Farmiðakaup ríkisins upp á hundruði milljóna loks boðin út Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2016 19:15 Flugfélögum verður óheimilt að láta vildarpunkta fylgja með í kaupunum í útboði sem auglýst verður um helgina á farmiðakaupum ríkisins. Forstjóri WOW Air fagnar því að útboð fari loksins fram en segir að verið sé að gera hlutina óþarflega flókna. Reynslan sýnir að ríkið hefur keypt ákaflega fáa farmiða hjá Iceland Express á meðan það var og hét og núna hjá WOW Air. Ríkisstarfsmenn ferðast mikið en nær eingöngu með Icelandair þar sem vildarpunktar fylgja með í kaupunum sem ríkisstarfsmenn geta síðan notað persónulega. Aðeins einu sinni áður hefur farið fram útboð á flugfarmiðum hjá ríkinu. Það var gert árið 2011 og var þá bæði samið við Icelandair og Iceland Express. Það útboð virkaði hins vegar ekki því nánast engin viðskipti fóru til Iceland Express. WOW Air og Félag atvinnurekenda hafa þrýst á það í langan tíma að nýtt útboð færi fram. Útboðið sem nú verður auglýst er tvíþætt. Annars vegar verða boðinn út tiltekinn fjöldi miða til og frá Íslandi á algengustu áfangastaði og hins vegar er óskað eftir föstum afslætti á alla áfangastaði til og frá Íslandi, þ.e. afslætti á heildarviðskipti, sem nái einnig til tilboðsmiða. Miðarnir verði á almennu farrími og án vildarpunkta, eins og segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Skúli Mogensen forstjóri WOW Air er ekki alls kostar sáttur við stöðuna þrátt fyrir útboðið. „Ég náttúrlega fagna því að það sé loksins komið að þessu. Sér í lagi er ég ánægður að sjá það að vildarpunktarnir verða teknir út. Hins vegar verð ég að segja að mér finnst þetta búið að taka allt of langan tíma og það er verið að flækja þetta full mikið,“ segir Skúli. Sett er skilyrði fyrir að félögin bjóði neyðarsímaþjónustu og stjórnarráðið áskilur sér rétt til að kaupa allt að 20% ferða utan samnings ef heildarkostnaður á verði annars flugfélags er meira en 10% lægri en verð bjóðanda. „Í mínum huga ætti þetta bara að vera mjög einföld regla. Það er að velja ávalt ódýrasta farkostinn. Skilyrðislaust, öll opinber fyrirtæki, opinberar stofnanir, öll stjórnsýslan og öll fyrirtæki í eigu ríkisins,“ segir Skúli. Þarna sé um miklar fjárhæðir að ræða sem skipti flugfélögin máli. „Tvímælalaust. Þetta eru hundruðir milljóna ef ekki milljarður plús,“ segir Skúli Mogensen. Tengdar fréttir WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu Farmiðakaup ríkisins eru ekki boðin út og kaupa langflestir starfsmenn miðana hjá Icelandair. WOW Air segist geta sparað ríkinu hundruð milljóna. 20. janúar 2015 12:41 FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. 18. febrúar 2015 11:45 Útboð hins opinbera á flugmiðum kynnt í mánuðinum Starfsmaður Stjórnarráðsins verður þjálfaður upp í bókun farseðla. 10. febrúar 2016 15:47 Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Flugfélögum verður óheimilt að láta vildarpunkta fylgja með í kaupunum í útboði sem auglýst verður um helgina á farmiðakaupum ríkisins. Forstjóri WOW Air fagnar því að útboð fari loksins fram en segir að verið sé að gera hlutina óþarflega flókna. Reynslan sýnir að ríkið hefur keypt ákaflega fáa farmiða hjá Iceland Express á meðan það var og hét og núna hjá WOW Air. Ríkisstarfsmenn ferðast mikið en nær eingöngu með Icelandair þar sem vildarpunktar fylgja með í kaupunum sem ríkisstarfsmenn geta síðan notað persónulega. Aðeins einu sinni áður hefur farið fram útboð á flugfarmiðum hjá ríkinu. Það var gert árið 2011 og var þá bæði samið við Icelandair og Iceland Express. Það útboð virkaði hins vegar ekki því nánast engin viðskipti fóru til Iceland Express. WOW Air og Félag atvinnurekenda hafa þrýst á það í langan tíma að nýtt útboð færi fram. Útboðið sem nú verður auglýst er tvíþætt. Annars vegar verða boðinn út tiltekinn fjöldi miða til og frá Íslandi á algengustu áfangastaði og hins vegar er óskað eftir föstum afslætti á alla áfangastaði til og frá Íslandi, þ.e. afslætti á heildarviðskipti, sem nái einnig til tilboðsmiða. Miðarnir verði á almennu farrími og án vildarpunkta, eins og segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Skúli Mogensen forstjóri WOW Air er ekki alls kostar sáttur við stöðuna þrátt fyrir útboðið. „Ég náttúrlega fagna því að það sé loksins komið að þessu. Sér í lagi er ég ánægður að sjá það að vildarpunktarnir verða teknir út. Hins vegar verð ég að segja að mér finnst þetta búið að taka allt of langan tíma og það er verið að flækja þetta full mikið,“ segir Skúli. Sett er skilyrði fyrir að félögin bjóði neyðarsímaþjónustu og stjórnarráðið áskilur sér rétt til að kaupa allt að 20% ferða utan samnings ef heildarkostnaður á verði annars flugfélags er meira en 10% lægri en verð bjóðanda. „Í mínum huga ætti þetta bara að vera mjög einföld regla. Það er að velja ávalt ódýrasta farkostinn. Skilyrðislaust, öll opinber fyrirtæki, opinberar stofnanir, öll stjórnsýslan og öll fyrirtæki í eigu ríkisins,“ segir Skúli. Þarna sé um miklar fjárhæðir að ræða sem skipti flugfélögin máli. „Tvímælalaust. Þetta eru hundruðir milljóna ef ekki milljarður plús,“ segir Skúli Mogensen.
Tengdar fréttir WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu Farmiðakaup ríkisins eru ekki boðin út og kaupa langflestir starfsmenn miðana hjá Icelandair. WOW Air segist geta sparað ríkinu hundruð milljóna. 20. janúar 2015 12:41 FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. 18. febrúar 2015 11:45 Útboð hins opinbera á flugmiðum kynnt í mánuðinum Starfsmaður Stjórnarráðsins verður þjálfaður upp í bókun farseðla. 10. febrúar 2016 15:47 Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu Farmiðakaup ríkisins eru ekki boðin út og kaupa langflestir starfsmenn miðana hjá Icelandair. WOW Air segist geta sparað ríkinu hundruð milljóna. 20. janúar 2015 12:41
FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. 18. febrúar 2015 11:45
Útboð hins opinbera á flugmiðum kynnt í mánuðinum Starfsmaður Stjórnarráðsins verður þjálfaður upp í bókun farseðla. 10. febrúar 2016 15:47
Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út. 22. janúar 2016 07:00