Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2016 13:40 Úr Reynisfjöru. mynd/jakob guðjohnsen „Náttúran hefur spilað stóran þátt í að breyta svæðinu. Fjaran hefur gefið eftir af ágangi sjávar og sjórinn gengur hærra upp en áður. Þar sem áður var óhætt er fólk nú í stórhættu,“ segir Jakob Guðjohnsen vettvangsstjóri hjá Superjeep.is í samtali við Vísi en ferðaþjónustufyrirtækið hefur ákveðið að taka Reynisfjöru út sem áfangastað hjá sér. Reynisfjara hefur verið í fréttum að undanförnu en fólk hefur ítrekað komist í hann krappan í fjörunni. Tvö banaslys hafa orðið í fjörunni á undanförnum tíu árum en árið 2007 lést bandarísk kona þar eftir að alda hrifsaði hana út með sér og í vikunni fórst fertugur maður frá Kína á sama hátt. Lögreglumenn standa vaktina í fjörunni næstu daga til að tryggja öryggi ferðamanna. „Þetta hefur verið endastöðin á suðurstrandartúrnum okkar. Við höfum keyrt þangað, snúið við og farið aftur í bæinn. Þetta er fallegur staður og margt að sjá þarna. Stuðlarnir eru tilkomumiklir og fjaran sem slík er frábær. Hún er klárlega staður sem maður vill fara með ferðamenn á en eins og staðan er núna þá er það ekki boðlegt,“ segir Jakob. Sem dæmi um stað sem gjörbreyst hefur að undanförnu nefnir hann hellinn þar sem lokasenan í kvikmyndinni Noah var tekin upp. Ekki sé langt síðan þar var algerlega óhætt að vera en nú þarf fólk að hafa varann á ætli það sé þangað inn. Jakob segir að með þessu sé fyrirtækið ekki að hnýta í aðra leiðsögumenn eða fólk sem fer þangað sjálft. „Það er vel hægt að fara þangað en þá þarf að bæta aðstöðuna. Það er eitt skilti þarna sem fæstir sjá sökum ríkjandi vindáttar líklega,“ segir Jakob. „Þarna ættu að vera fleiri skilti, betri merkingar þannig að fólk viti hvað það sé að fara út í og hvað beri að varast.“ „Það er svo ótrúlegt hvernig kerfið virkar. Fólk getur látist í umföngum án þess að nokkuð sé að gert en svo loksins þegar maður hagar viðskiptum sínum öðruvísi þá loksins áttar einhver sig á því hvað þarf að gera,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
„Náttúran hefur spilað stóran þátt í að breyta svæðinu. Fjaran hefur gefið eftir af ágangi sjávar og sjórinn gengur hærra upp en áður. Þar sem áður var óhætt er fólk nú í stórhættu,“ segir Jakob Guðjohnsen vettvangsstjóri hjá Superjeep.is í samtali við Vísi en ferðaþjónustufyrirtækið hefur ákveðið að taka Reynisfjöru út sem áfangastað hjá sér. Reynisfjara hefur verið í fréttum að undanförnu en fólk hefur ítrekað komist í hann krappan í fjörunni. Tvö banaslys hafa orðið í fjörunni á undanförnum tíu árum en árið 2007 lést bandarísk kona þar eftir að alda hrifsaði hana út með sér og í vikunni fórst fertugur maður frá Kína á sama hátt. Lögreglumenn standa vaktina í fjörunni næstu daga til að tryggja öryggi ferðamanna. „Þetta hefur verið endastöðin á suðurstrandartúrnum okkar. Við höfum keyrt þangað, snúið við og farið aftur í bæinn. Þetta er fallegur staður og margt að sjá þarna. Stuðlarnir eru tilkomumiklir og fjaran sem slík er frábær. Hún er klárlega staður sem maður vill fara með ferðamenn á en eins og staðan er núna þá er það ekki boðlegt,“ segir Jakob. Sem dæmi um stað sem gjörbreyst hefur að undanförnu nefnir hann hellinn þar sem lokasenan í kvikmyndinni Noah var tekin upp. Ekki sé langt síðan þar var algerlega óhætt að vera en nú þarf fólk að hafa varann á ætli það sé þangað inn. Jakob segir að með þessu sé fyrirtækið ekki að hnýta í aðra leiðsögumenn eða fólk sem fer þangað sjálft. „Það er vel hægt að fara þangað en þá þarf að bæta aðstöðuna. Það er eitt skilti þarna sem fæstir sjá sökum ríkjandi vindáttar líklega,“ segir Jakob. „Þarna ættu að vera fleiri skilti, betri merkingar þannig að fólk viti hvað það sé að fara út í og hvað beri að varast.“ „Það er svo ótrúlegt hvernig kerfið virkar. Fólk getur látist í umföngum án þess að nokkuð sé að gert en svo loksins þegar maður hagar viðskiptum sínum öðruvísi þá loksins áttar einhver sig á því hvað þarf að gera,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58
Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
„Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45
Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00