Lífið

Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt svið.
Rosalegt svið. vísir
Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor.

Bæði undanúrslitakvöldin og úrslitakvöldið fara fram í Globen-höllinni í Stokkhólmi. Nú hafa Svíarnir gefa út myndband sem sýnir hvernig sviðið mun koma til með að líta út á kvöldunum.

Fyrri undanriðillinn fer fram þriðjudagskvöldið 10. maí og verður Ísland í hópi átján landa sem keppa um tíu laus sæti í úrslitunum laugardagskvöldið 14. maí. Nítján lönd keppa um tíu laus sæti fimmtudagskvöldið 12. maí á seinna undankvöldinu.

Þrjátíu og sjö lönd keppa í ár en stóru þjóðirnar fimm, Bretland, Ítalía, Spánn, Frakkland og Þýskaland eiga víst sæti á úrslitakvöldinu ásamt gestgjöfunum í Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×