Sjúkrabíll fauk út af í Oddskarði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 09:50 Það var í nógu í snúast fyrir björgunarsveitir í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Visir/Vilhelm Á fimmta tug björgunarsveitarmanna komu að hinum ýmsu björgunaraðgerðum í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Þannig fór björgunarsveitin Brimrún í Oddskarð í gærkvöldi til að aðstoða sjúkrabíl sem hafði fokið út af veginum og sat fastur. Björgunarsveitin aðstoðaði við að ná bílnum aftur upp á veg svo hann gæti haldið áfram ferð sinni til Egilsstaða. Síðar um kvöldið var svo tilkynnt um bíl sem var fastur við Bláa lónið en þar voru ferðamenn í vandræðum. Þá losnaði bátur frá bryggju á Reyðarfirði, hurð á sundlauginni á Bolungarvík fauk upp sem og gluggi á leikskólanum á Suðureyri. Þar fauk einnig landgangur við flotbryggju í höfninni en ekkert verður gert í því fyrr en veður lægir. Erlendir ferðamenn sátu svo fastir í ófærð utan við Vopnafjörð og rúða brotnaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nú fyrir hádegi spáir Veðurstofan suðvestan og vestan roki eða ofsaveðri með éljum norðn-og vestanlands. Aðstæður til ferðalaga eru því varhugaverðar. Víða er ófært, meðal annars á Fróðárheiðiog Öxnadalsheiði og þá eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Það eru hálkublettir og éljagangur á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi. Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði og hálka eða hálkublettir á vegum á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir en snjóþekja Bröttubrekku, Svínadal og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Nú er orðið fært yfir Holtavörðuheiði en þar er mjög hvasst og blint. Ófært er á Fróðárheiði. Slæmt ferðaveður er á Vestfjörðum og eru flestir fjallvegir enn ófærir en þó er orðið fært yfir Gemlufallsheiði en þar er þæfingsfærð og mjög hvasst og blint. Vegurinn yfir Hálfdán er lokaður vegna óveðurs og umferðaróhapps.Í Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum en unnið að hreinsun. Flughálka er í Þistilfirði og við Bakkaflóa.Þæfingsfærð er á Háreksstaðaleið en annars hálka er á flestum leiðum á Austurlandi en þó er flughálka í Hjaltastaðaþinghá. Enn er ófært á Vopnafjarðarheiði en þar er óveður. Hálka er á nokkrum köflum með suðausturströndinni. Veður Tengdar fréttir Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58 Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Á fimmta tug björgunarsveitarmanna komu að hinum ýmsu björgunaraðgerðum í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Þannig fór björgunarsveitin Brimrún í Oddskarð í gærkvöldi til að aðstoða sjúkrabíl sem hafði fokið út af veginum og sat fastur. Björgunarsveitin aðstoðaði við að ná bílnum aftur upp á veg svo hann gæti haldið áfram ferð sinni til Egilsstaða. Síðar um kvöldið var svo tilkynnt um bíl sem var fastur við Bláa lónið en þar voru ferðamenn í vandræðum. Þá losnaði bátur frá bryggju á Reyðarfirði, hurð á sundlauginni á Bolungarvík fauk upp sem og gluggi á leikskólanum á Suðureyri. Þar fauk einnig landgangur við flotbryggju í höfninni en ekkert verður gert í því fyrr en veður lægir. Erlendir ferðamenn sátu svo fastir í ófærð utan við Vopnafjörð og rúða brotnaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nú fyrir hádegi spáir Veðurstofan suðvestan og vestan roki eða ofsaveðri með éljum norðn-og vestanlands. Aðstæður til ferðalaga eru því varhugaverðar. Víða er ófært, meðal annars á Fróðárheiðiog Öxnadalsheiði og þá eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Það eru hálkublettir og éljagangur á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi. Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði og hálka eða hálkublettir á vegum á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir en snjóþekja Bröttubrekku, Svínadal og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Nú er orðið fært yfir Holtavörðuheiði en þar er mjög hvasst og blint. Ófært er á Fróðárheiði. Slæmt ferðaveður er á Vestfjörðum og eru flestir fjallvegir enn ófærir en þó er orðið fært yfir Gemlufallsheiði en þar er þæfingsfærð og mjög hvasst og blint. Vegurinn yfir Hálfdán er lokaður vegna óveðurs og umferðaróhapps.Í Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum en unnið að hreinsun. Flughálka er í Þistilfirði og við Bakkaflóa.Þæfingsfærð er á Háreksstaðaleið en annars hálka er á flestum leiðum á Austurlandi en þó er flughálka í Hjaltastaðaþinghá. Enn er ófært á Vopnafjarðarheiði en þar er óveður. Hálka er á nokkrum köflum með suðausturströndinni.
Veður Tengdar fréttir Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58 Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58
Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26