Grundvallarbreyting á stigagjöfinni í Eurovision í ár Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2016 10:33 Måns Zelmerlöw, sigurvegari keppninnar í fyrra, verður kynnir í ár. Vísir/Getty Grundvallar breyting verður á stigagjöfinni í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þetta árið. Keppnin fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi en forsvarsmenn keppninnar hafa ákveðið að kynna niðurstöður dómnefndar og símakosningar hvers lands í sitthvoru lagi. Hingað til hefur fyrirkomu lagið vera þannig að fulltrúi hvers lands tilkynnir samanlagða niðurstöðu dómnefndar og símakosningar almennings. Á úrslitakvöldinu, 14. maí næstkomandi, verður fyrirkomulagið hins vegar þannig að hægt verður að fá 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig frá dómnefnd hverrar þjóðar og sömuleiðis 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig úr símakosningu hverrar þjóðar. Mun þetta því tvöfalda stigafjöldann í keppninni í ár. Áhorfendur hafa kost á að greiða atkvæði í keppninni í gegnum símhringingu, með SMS-i eða í gegnum opinbert app Eurovision-keppninnar. Eftir að niðurstaða dómnefndar hverrar þjóðar hefur verið tilkynnt, þar sem tíu þjóðir geta fengið 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig, þá verður tilkynnt um niðurstöðu símakosningar þar sem tíu þjóðir fá annað hvort 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig.Vonast stjórnendur keppninnar til þess að þetta muni auka spennuna til muna í keppninni. „Það er enn meiri ástæða til greiða atkvæði í keppninni í ár. Nýja fyrirkomulagið tryggir að það lag sem er vinsælast á meðal hverrar þjóðar fær tólf stig, sama hvað dómnefndinni finnst. Það er viðeigandi að þetta sé gert í fyrsta skiptið í Stokkhólmi, hvar tólf stiga kerfið var fyrst kynnt til sögunnar árið 1975,“ er haft eftir Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision-keppninnar, á vef Eurovision.tv. Þar er einnig haft eftir Martin Österdahl, yfirframleiðanda keppninnar í ár, að í síðustu keppnum hafi niðurstaðan verið ljós allt að tuttugu mínútum áður en búið er að gefa upp öll stigin. „Það er ekki gott sjónvarp. Þetta fyrirkomulag mun auka spennuna til muna þannig að hún varir til loka keppninnar,“ segir Österdahl.Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi Eurovision sem fer fram 10. maí næstkomandi. Seinna undankvöldið fer fram 12. maí og úrslitin svo laugardagskvöldið 14. maí. Kynnar keppninnar í ár verða Petra Mede, sem var kynnir í Malmö 2013, og Måns Zelmerlöw, sigurvegari síðasta árs Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00 18 skipa dómnefnd Söngvakeppninnar úr öllum kjördæmum landsins Sama fyrirkomulag verður haft í Eurovisionkeppninni sjálfri í Svíþjóð í maí. 18. febrúar 2016 12:34 Ekkert dómaralag í úrslitum Söngvakeppninnar Samkvæmt reglum keppninnar hefur dómnefnd möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram en ekki var talin ástæða til þess. 14. febrúar 2016 11:58 Fimm af lögunum flutt á ensku Samkvæmt reglum keppninnar verður að flytja lagið í úrslitunum eins og það verður flutt í Stokkhólmi. 16. febrúar 2016 21:30 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Grundvallar breyting verður á stigagjöfinni í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þetta árið. Keppnin fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi en forsvarsmenn keppninnar hafa ákveðið að kynna niðurstöður dómnefndar og símakosningar hvers lands í sitthvoru lagi. Hingað til hefur fyrirkomu lagið vera þannig að fulltrúi hvers lands tilkynnir samanlagða niðurstöðu dómnefndar og símakosningar almennings. Á úrslitakvöldinu, 14. maí næstkomandi, verður fyrirkomulagið hins vegar þannig að hægt verður að fá 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig frá dómnefnd hverrar þjóðar og sömuleiðis 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig úr símakosningu hverrar þjóðar. Mun þetta því tvöfalda stigafjöldann í keppninni í ár. Áhorfendur hafa kost á að greiða atkvæði í keppninni í gegnum símhringingu, með SMS-i eða í gegnum opinbert app Eurovision-keppninnar. Eftir að niðurstaða dómnefndar hverrar þjóðar hefur verið tilkynnt, þar sem tíu þjóðir geta fengið 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig, þá verður tilkynnt um niðurstöðu símakosningar þar sem tíu þjóðir fá annað hvort 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig.Vonast stjórnendur keppninnar til þess að þetta muni auka spennuna til muna í keppninni. „Það er enn meiri ástæða til greiða atkvæði í keppninni í ár. Nýja fyrirkomulagið tryggir að það lag sem er vinsælast á meðal hverrar þjóðar fær tólf stig, sama hvað dómnefndinni finnst. Það er viðeigandi að þetta sé gert í fyrsta skiptið í Stokkhólmi, hvar tólf stiga kerfið var fyrst kynnt til sögunnar árið 1975,“ er haft eftir Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision-keppninnar, á vef Eurovision.tv. Þar er einnig haft eftir Martin Österdahl, yfirframleiðanda keppninnar í ár, að í síðustu keppnum hafi niðurstaðan verið ljós allt að tuttugu mínútum áður en búið er að gefa upp öll stigin. „Það er ekki gott sjónvarp. Þetta fyrirkomulag mun auka spennuna til muna þannig að hún varir til loka keppninnar,“ segir Österdahl.Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi Eurovision sem fer fram 10. maí næstkomandi. Seinna undankvöldið fer fram 12. maí og úrslitin svo laugardagskvöldið 14. maí. Kynnar keppninnar í ár verða Petra Mede, sem var kynnir í Malmö 2013, og Måns Zelmerlöw, sigurvegari síðasta árs
Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00 18 skipa dómnefnd Söngvakeppninnar úr öllum kjördæmum landsins Sama fyrirkomulag verður haft í Eurovisionkeppninni sjálfri í Svíþjóð í maí. 18. febrúar 2016 12:34 Ekkert dómaralag í úrslitum Söngvakeppninnar Samkvæmt reglum keppninnar hefur dómnefnd möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram en ekki var talin ástæða til þess. 14. febrúar 2016 11:58 Fimm af lögunum flutt á ensku Samkvæmt reglum keppninnar verður að flytja lagið í úrslitunum eins og það verður flutt í Stokkhólmi. 16. febrúar 2016 21:30 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58
Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00
18 skipa dómnefnd Söngvakeppninnar úr öllum kjördæmum landsins Sama fyrirkomulag verður haft í Eurovisionkeppninni sjálfri í Svíþjóð í maí. 18. febrúar 2016 12:34
Ekkert dómaralag í úrslitum Söngvakeppninnar Samkvæmt reglum keppninnar hefur dómnefnd möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram en ekki var talin ástæða til þess. 14. febrúar 2016 11:58
Fimm af lögunum flutt á ensku Samkvæmt reglum keppninnar verður að flytja lagið í úrslitunum eins og það verður flutt í Stokkhólmi. 16. febrúar 2016 21:30
Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44