Innlent

Fanginn fundinn og á leið í einangrun á Litla-Hraun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lýst var eftir Ingólfi Snæ í fjölmiðlum í gær og fannst hann nú fyrir hádegi.
Lýst var eftir Ingólfi Snæ í fjölmiðlum í gær og fannst hann nú fyrir hádegi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Ingólfur Snær Víðisson, fangi sem strauk frá fangelsinu á Sogni aðfaranótt mánudags, fannst nú fyrir skömmu. Þetta staðfestir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, en hann hafði ekki upplýsingar um hvar fanginn fannst. Maðurinn er nú á leið í einangrun á Litla-Hraun.

Annar fangi strauk einnig frá Sogni aðfaranótt mánudags en hann fannst í Reykjavík síðdegis á mánudag. Ekki hafði þá verið lýst eftir mönnunum þar sem þeir eru ekki taldir hættulegir en í gær lýsti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir Ingólfi.

Í samtali við Vísi segist Páll vilja þakka lögreglu fyrir vel unnin störf við leitina að föngunum tveimur.


Tengdar fréttir

Í opnu fangelsi sökum aldurs

Fanginn sem strauk af Sogni aðfaranótt mánudags var í opnu fangelsi sökum aldurs, þrátt fyrir að hafa strokið af Kvíabryggju á síðasta ári. Hann strauk ásamt öðrum manni en þeir eru báðir í kringum tvítugt. Annar þeirra fannst á sjötta tímanum í gær.

Strokufanginn enn ófundinn

Annar tveggja manna sem struku úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt mánudags er enn ófundinn og er leitin að honum nú á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×