeirra voru sex milljarðar króna. Árið 2011 voru tilkynningarnar 208, árið 2012 352 og árið 2013 voru þær 491. Fjórar tilkynningar frá erlendum peningaþvættisskrifstofum bárust 2014. Þá bárust 27 fyrirspurnir og önnur erindi frá Interpol og Egmont Group. Af fyrrnefndum 453 tilkynningum var 186 miðlað til lögreglu og embættis sérstaks saksóknara. Níu tilkynningar voru sendar til erlendra peningaþvættisskrifstofa. Algengust eru skattabrot og fjársvik, auðgunarbrot og fíkniefnamál. Í úttekt Financial Action Task Force á vörnum Íslands gegn peningaþvætti árið 2006 var lýst áhyggjum af virkni eftirlits. Ólafur Þór segir þessum alvarlegu athugasemdum ekki hafa verið fylgt nægilega eftir. Það standi til bóta. Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira