Ritstjóri Kastljóss segir enga dóma hafa verið fellda í umfjöllun um lífsstílsblogg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 20:15 Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss Vísir/GVA Þóra Arnórsdótir, ritstjóri Kastljóss, segir því fara fjarri að gert hafi verið lítið úr starfi bloggara í Kastljósi gærkvöldsins þar sem fjallað var um lífsstílsblogg og átröskun. Margir bloggarar voru ósáttir við umfjöllunina, þar á meðal Þórunn Ívarsdóttir, önnur þeirra sem rætt var við í þættinum, en hún sagði í viðtali í dag að henni hefði ekki verið kunnugt um að einn vinkillinn í umfjölluninni yrði átröskun. „Það var einhvern veginn eins og það væri verið að setja okkur öll undir sama hattinn, að við værum öll með átröskun, við værum öll veik. [...] Ég held að við séum bara ósátt við að við séum öll sett undir sama átröskunarhattinn,“ sagði Þórunn. Vísir leitaði eftir viðbrögðum Þóru við þessari gagnrýni og í skriflegu svari segir Þóra að í innslaginu hafi tveir mjög virkir lífsstílsbloggarar, í víðasta skilningi þess orð þar sem allir samfélagsmiðlar væru undir, verið fengnir til að lýsa hvernig það gengi fyrir sig að vera bloggari, hvað þær gerðu og eftir hvaða hugmyndafræði þær ynnu.Engum dyljist að lífið á samfélagsmiðlunum snúist oft um útlit Þóra segir að það dyljist engum sem virkur sé á samfélagsmiðlunum að lífið þar snúist oft mikið um útlit. Í því samhengi segir Þóra að Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir, hinn viðmælandinn í umfjölluninni, hafi sagt „frá sinni baráttu við átröskun af hreinskilni og heiðarleika. Þórunn sagðist lítið sem ekkert hafa fundið fyrir pressu um að ekki mætti sjá misfellu á hennar útliti og lífi. Hún væri ákaflega meðvituð um sína stöðu sem fyrirmynd og tengiliður við ungar konur.“ Þá segir Þóra jafnframt að umsjónarmaður innslagsins, Milla Ósk Magnúsdóttir, hafi sagt skýrt frá því hvert umfjöllunarefnið yrði þegar hún ræddi við þær Þórunni og Línu í upphafi: heimur lífsstílsbloggara, sjálfsmynd og útlitsdýrkun á samfélagsmiðlum. „Enda sögðu þær báðar frá því að þær hafi orðið varar við slíkt, Lína í gegnum þá sem hafa þakkað henni fyrir að stíga fram, Þórunn í gegnum stúlkur sem hún sér nærast á lækum og fylgjendum á samfélagsmiðlunum. Einmitt þess vegna hafi hún ávallt í huga við sín skrif að það séu unglingsstúlkur í hennar lesendahópi.“Mega vera stoltar af sínu framlagi Þóra segir að umfjöllun Kastljóssins í gær hafi fyrst og fremst verið það sem kallað er “human interest.” Hún segir enga dóma hafa verið fellda og ekki styggðaryrði sagt um nokkurn mann. Þá hafi umfjöllunina vakið mikla athygli og viðbrögðin við henni verið jákvæð þar sem þetta forvitnilegt og umræðan um útlitsdýrkun nauðsynleg. „Því fer fjarri að gert hafi verið lítið úr starfi bloggara. Eins og kom fram í umræðunum á eftir er einmitt margt jákvætt við þetta stóra netsamfélag á Íslandi. Þar geta allir fundið eitthvað sem þeir hafa áhuga á, það er á íslensku og tengt íslenskum veruleika. Það eru að sjálfsögðu bæði kostir og gallar, misjafn sauður í mörgu fé eins og gengur, en tvímælalaust skemmtilegt að fylgjast með þessum hröðu tæknibreytingum og hvernig hver kynslóð nýtir sér þær. Blogg og samfélagsmiðlar eru stór heimur. Þarna var tekin lítil stikkprufa og rætt við tvær glæsilegar konur sem sinna því sem þær hafa áhuga á af krafti – þær komust mjög vel frá því og mega að okkar viti vera mjög stoltar af sínu framlagi.