Innlent

Fanginn fundinn og á leið í einangrun á Litla-Hraun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lýst var eftir Ingólfi Snæ í fjölmiðlum í gær og fannst hann nú fyrir hádegi.
Lýst var eftir Ingólfi Snæ í fjölmiðlum í gær og fannst hann nú fyrir hádegi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ingólfur Snær Víðisson, fangi sem strauk frá fangelsinu á Sogni aðfaranótt mánudags, fannst nú fyrir skömmu. Þetta staðfestir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, en hann hafði ekki upplýsingar um hvar fanginn fannst. Maðurinn er nú á leið í einangrun á Litla-Hraun.

Annar fangi strauk einnig frá Sogni aðfaranótt mánudags en hann fannst í Reykjavík síðdegis á mánudag. Ekki hafði þá verið lýst eftir mönnunum þar sem þeir eru ekki taldir hættulegir en í gær lýsti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir Ingólfi.

Í samtali við Vísi segist Páll vilja þakka lögreglu fyrir vel unnin störf við leitina að föngunum tveimur.


Tengdar fréttir

Í opnu fangelsi sökum aldurs

Fanginn sem strauk af Sogni aðfaranótt mánudags var í opnu fangelsi sökum aldurs, þrátt fyrir að hafa strokið af Kvíabryggju á síðasta ári. Hann strauk ásamt öðrum manni en þeir eru báðir í kringum tvítugt. Annar þeirra fannst á sjötta tímanum í gær.

Strokufanginn enn ófundinn

Annar tveggja manna sem struku úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt mánudags er enn ófundinn og er leitin að honum nú á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.