Menning

Jóhann og Atli til­nefndir til Hörpu­verð­launanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann og Atli.
Jóhann og Atli. vísir/getty

HARPA Nordic Film Composer Award verða afhent á kvikmyndahátíðinni í Berlín 15. febrúar n.k. og er þetta í sjötta sinn sem verðlaunin verða veitt. Þau voru afhent í Hörpu í Reykjavík árið 2012 og þá var það Björk Guðmundsdóttir sem afhenti verðlaunin.

Að þessu sinni eru tvö íslensk tónskáld tilnefnd; Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til ferilsverðlauna en hann hefur nú tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, en jafnframt til Bafta verðlaunanna og Golden Globe verðlaunanna.

Atli Örvarsson er tilnefndur í flokk bestu kvikmyndatónlistar ársins fyrir tónlist sína við kvikmyndina Hrútar, en sú alíslenska kvikmynd mynd hefur hlotið fleiri verðlaun á einu ári en dæmi eru um. Báðir hinna tilnefndu hafa starfað á alþjóðavettvangi kvikmyndatónlistar um árabil og unnið þar til ýmissa verðlauna og viðurkenninga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.