Vill að dóttir sín skipti um skóla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 19:45 Móðir ellefu ára gamallar stelpu, sem fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags þar sem hún var ekki í mataráskrift í skólanum, segir koma til greina að hún skipti um skóla vegna málsins. Sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar segir skólayfirvöld hafa brugðist rétt við í málinu. Fréttablaðið greindi frá því í dag að ellefu ára stúlku, Mariu Joao Arantes dos Santos, hefði verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. Maria fer alla jafna með nesti í skólann en þar sem pizzuveisla er aðeins einu sinni á ári, á öskudegi, ætlaði hún að fá að kaupa sér sneið fyrir 500 krónur. „Ég fór til skólastjórans og ég spurði hana. Ég spurði hvort það væri frír matur af því að það er öskudagur og það er pizza og hún sagði nei. Ég spurð þá hvort ég mætti kaupa miða og borða en hún sagði nei, þú mátt það ekki, bara þeir sem eru skráðir í mat. Mér leið mjög illa því mér fannst að hún væri smá leiðinleg. Ég var borðaði ekki hádegismat,“segir Maria. Maria segist vona að svona lagað komi ekki fyrir aðra krakka en móðir hennar, Joana Manuela Arantes, vill að hún skipti um skóla vegna málsins. „Ég er svo hissa því ég hélt kannski að kennarinn þekkti ekki reglurnar og vissi ekki hverju hann ætti að svara En skólastjórinn sagði nei við ellefu ára barn! Hvað er það?,“ segir Joana móðir Mariu. „Ef ég þarf að skipta um skóla þá ætla ég að skipta um skóla, því mig langar að mér líði vel. Mig langar ekki að skólastjórinn verði svona,“ bætir Maria við. Fjölmargir hafa gangrýnt málið í dag, meðal annars Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar. Skólamáltíð kostar 355 krónur en misjafnt virðist vera á milli skóla hvort sveigjanleiki sé í kerfinu til að borga stakar máltíðir. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar, segir skólayfirvöld í Fellaskóla hafa brugðist rétt við í málinu. Maturinn sé útbúinn útfrá fjölda þeirra barna sem eru í mataráskrift, sem eru um 90 prósent. Yfirlýst markmið borgarinnar er þó að engin börn séu svöng í skólanum. „Það koma reglulega upp svona tilvik þessa daga þegar það er ákveðin dagur eða sérstakur matur. En við erum með ákveðið bókhaldskerfi í borginni sem þarf að fylgja. Þetta flækir málið, þegar það er búið að gera ráð fyrir tilteknum fjölda í mat og kannski hundrað í viðbót vilja. Það er ekki viðbúnaður fyrir því með fyrirvara á greiðslur. Þá flækist málið. Þetta er ekki alveg svona einfalt, að geta brugðist við óskum allra hvenær sem þá langar,“ segir Helgi. Tengdar fréttir Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Móðir ellefu ára gamallar stelpu, sem fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags þar sem hún var ekki í mataráskrift í skólanum, segir koma til greina að hún skipti um skóla vegna málsins. Sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar segir skólayfirvöld hafa brugðist rétt við í málinu. Fréttablaðið greindi frá því í dag að ellefu ára stúlku, Mariu Joao Arantes dos Santos, hefði verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. Maria fer alla jafna með nesti í skólann en þar sem pizzuveisla er aðeins einu sinni á ári, á öskudegi, ætlaði hún að fá að kaupa sér sneið fyrir 500 krónur. „Ég fór til skólastjórans og ég spurði hana. Ég spurði hvort það væri frír matur af því að það er öskudagur og það er pizza og hún sagði nei. Ég spurð þá hvort ég mætti kaupa miða og borða en hún sagði nei, þú mátt það ekki, bara þeir sem eru skráðir í mat. Mér leið mjög illa því mér fannst að hún væri smá leiðinleg. Ég var borðaði ekki hádegismat,“segir Maria. Maria segist vona að svona lagað komi ekki fyrir aðra krakka en móðir hennar, Joana Manuela Arantes, vill að hún skipti um skóla vegna málsins. „Ég er svo hissa því ég hélt kannski að kennarinn þekkti ekki reglurnar og vissi ekki hverju hann ætti að svara En skólastjórinn sagði nei við ellefu ára barn! Hvað er það?,“ segir Joana móðir Mariu. „Ef ég þarf að skipta um skóla þá ætla ég að skipta um skóla, því mig langar að mér líði vel. Mig langar ekki að skólastjórinn verði svona,“ bætir Maria við. Fjölmargir hafa gangrýnt málið í dag, meðal annars Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar. Skólamáltíð kostar 355 krónur en misjafnt virðist vera á milli skóla hvort sveigjanleiki sé í kerfinu til að borga stakar máltíðir. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar, segir skólayfirvöld í Fellaskóla hafa brugðist rétt við í málinu. Maturinn sé útbúinn útfrá fjölda þeirra barna sem eru í mataráskrift, sem eru um 90 prósent. Yfirlýst markmið borgarinnar er þó að engin börn séu svöng í skólanum. „Það koma reglulega upp svona tilvik þessa daga þegar það er ákveðin dagur eða sérstakur matur. En við erum með ákveðið bókhaldskerfi í borginni sem þarf að fylgja. Þetta flækir málið, þegar það er búið að gera ráð fyrir tilteknum fjölda í mat og kannski hundrað í viðbót vilja. Það er ekki viðbúnaður fyrir því með fyrirvara á greiðslur. Þá flækist málið. Þetta er ekki alveg svona einfalt, að geta brugðist við óskum allra hvenær sem þá langar,“ segir Helgi.
Tengdar fréttir Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01
Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15