Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Höskuldur Kári Schram skrifar 19. febrúar 2016 22:15 Útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári samkvæmt búvörusamningi sem var undirritaður í dag. Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. Samkomulagið sem var undirritað í dag nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og aftur árið 2023. Með þessu er verið að reyna að svara þeirri gagnrýni að samkomulagið bindi hendur komandi ríkisstjórna. Samningurinn felur í sér töluverðar breytingar á starfsumhverfi bænda en stefnt er að því á samningstímanum að leggja af kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og í sauðfjárrækt. Losað verður um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur til bænda verða ekki bundnar við framleiðslu á mjólk og kjöti eins og verið hefur. Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarmála hækka um 900 milljónir á næsta ári vegna samkomulagsins. Hins vegar er gert ráð fyrir því að aukningin fari stiglækkandi út samningstímann og verði að meðaltali í kringum 700 milljónir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra landbúnaðarmála, segir þetta vera samning umbreytinga og sóknar, ætlaðan að efla matvælaframleiðslu. „Hann er til langs tíma til að svara ákveðnum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Hann er með endurskoðunum á þessum langa tíma. Það eru settir viðbótarfjármunir í hann, sem þó eru með þeim hætti að upphæðin sem að stuðningurinn til landbúnaðarins er, verður með svipuðum hætti í lokin og í upphafi.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að verið sé að þróa stuðninginn sem greiddur er til landbúnaðarins í fjölbreyttara form. „Við drögum úr þeirri áherslu sem hefur verið á tvær stórar búgreinar – sauðfjár- og mjólkurframleiðslu – og færum þungann yfir í stuðningskerfi sem er opið fyrir allan landbúnaðinn og gefur mönnum frelsi til að velja sér hvar þeir vilja staðsetja sig í landbúnaðnum.“ Nánar má lesa um nýja búvörusamninga hér. Búvörusamningar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári samkvæmt búvörusamningi sem var undirritaður í dag. Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. Samkomulagið sem var undirritað í dag nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og aftur árið 2023. Með þessu er verið að reyna að svara þeirri gagnrýni að samkomulagið bindi hendur komandi ríkisstjórna. Samningurinn felur í sér töluverðar breytingar á starfsumhverfi bænda en stefnt er að því á samningstímanum að leggja af kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og í sauðfjárrækt. Losað verður um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur til bænda verða ekki bundnar við framleiðslu á mjólk og kjöti eins og verið hefur. Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarmála hækka um 900 milljónir á næsta ári vegna samkomulagsins. Hins vegar er gert ráð fyrir því að aukningin fari stiglækkandi út samningstímann og verði að meðaltali í kringum 700 milljónir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra landbúnaðarmála, segir þetta vera samning umbreytinga og sóknar, ætlaðan að efla matvælaframleiðslu. „Hann er til langs tíma til að svara ákveðnum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Hann er með endurskoðunum á þessum langa tíma. Það eru settir viðbótarfjármunir í hann, sem þó eru með þeim hætti að upphæðin sem að stuðningurinn til landbúnaðarins er, verður með svipuðum hætti í lokin og í upphafi.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að verið sé að þróa stuðninginn sem greiddur er til landbúnaðarins í fjölbreyttara form. „Við drögum úr þeirri áherslu sem hefur verið á tvær stórar búgreinar – sauðfjár- og mjólkurframleiðslu – og færum þungann yfir í stuðningskerfi sem er opið fyrir allan landbúnaðinn og gefur mönnum frelsi til að velja sér hvar þeir vilja staðsetja sig í landbúnaðnum.“ Nánar má lesa um nýja búvörusamninga hér.
Búvörusamningar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira