Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2016 12:30 Maðurinn bankaði upp á hjá konunni um áttaleytið á mánudagsmorgun og sagðist þurfa að lesa af mælum. Vísir/Getty Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. Þá séu starfsmenn ávallt einkennisklæddir og með starfsmannaskírteini. Lögregla leitar manns sem grunaður er um að hafa ráðist á móður sem var ein heima með ungbarn sitt í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun. Maðurinn sagðist vera mættur til að lesa af mælum, konan bauð honum inn og í kjölfarið á hann að hafa ráðist á konuna. Grunur leikur á að ekki aðeins sé um líkamsárás að ræða heldur einnig kynferðisbrot. Lögregla verst allra fregna af málinu en samkvæmt heimildum Vísis er það þó í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild. Send var út tilkynning í gær með lýsingu á manninum sem talinn er vera um 180 sm á hæð, fölleitur en hann var dökkklæddur með svarta hanska og húfu. Líklegur aldur er á milli 35 og 45.Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Starfsmenn merktir í bak og fyrir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, segir lögreglu ekki hafa leitað til fyrirtækisins vegna málsins. Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, er annað tveggja fyrirtækja sem lesa af mælum í norðurhluta Hafnarfjarðar. Hitt fyrirtækið er HS Veitur. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, hafði sömuleiðis ekki heyrt af málinu. Eiríkur segir sitt fólk alltaf einkennisklætt, með starfsmannaskírteini með mynd og fatnaðurinn sé mjög sýnilegur. Auk þess aki starfsmenn um á merktum bílum. Þá sé ekki bankað upp á heima hjá fólki fyrr en klukkan 10. Starfsmenn lesi hins vegar stundum af mælum hjá fyrirtækjum fyrr um morguninn.Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna.Mynd af heimasíðu HS VeitnaGera ekki fólki rúmrusk Júlíus segir svipaða sögu af mælalestri HS Veitna. Starfsmenn séu einkennisklæddir og vísa starfsmannaskírteini séu þeir beðnir um það. Hann segir starfsfólk yfirleitt ekki gera fólki rúmrusk en fara frekar í fyrirtæki á morgnana. Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu á skrifstofutíma í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Fréttin var uppfærð með upplýsingum um að Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sæi um mælingar í Hafnarfirði. Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. Þá séu starfsmenn ávallt einkennisklæddir og með starfsmannaskírteini. Lögregla leitar manns sem grunaður er um að hafa ráðist á móður sem var ein heima með ungbarn sitt í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun. Maðurinn sagðist vera mættur til að lesa af mælum, konan bauð honum inn og í kjölfarið á hann að hafa ráðist á konuna. Grunur leikur á að ekki aðeins sé um líkamsárás að ræða heldur einnig kynferðisbrot. Lögregla verst allra fregna af málinu en samkvæmt heimildum Vísis er það þó í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild. Send var út tilkynning í gær með lýsingu á manninum sem talinn er vera um 180 sm á hæð, fölleitur en hann var dökkklæddur með svarta hanska og húfu. Líklegur aldur er á milli 35 og 45.Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Starfsmenn merktir í bak og fyrir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, segir lögreglu ekki hafa leitað til fyrirtækisins vegna málsins. Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, er annað tveggja fyrirtækja sem lesa af mælum í norðurhluta Hafnarfjarðar. Hitt fyrirtækið er HS Veitur. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, hafði sömuleiðis ekki heyrt af málinu. Eiríkur segir sitt fólk alltaf einkennisklætt, með starfsmannaskírteini með mynd og fatnaðurinn sé mjög sýnilegur. Auk þess aki starfsmenn um á merktum bílum. Þá sé ekki bankað upp á heima hjá fólki fyrr en klukkan 10. Starfsmenn lesi hins vegar stundum af mælum hjá fyrirtækjum fyrr um morguninn.Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna.Mynd af heimasíðu HS VeitnaGera ekki fólki rúmrusk Júlíus segir svipaða sögu af mælalestri HS Veitna. Starfsmenn séu einkennisklæddir og vísa starfsmannaskírteini séu þeir beðnir um það. Hann segir starfsfólk yfirleitt ekki gera fólki rúmrusk en fara frekar í fyrirtæki á morgnana. Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu á skrifstofutíma í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Fréttin var uppfærð með upplýsingum um að Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sæi um mælingar í Hafnarfirði.
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30