Innlent

Má heita Gígí en ekki Einarr

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kvenmannsnöfnin sem samþykkt voru eru Rósý, Dalrún og Gígí en karlmannsnafnið er Lói.
Kvenmannsnöfnin sem samþykkt voru eru Rósý, Dalrún og Gígí en karlmannsnafnið er Lói. vísir/getty
Mannanafnanefnd hefur samþykkt fjögur ný eiginnöfn, þrjú kvenmannsnöfn og eitt karlmannsnafn.

Kvenmannsnöfnin sem samþykkt voru eru Rósý, Dalrún og Gígí en karlmannsnafnið er Lói. Karlmannsnafninu Einarr var hins vegar hafnað.

Úrskurðirnir voru kveðnir upp þann 5. febrúar en voru birtir á vefnum í dag. Í úrskurði nefndarinnar um nafnið Einarr segir að þar reyni á skilyrði númer þrjú 1. málsgreinar 5. greinar laga um mannanafnanöfn þar sem kveðið er á um að nafn skuli ritað í samræmi við almennar ritgerðir íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti.

Mannanafnanefnd kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé hefð fyrir rithættinum Einarr og vísað í það að enginn Íslendingur hefur verið skráður á 20. öld með ritháttinn samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Þá hefur nafnið þannig ritað heldur ekki verið borið af Íslendingum í fjölskyldu umsækjanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×