Kaldasti vetur í tuttugu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 11:24 Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Vísir/Vilhelm Fara þarf aftur til ársins 1995 til að finna jafnkaldan vetur og verið hefur hér á landi síðustu mánuði en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þetta á bloggi sínu Hungurdiskum. Meðaltalið sem hann lítur til nær til desember, janúar og febrúar en það er veturinn er þessir þrír mánuðir samkvæmt árstíðaskiptingu alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Trausti segir að veturinn 2015 til 2016 verði að teljast frekar kaldur, sérstaklega þegar litið er til hitastigs inn til landsins. Í Reykjavík sé meðalhitinn þó nánast sá sami og í fyrra og nánast í meðallagi áranna frá 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðar en meðallag síðustu tíu ára. Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Í Reykjavík er meðalhitinn reyndar nánast sá sami og í fyrra og reyndar líka árið 2000 - nánast í meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur hins vegar verið öllu kaldara: „Meðalhiti alþjóðavetrarins er nú um -1,8 stigum undir meðallaginu 1961 til 1990 á Akureyri og -3,0 undir meðallagi síðustu tíu ára. - En í Grímsey er hiti +1,2 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og ekki nema -0,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Gætir hlýindanna miklu í norðurhöfum í Grímsey?“ segir Trausti á bloggi sínu. Að mati Trausta verður að telja mars til vetrarins hér á landi líka þó vissulega sé í lagi að reikna meðaltöl fyrir alþjóðaveturinn. Spurningin er því hvernig veðrið verður næsta mánuðinn en langtímaspár gera víst ekki ráð fyrir miklum hlýindum: „Sé að marka spár evrópureiknimiðstöðvarinnar verður enn kalt norðaustanlands næstu tíu daga - en nærri meðallagi á Suðvesturlandi. Spár enn lengra fram í tímann gera ekki ráð fyrir hlýindum.“ Veðurhorfur næstu daga eru hins vegar þessar samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og él, en léttir til á Norðaustur og Austurlandi þegar líður á daginn. Norðaustan 5-10 metrar á sekúndu í fyrramálið og áfram él sunnantil, en annars úrkomulítið. Vaxandi norðanátt þegar líður á daginn með éljum fyrir norðan, 8-18 metrar á sekúndu seint á morgun, hvassast á annesjum norðvestan til og styttir upp sunnanlands. Dregur úr vindi annað kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, en um frostmark um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig á morgun.Á miðvikudag:Norðvestan 8-15 metrar á sekúndu austanlands í fyrstu, annars hægari breytileg átt. Skýjað og stöku él norðaustantil, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á fimmtudag:Austlæg átt, víða 5-10 metrar á sekúndu, en hvassari syðst. Sums staðar él um landið sunnanvert, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fara þarf aftur til ársins 1995 til að finna jafnkaldan vetur og verið hefur hér á landi síðustu mánuði en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þetta á bloggi sínu Hungurdiskum. Meðaltalið sem hann lítur til nær til desember, janúar og febrúar en það er veturinn er þessir þrír mánuðir samkvæmt árstíðaskiptingu alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Trausti segir að veturinn 2015 til 2016 verði að teljast frekar kaldur, sérstaklega þegar litið er til hitastigs inn til landsins. Í Reykjavík sé meðalhitinn þó nánast sá sami og í fyrra og nánast í meðallagi áranna frá 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðar en meðallag síðustu tíu ára. Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Í Reykjavík er meðalhitinn reyndar nánast sá sami og í fyrra og reyndar líka árið 2000 - nánast í meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur hins vegar verið öllu kaldara: „Meðalhiti alþjóðavetrarins er nú um -1,8 stigum undir meðallaginu 1961 til 1990 á Akureyri og -3,0 undir meðallagi síðustu tíu ára. - En í Grímsey er hiti +1,2 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og ekki nema -0,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Gætir hlýindanna miklu í norðurhöfum í Grímsey?“ segir Trausti á bloggi sínu. Að mati Trausta verður að telja mars til vetrarins hér á landi líka þó vissulega sé í lagi að reikna meðaltöl fyrir alþjóðaveturinn. Spurningin er því hvernig veðrið verður næsta mánuðinn en langtímaspár gera víst ekki ráð fyrir miklum hlýindum: „Sé að marka spár evrópureiknimiðstöðvarinnar verður enn kalt norðaustanlands næstu tíu daga - en nærri meðallagi á Suðvesturlandi. Spár enn lengra fram í tímann gera ekki ráð fyrir hlýindum.“ Veðurhorfur næstu daga eru hins vegar þessar samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og él, en léttir til á Norðaustur og Austurlandi þegar líður á daginn. Norðaustan 5-10 metrar á sekúndu í fyrramálið og áfram él sunnantil, en annars úrkomulítið. Vaxandi norðanátt þegar líður á daginn með éljum fyrir norðan, 8-18 metrar á sekúndu seint á morgun, hvassast á annesjum norðvestan til og styttir upp sunnanlands. Dregur úr vindi annað kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, en um frostmark um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig á morgun.Á miðvikudag:Norðvestan 8-15 metrar á sekúndu austanlands í fyrstu, annars hægari breytileg átt. Skýjað og stöku él norðaustantil, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á fimmtudag:Austlæg átt, víða 5-10 metrar á sekúndu, en hvassari syðst. Sums staðar él um landið sunnanvert, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira