Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 14:46 Frá Reynisfjöru. vísir/friðrik þór Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir vaktina hafa gengið þokkalega vel að mestu leyti. „Við höfum nú séð ótrúlegustu hluti gerast hérna. Eins og til dæmis í gær þá stöðvuðum við tvo menn sem komu út úr bílnum á sundskýlunum einum fata og héldu að það væri bara allt í lagi að fara og skella sér í kaldan sjóinn. Þeir gerðu sér enga grein fyrir hættunni en það var heilmikið brim hérna í gær. Þannig að við erum að eiga við ýmislegt hérna og erum ekki með þessa vakt að ástæðulausu,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður segir hann að allt að fjögur þúsund manns komi í Reynisfjöru á hverjum degi en það fari dálítið eftir veðri hversu mikill fjöldi fólks leggi leið sína þangað. Sveinn segir að sunnudagurinn hafi til að mynda verið nokkuð stór og þá hefur verið gott veður á svæðinu bæði í gær og í dag. Hann segir ferðamennina að öllu jöfnu fara eftir tilmælum lögreglu um að fara varlega og koma sér ekki í hættu. „Við höfum verið nokkuð grimmir á því að biðja fólk um að fara í burtu ef við sjáum að það er að skapast einhver hætta og flestir hafa orðið við því. Þó er alltaf einn og einn sem fer það sem hann ætlar sér,“ segir Sveinn. Vakt lögreglunnar í Reynisfjöru lýkur að óbreyttu næsta fimmtudag og segist Sveinn Kristján búast við því að þá verði búið að gera ráðstafanir til að tryggja betur öryggi ferðamanna í fjörunni. Fundað hefur verið um hvað hægt sé að gera og segir Sveinn Kristján að stefnt sé að því meðal annars að bæta til muna merkingar á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir vaktina hafa gengið þokkalega vel að mestu leyti. „Við höfum nú séð ótrúlegustu hluti gerast hérna. Eins og til dæmis í gær þá stöðvuðum við tvo menn sem komu út úr bílnum á sundskýlunum einum fata og héldu að það væri bara allt í lagi að fara og skella sér í kaldan sjóinn. Þeir gerðu sér enga grein fyrir hættunni en það var heilmikið brim hérna í gær. Þannig að við erum að eiga við ýmislegt hérna og erum ekki með þessa vakt að ástæðulausu,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður segir hann að allt að fjögur þúsund manns komi í Reynisfjöru á hverjum degi en það fari dálítið eftir veðri hversu mikill fjöldi fólks leggi leið sína þangað. Sveinn segir að sunnudagurinn hafi til að mynda verið nokkuð stór og þá hefur verið gott veður á svæðinu bæði í gær og í dag. Hann segir ferðamennina að öllu jöfnu fara eftir tilmælum lögreglu um að fara varlega og koma sér ekki í hættu. „Við höfum verið nokkuð grimmir á því að biðja fólk um að fara í burtu ef við sjáum að það er að skapast einhver hætta og flestir hafa orðið við því. Þó er alltaf einn og einn sem fer það sem hann ætlar sér,“ segir Sveinn. Vakt lögreglunnar í Reynisfjöru lýkur að óbreyttu næsta fimmtudag og segist Sveinn Kristján búast við því að þá verði búið að gera ráðstafanir til að tryggja betur öryggi ferðamanna í fjörunni. Fundað hefur verið um hvað hægt sé að gera og segir Sveinn Kristján að stefnt sé að því meðal annars að bæta til muna merkingar á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40
Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58
Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?