Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2016 12:27 Frá tollaeftirliti við Seyðisfjörð. Vísir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið gegn hollenska parinu sem flutti til landsins 209 þúsund e-töflur auk tíu kílóa af mulningi, segir erfitt að rökstyðja annað en hámarksrefsingu í málinu sem er tólf ár í málaflokknum. Maðurinn játar sök en konan hefur alltaf neitað að hafa verið meðvituð um tilgang ferðarinnar til Íslands. Maðurinn tekur undir það. Saksóknari telur hins vegar allt benda til þess að um samverknað hafi verið að ræða en þau komið sér saman um að yrðu þau gripin myndi hann taka á sig sökina. Það sem deilt er um fyrir dómi er hvort konan hafi verið meðvituð um tilgang ferðarinnar en þau voru handtekin við komuna til landsins með Norrænu í september. Taldi saksóknari upp fjölmargar staðreyndir sem bentu til þess að ólíklegt mætti telja að hún hafi verið ómeðvituð um tilgang ferðarinnar. Kolbrún Benediktsdóttir.vísir/valliFramburður dóttur um Spánarferð breyttist Í málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun lýsti saksóknari því hve ótrúverðugur framburður parsins væri. Mikilvægt væri að horfa til framburðar þeirra í skýrslutökum hjá lögreglu á fyrstu stigum á meðan þau sættu gæsluvarðhaldi og gátu ekki komið sér saman um framburð. Sá framburður hefur síðan tekið töluverðum breytingum og væru þau margsaga og missaga um fjölmörg atriði. Nefndi saksóknari sem dæmi svör ákærðu við skýrslutöku hjá lögreglu, um hvenær maðurinn tilkynnti henni um fyrirhugað ferðalag til Íslands. Það hafi verið um tveimur mánuðum fyrir komuna til Íslands, eða í júlí. Hún hefði frekar viljað fara til Spánar en hann verið harður á því að fara til Íslands. Hins vegar fundust upplýsingar í iPad þeirra að verið var að skoða upplýsingar um Ísland í maí, tveimur mánuðum fyrr. Þá var vísað til svara dóttur konunnar og nágrannakonu sem hefðu talið parið ætla í ferðalag til Spánar. Dóttirin breytti framburði sínum hvað þetta atriði varðaði á seinni stigum. Sömuleiðis sagðist konan í þriðju skýrslutöku að umræða um ferðalag til Íslands hefði hafist um hálfu ári fyrr. Um var að ræða breytingu á framburði.Hollenskt par var stöðvað með 209 þúsund e-töflur í húsbíl á Seyðisfirði í september í fyrra auk 10 kílóa af MDMA-mulningi.Vísir/GVASvaf af sér krókinn og léleg í landafræði Saksóknari nefndi einnig ósamræmi varðandi ferðalagið þar sem sögum ber ekki saman um hvort komið hafi verið við hjá ættingja konunnar á leiðinni til Belgíu. Þá sé 250 kílómetra krókur í suðurátt á leiðinni norður til Danmerkur undanarlegur og skrýtið að konan hafi ekki sett spurningamerki við það. Voru svör konunnar á þá leið að hún hefði sofnað en maðurinn sagði henni að krókurinn hefði verið tekinn fyrir hana. Hún væri auk þess ekki góð í landafræði. Við verslunarmiðstöð í Belgíu brá ákærði sér út á meðan konan var að versla, hitti fyrir skipuleggjendur sem komu fyrir nýju varadekki og gaskútum og afhentu fjórtán niðursuðudósir Ein stærsta deilan fyrir dómi snýr að því hvernig manninum tókst að halda poka eða tösku með fjórtán niðursuðudósum leyndum fyrir konunni. Framburður mannsins er afar óljós um þetta atriði og hefur tekið breytingum. Sagðist hann hafa falið niðursuðudósirnar á stöðum sem lögreglumönnum reyndist allskostar ómögulegt að koma dósunum fyrir á. Síðasti framburðurinn var á þann veg að pokinn hefði verið falinn vinstra megin við bílstjórasætið en þá var ekki hægt að ganga um bílstjóradyrnar. Sagðist hann hafa gengið um dyrnar aftan í bílnum þann tíma, innan við sólarhring sem hann hélt niðursuðudósunum földum fyrir konu sinni. Saksóknari minnti á að málið ætti sér ekki hliðstæðu hvað varðaði magn þeirra fíkniefna sem flutt var til landsins. Úr tíu kílóum af MDMA-mulningi megi framleiða 85 þúsund e-töflur og því í heildina um að ræða tæplega 300 þúsund e-töflum. Vísaði hún til dóma þar sem meðal annars var níu ára fangelsi í héraði fyrir innflutning á tæplega 15 þúsund e-töflum. Þá vísaði hún til hollensku konunnar sem fékk ellefu ár í héraði og svo átta í Hæstarétti á dögunum en þar var magn efnis töluvert minna en í því máli sem hér er til umfjöllunar. Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið gegn hollenska parinu sem flutti til landsins 209 þúsund e-töflur auk tíu kílóa af mulningi, segir erfitt að rökstyðja annað en hámarksrefsingu í málinu sem er tólf ár í málaflokknum. Maðurinn játar sök en konan hefur alltaf neitað að hafa verið meðvituð um tilgang ferðarinnar til Íslands. Maðurinn tekur undir það. Saksóknari telur hins vegar allt benda til þess að um samverknað hafi verið að ræða en þau komið sér saman um að yrðu þau gripin myndi hann taka á sig sökina. Það sem deilt er um fyrir dómi er hvort konan hafi verið meðvituð um tilgang ferðarinnar en þau voru handtekin við komuna til landsins með Norrænu í september. Taldi saksóknari upp fjölmargar staðreyndir sem bentu til þess að ólíklegt mætti telja að hún hafi verið ómeðvituð um tilgang ferðarinnar. Kolbrún Benediktsdóttir.vísir/valliFramburður dóttur um Spánarferð breyttist Í málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun lýsti saksóknari því hve ótrúverðugur framburður parsins væri. Mikilvægt væri að horfa til framburðar þeirra í skýrslutökum hjá lögreglu á fyrstu stigum á meðan þau sættu gæsluvarðhaldi og gátu ekki komið sér saman um framburð. Sá framburður hefur síðan tekið töluverðum breytingum og væru þau margsaga og missaga um fjölmörg atriði. Nefndi saksóknari sem dæmi svör ákærðu við skýrslutöku hjá lögreglu, um hvenær maðurinn tilkynnti henni um fyrirhugað ferðalag til Íslands. Það hafi verið um tveimur mánuðum fyrir komuna til Íslands, eða í júlí. Hún hefði frekar viljað fara til Spánar en hann verið harður á því að fara til Íslands. Hins vegar fundust upplýsingar í iPad þeirra að verið var að skoða upplýsingar um Ísland í maí, tveimur mánuðum fyrr. Þá var vísað til svara dóttur konunnar og nágrannakonu sem hefðu talið parið ætla í ferðalag til Spánar. Dóttirin breytti framburði sínum hvað þetta atriði varðaði á seinni stigum. Sömuleiðis sagðist konan í þriðju skýrslutöku að umræða um ferðalag til Íslands hefði hafist um hálfu ári fyrr. Um var að ræða breytingu á framburði.Hollenskt par var stöðvað með 209 þúsund e-töflur í húsbíl á Seyðisfirði í september í fyrra auk 10 kílóa af MDMA-mulningi.Vísir/GVASvaf af sér krókinn og léleg í landafræði Saksóknari nefndi einnig ósamræmi varðandi ferðalagið þar sem sögum ber ekki saman um hvort komið hafi verið við hjá ættingja konunnar á leiðinni til Belgíu. Þá sé 250 kílómetra krókur í suðurátt á leiðinni norður til Danmerkur undanarlegur og skrýtið að konan hafi ekki sett spurningamerki við það. Voru svör konunnar á þá leið að hún hefði sofnað en maðurinn sagði henni að krókurinn hefði verið tekinn fyrir hana. Hún væri auk þess ekki góð í landafræði. Við verslunarmiðstöð í Belgíu brá ákærði sér út á meðan konan var að versla, hitti fyrir skipuleggjendur sem komu fyrir nýju varadekki og gaskútum og afhentu fjórtán niðursuðudósir Ein stærsta deilan fyrir dómi snýr að því hvernig manninum tókst að halda poka eða tösku með fjórtán niðursuðudósum leyndum fyrir konunni. Framburður mannsins er afar óljós um þetta atriði og hefur tekið breytingum. Sagðist hann hafa falið niðursuðudósirnar á stöðum sem lögreglumönnum reyndist allskostar ómögulegt að koma dósunum fyrir á. Síðasti framburðurinn var á þann veg að pokinn hefði verið falinn vinstra megin við bílstjórasætið en þá var ekki hægt að ganga um bílstjóradyrnar. Sagðist hann hafa gengið um dyrnar aftan í bílnum þann tíma, innan við sólarhring sem hann hélt niðursuðudósunum földum fyrir konu sinni. Saksóknari minnti á að málið ætti sér ekki hliðstæðu hvað varðaði magn þeirra fíkniefna sem flutt var til landsins. Úr tíu kílóum af MDMA-mulningi megi framleiða 85 þúsund e-töflur og því í heildina um að ræða tæplega 300 þúsund e-töflum. Vísaði hún til dóma þar sem meðal annars var níu ára fangelsi í héraði fyrir innflutning á tæplega 15 þúsund e-töflum. Þá vísaði hún til hollensku konunnar sem fékk ellefu ár í héraði og svo átta í Hæstarétti á dögunum en þar var magn efnis töluvert minna en í því máli sem hér er til umfjöllunar.
Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30