Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Þórdís Valsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Litlum gúmmíkúlum er dreift yfir gervigrasvelli til að gefa þeim mýkri áferð. Vísir/Anton Brink Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gagnrýnir þessa áætlun og forgangsröðun meirihlutans. Dekkjakurlið, sem um er að ræða, er litlar gúmmíkúlur sem dreift er yfir völlinn til að gefa honum mýkri áferð. Á Alþingi liggur fyrir þingsályktunartillaga allra flokka um bann við notkun dekkjakurls og að mótuð verði áætlun um að skipta gúmmíkurli úr dekkjum út fyrir hættuminni efni fyrir árslok 2016. Mikið hefur verið fjallað um skaðsemi dekkjakurls sem notað er á völlunum og hvatti Læknafélag Íslands til þess árið 2010 að notkun kurlsins á íþrótta- og leiksvæðum yrði hætt. Í ályktun frá 2010 sagði Þorsteinn Guðnason hjartalæknir að í dekkjakurli væri að finna krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni sem geta verið hættuleg fyrir börn og aðra iðkendur íþrótta á gervigrasvöllum. Samkvæmt Umhverfisstofnun getur gúmmí sem notað er í dekkjakurl verið misjafnt en þó sé nánast óhjákvæmilegt að nota ýmis skaðleg efni við framleiðsluna. Við framleiðslu dekkja var auk þess áður notuð olía sem inniheldur efni sem geta meðal annars verið krabbameinsvaldandi. Notkun olíunnar hefur þó verið bönnuð við framleiðslu dekkja. Stofnunin hefur nú kallað eftir upplýsingum frá þremur innflytjendum um efnainnihald dekkjakurls sem notað er á gervigrasvöllum. Í áætlun Reykjavíkurborgar kemur fram að hafist verður handa við Víkingsvöll á þessu ári. Á næsta ári verður svo völlur KR endurnýjaður, völlur Leiknis árið 2018 og ÍR 2019. Margir foreldrar barna í Reykjavík eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á völlum borgarinnar ekki alfarið út á þessu ári. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við og hafa hafist handa við endurnýjun gervigrasvalla. Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gagnrýnir þessa áætlun og forgangsröðun meirihlutans. Dekkjakurlið, sem um er að ræða, er litlar gúmmíkúlur sem dreift er yfir völlinn til að gefa honum mýkri áferð. Á Alþingi liggur fyrir þingsályktunartillaga allra flokka um bann við notkun dekkjakurls og að mótuð verði áætlun um að skipta gúmmíkurli úr dekkjum út fyrir hættuminni efni fyrir árslok 2016. Mikið hefur verið fjallað um skaðsemi dekkjakurls sem notað er á völlunum og hvatti Læknafélag Íslands til þess árið 2010 að notkun kurlsins á íþrótta- og leiksvæðum yrði hætt. Í ályktun frá 2010 sagði Þorsteinn Guðnason hjartalæknir að í dekkjakurli væri að finna krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni sem geta verið hættuleg fyrir börn og aðra iðkendur íþrótta á gervigrasvöllum. Samkvæmt Umhverfisstofnun getur gúmmí sem notað er í dekkjakurl verið misjafnt en þó sé nánast óhjákvæmilegt að nota ýmis skaðleg efni við framleiðsluna. Við framleiðslu dekkja var auk þess áður notuð olía sem inniheldur efni sem geta meðal annars verið krabbameinsvaldandi. Notkun olíunnar hefur þó verið bönnuð við framleiðslu dekkja. Stofnunin hefur nú kallað eftir upplýsingum frá þremur innflytjendum um efnainnihald dekkjakurls sem notað er á gervigrasvöllum. Í áætlun Reykjavíkurborgar kemur fram að hafist verður handa við Víkingsvöll á þessu ári. Á næsta ári verður svo völlur KR endurnýjaður, völlur Leiknis árið 2018 og ÍR 2019. Margir foreldrar barna í Reykjavík eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á völlum borgarinnar ekki alfarið út á þessu ári. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við og hafa hafist handa við endurnýjun gervigrasvalla.
Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37
Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06
Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30