Farmiðakaup ríkisins upp á hundruði milljóna loks boðin út Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2016 19:15 Flugfélögum verður óheimilt að láta vildarpunkta fylgja með í kaupunum í útboði sem auglýst verður um helgina á farmiðakaupum ríkisins. Forstjóri WOW Air fagnar því að útboð fari loksins fram en segir að verið sé að gera hlutina óþarflega flókna. Reynslan sýnir að ríkið hefur keypt ákaflega fáa farmiða hjá Iceland Express á meðan það var og hét og núna hjá WOW Air. Ríkisstarfsmenn ferðast mikið en nær eingöngu með Icelandair þar sem vildarpunktar fylgja með í kaupunum sem ríkisstarfsmenn geta síðan notað persónulega. Aðeins einu sinni áður hefur farið fram útboð á flugfarmiðum hjá ríkinu. Það var gert árið 2011 og var þá bæði samið við Icelandair og Iceland Express. Það útboð virkaði hins vegar ekki því nánast engin viðskipti fóru til Iceland Express. WOW Air og Félag atvinnurekenda hafa þrýst á það í langan tíma að nýtt útboð færi fram. Útboðið sem nú verður auglýst er tvíþætt. Annars vegar verða boðinn út tiltekinn fjöldi miða til og frá Íslandi á algengustu áfangastaði og hins vegar er óskað eftir föstum afslætti á alla áfangastaði til og frá Íslandi, þ.e. afslætti á heildarviðskipti, sem nái einnig til tilboðsmiða. Miðarnir verði á almennu farrími og án vildarpunkta, eins og segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Skúli Mogensen forstjóri WOW Air er ekki alls kostar sáttur við stöðuna þrátt fyrir útboðið. „Ég náttúrlega fagna því að það sé loksins komið að þessu. Sér í lagi er ég ánægður að sjá það að vildarpunktarnir verða teknir út. Hins vegar verð ég að segja að mér finnst þetta búið að taka allt of langan tíma og það er verið að flækja þetta full mikið,“ segir Skúli. Sett er skilyrði fyrir að félögin bjóði neyðarsímaþjónustu og stjórnarráðið áskilur sér rétt til að kaupa allt að 20% ferða utan samnings ef heildarkostnaður á verði annars flugfélags er meira en 10% lægri en verð bjóðanda. „Í mínum huga ætti þetta bara að vera mjög einföld regla. Það er að velja ávalt ódýrasta farkostinn. Skilyrðislaust, öll opinber fyrirtæki, opinberar stofnanir, öll stjórnsýslan og öll fyrirtæki í eigu ríkisins,“ segir Skúli. Þarna sé um miklar fjárhæðir að ræða sem skipti flugfélögin máli. „Tvímælalaust. Þetta eru hundruðir milljóna ef ekki milljarður plús,“ segir Skúli Mogensen. Tengdar fréttir WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu Farmiðakaup ríkisins eru ekki boðin út og kaupa langflestir starfsmenn miðana hjá Icelandair. WOW Air segist geta sparað ríkinu hundruð milljóna. 20. janúar 2015 12:41 FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. 18. febrúar 2015 11:45 Útboð hins opinbera á flugmiðum kynnt í mánuðinum Starfsmaður Stjórnarráðsins verður þjálfaður upp í bókun farseðla. 10. febrúar 2016 15:47 Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Flugfélögum verður óheimilt að láta vildarpunkta fylgja með í kaupunum í útboði sem auglýst verður um helgina á farmiðakaupum ríkisins. Forstjóri WOW Air fagnar því að útboð fari loksins fram en segir að verið sé að gera hlutina óþarflega flókna. Reynslan sýnir að ríkið hefur keypt ákaflega fáa farmiða hjá Iceland Express á meðan það var og hét og núna hjá WOW Air. Ríkisstarfsmenn ferðast mikið en nær eingöngu með Icelandair þar sem vildarpunktar fylgja með í kaupunum sem ríkisstarfsmenn geta síðan notað persónulega. Aðeins einu sinni áður hefur farið fram útboð á flugfarmiðum hjá ríkinu. Það var gert árið 2011 og var þá bæði samið við Icelandair og Iceland Express. Það útboð virkaði hins vegar ekki því nánast engin viðskipti fóru til Iceland Express. WOW Air og Félag atvinnurekenda hafa þrýst á það í langan tíma að nýtt útboð færi fram. Útboðið sem nú verður auglýst er tvíþætt. Annars vegar verða boðinn út tiltekinn fjöldi miða til og frá Íslandi á algengustu áfangastaði og hins vegar er óskað eftir föstum afslætti á alla áfangastaði til og frá Íslandi, þ.e. afslætti á heildarviðskipti, sem nái einnig til tilboðsmiða. Miðarnir verði á almennu farrími og án vildarpunkta, eins og segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Skúli Mogensen forstjóri WOW Air er ekki alls kostar sáttur við stöðuna þrátt fyrir útboðið. „Ég náttúrlega fagna því að það sé loksins komið að þessu. Sér í lagi er ég ánægður að sjá það að vildarpunktarnir verða teknir út. Hins vegar verð ég að segja að mér finnst þetta búið að taka allt of langan tíma og það er verið að flækja þetta full mikið,“ segir Skúli. Sett er skilyrði fyrir að félögin bjóði neyðarsímaþjónustu og stjórnarráðið áskilur sér rétt til að kaupa allt að 20% ferða utan samnings ef heildarkostnaður á verði annars flugfélags er meira en 10% lægri en verð bjóðanda. „Í mínum huga ætti þetta bara að vera mjög einföld regla. Það er að velja ávalt ódýrasta farkostinn. Skilyrðislaust, öll opinber fyrirtæki, opinberar stofnanir, öll stjórnsýslan og öll fyrirtæki í eigu ríkisins,“ segir Skúli. Þarna sé um miklar fjárhæðir að ræða sem skipti flugfélögin máli. „Tvímælalaust. Þetta eru hundruðir milljóna ef ekki milljarður plús,“ segir Skúli Mogensen.
Tengdar fréttir WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu Farmiðakaup ríkisins eru ekki boðin út og kaupa langflestir starfsmenn miðana hjá Icelandair. WOW Air segist geta sparað ríkinu hundruð milljóna. 20. janúar 2015 12:41 FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. 18. febrúar 2015 11:45 Útboð hins opinbera á flugmiðum kynnt í mánuðinum Starfsmaður Stjórnarráðsins verður þjálfaður upp í bókun farseðla. 10. febrúar 2016 15:47 Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu Farmiðakaup ríkisins eru ekki boðin út og kaupa langflestir starfsmenn miðana hjá Icelandair. WOW Air segist geta sparað ríkinu hundruð milljóna. 20. janúar 2015 12:41
FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. 18. febrúar 2015 11:45
Útboð hins opinbera á flugmiðum kynnt í mánuðinum Starfsmaður Stjórnarráðsins verður þjálfaður upp í bókun farseðla. 10. febrúar 2016 15:47
Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út. 22. janúar 2016 07:00