“ Tengdar fréttir Bloggarar ósáttir undir átröskunarhatti Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun. 17. febrúar 2016 12:19 Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Þóra Arnórsdótir, ritstjóri Kastljóss, segir því fara fjarri að gert hafi verið lítið úr starfi bloggara í Kastljósi gærkvöldsins þar sem fjallað var um lífsstílsblogg og átröskun. Margir bloggarar voru ósáttir við umfjöllunina, þar á meðal Þórunn Ívarsdóttir, önnur þeirra sem rætt var við í þættinum, en hún sagði í viðtali í dag að henni hefði ekki verið kunnugt um að einn vinkillinn í umfjölluninni yrði átröskun. „Það var einhvern veginn eins og það væri verið að setja okkur öll undir sama hattinn, að við værum öll með átröskun, við værum öll veik. [...] Ég held að við séum bara ósátt við að við séum öll sett undir sama átröskunarhattinn,“ sagði Þórunn. Vísir leitaði eftir viðbrögðum Þóru við þessari gagnrýni og í skriflegu svari segir Þóra að í innslaginu hafi tveir mjög virkir lífsstílsbloggarar, í víðasta skilningi þess orð þar sem allir samfélagsmiðlar væru undir, verið fengnir til að lýsa hvernig það gengi fyrir sig að vera bloggari, hvað þær gerðu og eftir hvaða hugmyndafræði þær ynnu.Engum dyljist að lífið á samfélagsmiðlunum snúist oft um útlit Þóra segir að það dyljist engum sem virkur sé á samfélagsmiðlunum að lífið þar snúist oft mikið um útlit. Í því samhengi segir Þóra að Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir, hinn viðmælandinn í umfjölluninni, hafi sagt „frá sinni baráttu við átröskun af hreinskilni og heiðarleika. Þórunn sagðist lítið sem ekkert hafa fundið fyrir pressu um að ekki mætti sjá misfellu á hennar útliti og lífi. Hún væri ákaflega meðvituð um sína stöðu sem fyrirmynd og tengiliður við ungar konur.“ Þá segir Þóra jafnframt að umsjónarmaður innslagsins, Milla Ósk Magnúsdóttir, hafi sagt skýrt frá því hvert umfjöllunarefnið yrði þegar hún ræddi við þær Þórunni og Línu í upphafi: heimur lífsstílsbloggara, sjálfsmynd og útlitsdýrkun á samfélagsmiðlum. „Enda sögðu þær báðar frá því að þær hafi orðið varar við slíkt, Lína í gegnum þá sem hafa þakkað henni fyrir að stíga fram, Þórunn í gegnum stúlkur sem hún sér nærast á lækum og fylgjendum á samfélagsmiðlunum. Einmitt þess vegna hafi hún ávallt í huga við sín skrif að það séu unglingsstúlkur í hennar lesendahópi.“Mega vera stoltar af sínu framlagi Þóra segir að umfjöllun Kastljóssins í gær hafi fyrst og fremst verið það sem kallað er “human interest.” Hún segir enga dóma hafa verið fellda og ekki styggðaryrði sagt um nokkurn mann. Þá hafi umfjöllunina vakið mikla athygli og viðbrögðin við henni verið jákvæð þar sem þetta forvitnilegt og umræðan um útlitsdýrkun nauðsynleg. „Því fer fjarri að gert hafi verið lítið úr starfi bloggara. Eins og kom fram í umræðunum á eftir er einmitt margt jákvætt við þetta stóra netsamfélag á Íslandi. Þar geta allir fundið eitthvað sem þeir hafa áhuga á, það er á íslensku og tengt íslenskum veruleika. Það eru að sjálfsögðu bæði kostir og gallar, misjafn sauður í mörgu fé eins og gengur, en tvímælalaust skemmtilegt að fylgjast með þessum hröðu tæknibreytingum og hvernig hver kynslóð nýtir sér þær. Blogg og samfélagsmiðlar eru stór heimur. Þarna var tekin lítil stikkprufa og rætt við tvær glæsilegar konur sem sinna því sem þær hafa áhuga á af krafti – þær komust mjög vel frá því og mega að okkar viti vera mjög stoltar af sínu framlagi.“
Tengdar fréttir Bloggarar ósáttir undir átröskunarhatti Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun. 17. febrúar 2016 12:19 Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Bloggarar ósáttir undir átröskunarhatti Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun. 17. febrúar 2016 12:19
Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00