Ritstjóri Kastljóss segir enga dóma hafa verið fellda í umfjöllun um lífsstílsblogg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 20:15 Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss Vísir/GVA Þóra Arnórsdótir, ritstjóri Kastljóss, segir því fara fjarri að gert hafi verið lítið úr starfi bloggara í Kastljósi gærkvöldsins þar sem fjallað var um lífsstílsblogg og átröskun. Margir bloggarar voru ósáttir við umfjöllunina, þar á meðal Þórunn Ívarsdóttir, önnur þeirra sem rætt var við í þættinum, en hún sagði í viðtali í dag að henni hefði ekki verið kunnugt um að einn vinkillinn í umfjölluninni yrði átröskun. „Það var einhvern veginn eins og það væri verið að setja okkur öll undir sama hattinn, að við værum öll með átröskun, við værum öll veik. [...] Ég held að við séum bara ósátt við að við séum öll sett undir sama átröskunarhattinn,“ sagði Þórunn. Vísir leitaði eftir viðbrögðum Þóru við þessari gagnrýni og í skriflegu svari segir Þóra að í innslaginu hafi tveir mjög virkir lífsstílsbloggarar, í víðasta skilningi þess orð þar sem allir samfélagsmiðlar væru undir, verið fengnir til að lýsa hvernig það gengi fyrir sig að vera bloggari, hvað þær gerðu og eftir hvaða hugmyndafræði þær ynnu.Engum dyljist að lífið á samfélagsmiðlunum snúist oft um útlit Þóra segir að það dyljist engum sem virkur sé á samfélagsmiðlunum að lífið þar snúist oft mikið um útlit. Í því samhengi segir Þóra að Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir, hinn viðmælandinn í umfjölluninni, hafi sagt „frá sinni baráttu við átröskun af hreinskilni og heiðarleika. Þórunn sagðist lítið sem ekkert hafa fundið fyrir pressu um að ekki mætti sjá misfellu á hennar útliti og lífi. Hún væri ákaflega meðvituð um sína stöðu sem fyrirmynd og tengiliður við ungar konur.“ Þá segir Þóra jafnframt að umsjónarmaður innslagsins, Milla Ósk Magnúsdóttir, hafi sagt skýrt frá því hvert umfjöllunarefnið yrði þegar hún ræddi við þær Þórunni og Línu í upphafi: heimur lífsstílsbloggara, sjálfsmynd og útlitsdýrkun á samfélagsmiðlum. „Enda sögðu þær báðar frá því að þær hafi orðið varar við slíkt, Lína í gegnum þá sem hafa þakkað henni fyrir að stíga fram, Þórunn í gegnum stúlkur sem hún sér nærast á lækum og fylgjendum á samfélagsmiðlunum. Einmitt þess vegna hafi hún ávallt í huga við sín skrif að það séu unglingsstúlkur í hennar lesendahópi.“Mega vera stoltar af sínu framlagi Þóra segir að umfjöllun Kastljóssins í gær hafi fyrst og fremst verið það sem kallað er “human interest.” Hún segir enga dóma hafa verið fellda og ekki styggðaryrði sagt um nokkurn mann. Þá hafi umfjöllunina vakið mikla athygli og viðbrögðin við henni verið jákvæð þar sem þetta forvitnilegt og umræðan um útlitsdýrkun nauðsynleg. „Því fer fjarri að gert hafi verið lítið úr starfi bloggara. Eins og kom fram í umræðunum á eftir er einmitt margt jákvætt við þetta stóra netsamfélag á Íslandi. Þar geta allir fundið eitthvað sem þeir hafa áhuga á, það er á íslensku og tengt íslenskum veruleika. Það eru að sjálfsögðu bæði kostir og gallar, misjafn sauður í mörgu fé eins og gengur, en tvímælalaust skemmtilegt að fylgjast með þessum hröðu tæknibreytingum og hvernig hver kynslóð nýtir sér þær. Blogg og samfélagsmiðlar eru stór heimur. Þarna var tekin lítil stikkprufa og rætt við tvær glæsilegar konur sem sinna því sem þær hafa áhuga á af krafti – þær komust mjög vel frá því og mega að okkar viti vera mjög stoltar af sínu framlagi.