Bloggarar ósáttir undir átröskunarhatti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 12:19 Bloggararnir Þórunn Ívarsdóttir og Hildur Ragnarsdóttir voru ekki mjög hrifnar af umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átraskanir. vísir Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun en í þættinum var rætt við bloggarana Þórunni Ívarsdóttur og Línu Birgittu Camillu Sigurðardóttur. Lína Birgitta hefur greint frá því opinberlega að hún hafi glímt við átröskunarsjúkdóminn lotugræðgi og var hún spurð út í þá reynslu en Þórunn er, eins og fleiri bloggarar, vægast sagt ósátt við framsetninguna í þættinum og það að lífsstílsbloggum og átröskun hafi verið blandað saman í umfjöllun Kastljóss.#kastljós. Það eru ekki allir bloggarar að farast úr útlitsdýrkun eða átröskun. Skrýtin umfjöllun sem óþarfi er tengja beint v.'tískublogg“.— Andrea Röfn (@andrearofn) February 16, 2016 Segja má að í fyrra hluta þáttarins hafi verið fjallað um bloggin út frá markaðsfræðilegu sjónarhorni þar sem bloggarar fjalla mikið um hinar ýmsu vörur og þjónustu sem þeir fá gjarnan að gjöf. Í seinni hluta þáttarins var sjónunum hins vegar beint að átröskun og hún tengd við lífsreynslu Línu af lotugræðgi. „Það var einhvern veginn eins og það væri verið að setja okkur öll undir sama hattinn, að við værum öll með átröskun, við værum öll veik. [...] Ég held að við séum bara ósátt við að við séum öll sett undir sama átröskunarhattinn,“ sagði Þórunn í viðtali um málið í Brennslunni í morgun.Sjá einnig: Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“Var ekki í viðtali um átröskun heldur bloggheiminn Hún kvaðst ekki hafa vitað af því þegar hún fór í viðtal við Kastljósið að einn vinkillinn í umfjölluninni yrði átröskun. „Það er ekkert frá mér um átröskun. Ég er í viðtali um bloggheiminn og ég er eiginlega svona að mata ofan í eldri kynslóðina hvernig þetta virkar, bara frá A-Ö. Bara til dæmis hvernig það virkar þegar við fáum sendar gjafir og hvað við þurfum að gera samkvæmt neytendalögum og öllu þessu. Og eins og þið sjáið bara í viðtalinu þá er ég aldrei með nein komment sem tengjast átröskun nema bara að ég finni ekki fyrir þessari pressu.“Þarf að koma svo mörgum hlutum frá mér í sambandi við Kastljós kvöldsins. Hér er byrjunin. #kastljós pic.twitter.com/qG7DvSGnG4— Hildur Ragnarsdóttir (@hilrag) February 16, 2016 „Diss á þá sem glíma við átröskun“ Hildur Ragnarsdóttir, eigandi verslunarinnar Einveru og bloggari á tískuvefnum Trendnet, tók undir gagnrýni Þórunnar. Umfjöllun Kastljóss var einkennileg að hennar mati. „Ég tek auðvitað ofan af fyrir Línu Birgittu sem svona opinber karakter að viðurkenna að hún eigi við átröskun að stríða og það er alveg mjög „valid“ umræðuefni í heilan kannski Kastljósþátt. En að tengja það við blogg... tala um blogg sem markaðsmiðil og hoppa svo í það fannst mér diss á þá sem glíma við átröskun. Hún var ekki að segja að hún hefði fengið átröskun af því að hún er tískubloggari eða lífsstílsbloggari. Þannig að mér fannst þetta dálítið úr samhengi,“ sagði Hildur í samtali við Brennsluna í morgun.Bloggarar eins misjafnir og þeir eru margir Hún sagði að það hafi farið í taugarnar sér hvernig umræðan í þættinum hafi einhvern veginn snúist um það að allir bloggarar væru með útlitsdýrkun og fengu endalaust af fríu dóti og drasli. Hildur sagðist halda að það væru tæplega 100 aktívir lífsstílsbloggarar á landinu og að þeir væru misjafnir eins og þeir væru margir. „Það eru kannski ekkert allir að blogga fyrir sömu ástæðurnar. Það eru allir að vinna með sín eigin markmið hver svo sem þau eru. [...] Við Íslendingar eigum það til að alhæfa um ansi margt og þegar það koma einhverjar svona tvær stelpur sem eru bara mjög flottar þá verða þær svolítið svona target fyrir „Já, ok, eru sem sagt allir bloggarar svona.““Hér að neðan má hlusta á viðtölin við Þórunni og Hildi í heild sinni.