Lífið

Bestu tístin á seinna undankvöldi Söngvakeppninnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Parið Erna Mist og Magnús Thorlacius vöktu mikla athygli ásamt Helga Val Ásgeirssyni.
Parið Erna Mist og Magnús Thorlacius vöktu mikla athygli ásamt Helga Val Ásgeirssyni. Vísir/Pressphotos.biz
Seinna undankvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram í kvöld og stigu kepptu þar sex lög um að komast í úrslitin sem fara fram í Laugardalshöll næstkomandi laugardagskvöld. Ein vinsælasta hefðin sem hefur skapast í kringum Söngvakeppnina á meðal Íslendinga síðastliðin ár er að segja sína skoðun á keppninni á Twitter og fóru margir þeirra á kostum.

Pálmi Gunnarsson flutti lagið Ég leiði þig heim í keppninni í kvöld en áður en hann steig á svið var hann spurður hve lengi hann hefur verið í bransanum. Pálmi hikaði í smá stund og sagði svo: „Tuttuuuuu... síðan 1970.“

Þetta vakti kátínu hjá nokkrum notendum Twitter sem höfðu þetta um viðbrögð Pálma að segja:

Parið Erna Mist og Magnús Thorlacius fluttu lagið Ótöluð orð og þóttu að öðrum ólöstuðum vera með krúttlegasta framlagið í ár. Þegar í ljós kom að lagið fjallar í raun um skilnað þá virtist það fá nokkuð á Twitter-notendur:

Helgi Valur Ásgeirsson flutti lagið Óværð og var klæðnaður hans til mikillar umræðu en hann skartaði fjólubláum jakka og gylltum buxum:

Annars má sjá umræðuna alla hér fyrir neðan undir myllumerkinu #12stig






Fleiri fréttir

Sjá meira


×