“ Tengdar fréttir Bloggarar ósáttir undir átröskunarhatti Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun. 17. febrúar 2016 12:19 Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Þóra Arnórsdótir, ritstjóri Kastljóss, segir því fara fjarri að gert hafi verið lítið úr starfi bloggara í Kastljósi gærkvöldsins þar sem fjallað var um lífsstílsblogg og átröskun. Margir bloggarar voru ósáttir við umfjöllunina, þar á meðal Þórunn Ívarsdóttir, önnur þeirra sem rætt var við í þættinum, en hún sagði í viðtali í dag að henni hefði ekki verið kunnugt um að einn vinkillinn í umfjölluninni yrði átröskun. „Það var einhvern veginn eins og það væri verið að setja okkur öll undir sama hattinn, að við værum öll með átröskun, við værum öll veik. [...] Ég held að við séum bara ósátt við að við séum öll sett undir sama átröskunarhattinn,“ sagði Þórunn. Vísir leitaði eftir viðbrögðum Þóru við þessari gagnrýni og í skriflegu svari segir Þóra að í innslaginu hafi tveir mjög virkir lífsstílsbloggarar, í víðasta skilningi þess orð þar sem allir samfélagsmiðlar væru undir, verið fengnir til að lýsa hvernig það gengi fyrir sig að vera bloggari, hvað þær gerðu og eftir hvaða hugmyndafræði þær ynnu.Engum dyljist að lífið á samfélagsmiðlunum snúist oft um útlit Þóra segir að það dyljist engum sem virkur sé á samfélagsmiðlunum að lífið þar snúist oft mikið um útlit. Í því samhengi segir Þóra að Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir, hinn viðmælandinn í umfjölluninni, hafi sagt „frá sinni baráttu við átröskun af hreinskilni og heiðarleika. Þórunn sagðist lítið sem ekkert hafa fundið fyrir pressu um að ekki mætti sjá misfellu á hennar útliti og lífi. Hún væri ákaflega meðvituð um sína stöðu sem fyrirmynd og tengiliður við ungar konur.“ Þá segir Þóra jafnframt að umsjónarmaður innslagsins, Milla Ósk Magnúsdóttir, hafi sagt skýrt frá því hvert umfjöllunarefnið yrði þegar hún ræddi við þær Þórunni og Línu í upphafi: heimur lífsstílsbloggara, sjálfsmynd og útlitsdýrkun á samfélagsmiðlum. „Enda sögðu þær báðar frá því að þær hafi orðið varar við slíkt, Lína í gegnum þá sem hafa þakkað henni fyrir að stíga fram, Þórunn í gegnum stúlkur sem hún sér nærast á lækum og fylgjendum á samfélagsmiðlunum. Einmitt þess vegna hafi hún ávallt í huga við sín skrif að það séu unglingsstúlkur í hennar lesendahópi.“Mega vera stoltar af sínu framlagi Þóra segir að umfjöllun Kastljóssins í gær hafi fyrst og fremst verið það sem kallað er “human interest.” Hún segir enga dóma hafa verið fellda og ekki styggðaryrði sagt um nokkurn mann. Þá hafi umfjöllunina vakið mikla athygli og viðbrögðin við henni verið jákvæð þar sem þetta forvitnilegt og umræðan um útlitsdýrkun nauðsynleg. „Því fer fjarri að gert hafi verið lítið úr starfi bloggara. Eins og kom fram í umræðunum á eftir er einmitt margt jákvætt við þetta stóra netsamfélag á Íslandi. Þar geta allir fundið eitthvað sem þeir hafa áhuga á, það er á íslensku og tengt íslenskum veruleika. Það eru að sjálfsögðu bæði kostir og gallar, misjafn sauður í mörgu fé eins og gengur, en tvímælalaust skemmtilegt að fylgjast með þessum hröðu tæknibreytingum og hvernig hver kynslóð nýtir sér þær. Blogg og samfélagsmiðlar eru stór heimur. Þarna var tekin lítil stikkprufa og rætt við tvær glæsilegar konur sem sinna því sem þær hafa áhuga á af krafti – þær komust mjög vel frá því og mega að okkar viti vera mjög stoltar af sínu framlagi.“
Tengdar fréttir Bloggarar ósáttir undir átröskunarhatti Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun. 17. febrúar 2016 12:19 Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Bloggarar ósáttir undir átröskunarhatti Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun. 17. febrúar 2016 12:19
Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00