Farmiðakaup ríkisins upp á hundruði milljóna loks boðin út Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2016 19:15 Flugfélögum verður óheimilt að láta vildarpunkta fylgja með í kaupunum í útboði sem auglýst verður um helgina á farmiðakaupum ríkisins. Forstjóri WOW Air fagnar því að útboð fari loksins fram en segir að verið sé að gera hlutina óþarflega flókna. Reynslan sýnir að ríkið hefur keypt ákaflega fáa farmiða hjá Iceland Express á meðan það var og hét og núna hjá WOW Air. Ríkisstarfsmenn ferðast mikið en nær eingöngu með Icelandair þar sem vildarpunktar fylgja með í kaupunum sem ríkisstarfsmenn geta síðan notað persónulega. Aðeins einu sinni áður hefur farið fram útboð á flugfarmiðum hjá ríkinu. Það var gert árið 2011 og var þá bæði samið við Icelandair og Iceland Express. Það útboð virkaði hins vegar ekki því nánast engin viðskipti fóru til Iceland Express. WOW Air og Félag atvinnurekenda hafa þrýst á það í langan tíma að nýtt útboð færi fram. Útboðið sem nú verður auglýst er tvíþætt. Annars vegar verða boðinn út tiltekinn fjöldi miða til og frá Íslandi á algengustu áfangastaði og hins vegar er óskað eftir föstum afslætti á alla áfangastaði til og frá Íslandi, þ.e. afslætti á heildarviðskipti, sem nái einnig til tilboðsmiða. Miðarnir verði á almennu farrími og án vildarpunkta, eins og segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Skúli Mogensen forstjóri WOW Air er ekki alls kostar sáttur við stöðuna þrátt fyrir útboðið. „Ég náttúrlega fagna því að það sé loksins komið að þessu. Sér í lagi er ég ánægður að sjá það að vildarpunktarnir verða teknir út. Hins vegar verð ég að segja að mér finnst þetta búið að taka allt of langan tíma og það er verið að flækja þetta full mikið,“ segir Skúli. Sett er skilyrði fyrir að félögin bjóði neyðarsímaþjónustu og stjórnarráðið áskilur sér rétt til að kaupa allt að 20% ferða utan samnings ef heildarkostnaður á verði annars flugfélags er meira en 10% lægri en verð bjóðanda. „Í mínum huga ætti þetta bara að vera mjög einföld regla. Það er að velja ávalt ódýrasta farkostinn. Skilyrðislaust, öll opinber fyrirtæki, opinberar stofnanir, öll stjórnsýslan og öll fyrirtæki í eigu ríkisins,“ segir Skúli. Þarna sé um miklar fjárhæðir að ræða sem skipti flugfélögin máli. „Tvímælalaust. Þetta eru hundruðir milljóna ef ekki milljarður plús,“ segir Skúli Mogensen. Tengdar fréttir WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu Farmiðakaup ríkisins eru ekki boðin út og kaupa langflestir starfsmenn miðana hjá Icelandair. WOW Air segist geta sparað ríkinu hundruð milljóna. 20. janúar 2015 12:41 FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. 18. febrúar 2015 11:45 Útboð hins opinbera á flugmiðum kynnt í mánuðinum Starfsmaður Stjórnarráðsins verður þjálfaður upp í bókun farseðla. 10. febrúar 2016 15:47 Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Flugfélögum verður óheimilt að láta vildarpunkta fylgja með í kaupunum í útboði sem auglýst verður um helgina á farmiðakaupum ríkisins. Forstjóri WOW Air fagnar því að útboð fari loksins fram en segir að verið sé að gera hlutina óþarflega flókna. Reynslan sýnir að ríkið hefur keypt ákaflega fáa farmiða hjá Iceland Express á meðan það var og hét og núna hjá WOW Air. Ríkisstarfsmenn ferðast mikið en nær eingöngu með Icelandair þar sem vildarpunktar fylgja með í kaupunum sem ríkisstarfsmenn geta síðan notað persónulega. Aðeins einu sinni áður hefur farið fram útboð á flugfarmiðum hjá ríkinu. Það var gert árið 2011 og var þá bæði samið við Icelandair og Iceland Express. Það útboð virkaði hins vegar ekki því nánast engin viðskipti fóru til Iceland Express. WOW Air og Félag atvinnurekenda hafa þrýst á það í langan tíma að nýtt útboð færi fram. Útboðið sem nú verður auglýst er tvíþætt. Annars vegar verða boðinn út tiltekinn fjöldi miða til og frá Íslandi á algengustu áfangastaði og hins vegar er óskað eftir föstum afslætti á alla áfangastaði til og frá Íslandi, þ.e. afslætti á heildarviðskipti, sem nái einnig til tilboðsmiða. Miðarnir verði á almennu farrími og án vildarpunkta, eins og segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Skúli Mogensen forstjóri WOW Air er ekki alls kostar sáttur við stöðuna þrátt fyrir útboðið. „Ég náttúrlega fagna því að það sé loksins komið að þessu. Sér í lagi er ég ánægður að sjá það að vildarpunktarnir verða teknir út. Hins vegar verð ég að segja að mér finnst þetta búið að taka allt of langan tíma og það er verið að flækja þetta full mikið,“ segir Skúli. Sett er skilyrði fyrir að félögin bjóði neyðarsímaþjónustu og stjórnarráðið áskilur sér rétt til að kaupa allt að 20% ferða utan samnings ef heildarkostnaður á verði annars flugfélags er meira en 10% lægri en verð bjóðanda. „Í mínum huga ætti þetta bara að vera mjög einföld regla. Það er að velja ávalt ódýrasta farkostinn. Skilyrðislaust, öll opinber fyrirtæki, opinberar stofnanir, öll stjórnsýslan og öll fyrirtæki í eigu ríkisins,“ segir Skúli. Þarna sé um miklar fjárhæðir að ræða sem skipti flugfélögin máli. „Tvímælalaust. Þetta eru hundruðir milljóna ef ekki milljarður plús,“ segir Skúli Mogensen.
Tengdar fréttir WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu Farmiðakaup ríkisins eru ekki boðin út og kaupa langflestir starfsmenn miðana hjá Icelandair. WOW Air segist geta sparað ríkinu hundruð milljóna. 20. janúar 2015 12:41 FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. 18. febrúar 2015 11:45 Útboð hins opinbera á flugmiðum kynnt í mánuðinum Starfsmaður Stjórnarráðsins verður þjálfaður upp í bókun farseðla. 10. febrúar 2016 15:47 Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu Farmiðakaup ríkisins eru ekki boðin út og kaupa langflestir starfsmenn miðana hjá Icelandair. WOW Air segist geta sparað ríkinu hundruð milljóna. 20. janúar 2015 12:41
FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. 18. febrúar 2015 11:45
Útboð hins opinbera á flugmiðum kynnt í mánuðinum Starfsmaður Stjórnarráðsins verður þjálfaður upp í bókun farseðla. 10. febrúar 2016 15:47
Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út. 22. janúar 2016 07:00