Innlent

Þremur hefur verið meinað að fljúga á síðustu dögum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum segist hafa haft afskipti af þremur flugfarþegum vegna ölvunar.
Lögreglan á Suðurnesjum segist hafa haft afskipti af þremur flugfarþegum vegna ölvunar. Vísir/Anton
Þremur einstaklingum hefur á undanförnum dögum verið vísað úr flugi á leið frá Keflavíkurflugvelli. 

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af tveimur mönnum sem áttu bókað flug til Gdansk en fengu ekki að fara með vélinni samkvæmt ákvörðun flugstjóra. Þeir gistu að eigin ósk á lögreglustöðinni í Keflavík.

Þá lét annar maður ófriðlega á flugstöðinni þar sem honum hafði verið synjað um að fara um borð í flugvél vegna ölvunar. Hann sættist á að fá flugmiða sínum breytt og láta renna af sér, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×