Óhnitmiðuð og illa unnin umfjöllun. Aðeins fengin tvö sjónarhorn að þessum "bloggheimi" sem er ekki raunveruleiki okkar allra. #kastljós— HELGI OMARSSON (@justlikehelgi) February 16, 2016 Tengdar fréttir Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun en í þættinum var rætt við bloggarana Þórunni Ívarsdóttur og Línu Birgittu Camillu Sigurðardóttur. Lína Birgitta hefur greint frá því opinberlega að hún hafi glímt við átröskunarsjúkdóminn lotugræðgi og var hún spurð út í þá reynslu en Þórunn er, eins og fleiri bloggarar, vægast sagt ósátt við framsetninguna í þættinum og það að lífsstílsbloggum og átröskun hafi verið blandað saman í umfjöllun Kastljóss.#kastljós. Það eru ekki allir bloggarar að farast úr útlitsdýrkun eða átröskun. Skrýtin umfjöllun sem óþarfi er tengja beint v.'tískublogg“.— Andrea Röfn (@andrearofn) February 16, 2016 Segja má að í fyrra hluta þáttarins hafi verið fjallað um bloggin út frá markaðsfræðilegu sjónarhorni þar sem bloggarar fjalla mikið um hinar ýmsu vörur og þjónustu sem þeir fá gjarnan að gjöf. Í seinni hluta þáttarins var sjónunum hins vegar beint að átröskun og hún tengd við lífsreynslu Línu af lotugræðgi. „Það var einhvern veginn eins og það væri verið að setja okkur öll undir sama hattinn, að við værum öll með átröskun, við værum öll veik. [...] Ég held að við séum bara ósátt við að við séum öll sett undir sama átröskunarhattinn,“ sagði Þórunn í viðtali um málið í Brennslunni í morgun.Sjá einnig: Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“Var ekki í viðtali um átröskun heldur bloggheiminn Hún kvaðst ekki hafa vitað af því þegar hún fór í viðtal við Kastljósið að einn vinkillinn í umfjölluninni yrði átröskun. „Það er ekkert frá mér um átröskun. Ég er í viðtali um bloggheiminn og ég er eiginlega svona að mata ofan í eldri kynslóðina hvernig þetta virkar, bara frá A-Ö. Bara til dæmis hvernig það virkar þegar við fáum sendar gjafir og hvað við þurfum að gera samkvæmt neytendalögum og öllu þessu. Og eins og þið sjáið bara í viðtalinu þá er ég aldrei með nein komment sem tengjast átröskun nema bara að ég finni ekki fyrir þessari pressu.“Þarf að koma svo mörgum hlutum frá mér í sambandi við Kastljós kvöldsins. Hér er byrjunin. #kastljós pic.twitter.com/qG7DvSGnG4— Hildur Ragnarsdóttir (@hilrag) February 16, 2016 „Diss á þá sem glíma við átröskun“ Hildur Ragnarsdóttir, eigandi verslunarinnar Einveru og bloggari á tískuvefnum Trendnet, tók undir gagnrýni Þórunnar. Umfjöllun Kastljóss var einkennileg að hennar mati. „Ég tek auðvitað ofan af fyrir Línu Birgittu sem svona opinber karakter að viðurkenna að hún eigi við átröskun að stríða og það er alveg mjög „valid“ umræðuefni í heilan kannski Kastljósþátt. En að tengja það við blogg... tala um blogg sem markaðsmiðil og hoppa svo í það fannst mér diss á þá sem glíma við átröskun. Hún var ekki að segja að hún hefði fengið átröskun af því að hún er tískubloggari eða lífsstílsbloggari. Þannig að mér fannst þetta dálítið úr samhengi,“ sagði Hildur í samtali við Brennsluna í morgun.Bloggarar eins misjafnir og þeir eru margir Hún sagði að það hafi farið í taugarnar sér hvernig umræðan í þættinum hafi einhvern veginn snúist um það að allir bloggarar væru með útlitsdýrkun og fengu endalaust af fríu dóti og drasli. Hildur sagðist halda að það væru tæplega 100 aktívir lífsstílsbloggarar á landinu og að þeir væru misjafnir eins og þeir væru margir. „Það eru kannski ekkert allir að blogga fyrir sömu ástæðurnar. Það eru allir að vinna með sín eigin markmið hver svo sem þau eru. [...] Við Íslendingar eigum það til að alhæfa um ansi margt og þegar það koma einhverjar svona tvær stelpur sem eru bara mjög flottar þá verða þær svolítið svona target fyrir „Já, ok, eru sem sagt allir bloggarar svona.““Hér að neðan má hlusta á viðtölin við Þórunni og Hildi í heild sinni.Óhnitmiðuð og illa unnin umfjöllun. Aðeins fengin tvö sjónarhorn að þessum "bloggheimi" sem er ekki raunveruleiki okkar allra. #kastljós— HELGI OMARSSON (@justlikehelgi) February 16, 2016
Tengdar fréttir Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00