Forsætisráðherra segir aldrei hægt að gera nóg í aðstoð við flóttamenn Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2016 18:50 Forsætisráðherra er ánægður með hvað flóttamannaaðstoð Íslendinga skilar sér vel til Líbanon en aldrei sé hægt að gera nóg í slíkri aðstoð. Ingibjörg Davíðsdóttir Forsætisráðherra segir að heimsókn hans til Líbanon staðfesti að fjölbreytt aðstoð Íslendinga skili sér mjög vel til flóttamanna í landinu. Auðvitað sé alltaf hægt að gera meira við erfiðar aðstæður sem þessar og mikilvægt að umheimurinn styðji við nágrannaríki Sýrlands sem hafi tekið við miklum fjölda flóttamanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur átt fundi með forsætisráðherra Líbanon og fleiri forystumönnum í Beirút í heimsókn sinni þangað en einnig kynnt sér aðstæður flóttamanna á svæðinu af eigin raun og rætt við hjálparstarfsmenn. „Þetta er auðvitað mjög ólíkt þeim aðstæðum sem við eigum að venjast á Íslandi. Þegar maður sér fólk búa við erfiðar aðstæður þá hefur það auðvitað mikil áhrif á mann. En um leið hefur það líka áhrif á mann að sjá að hjálparstarfið skiptir alveg ótrúlega miklu máli,“ segir Sigmundur Davíð. Hann heyri að margir í Líbanon hefðu haft áhyggjur af því að flóttamenn þar gleymdust vegna átakanna í Sýrlandi og straums flóttafólks beint til Evrópu. En Íslendingar hafa stutt við flóttamannaaðstoð í Líbanon með fjölbreyttum hætti, m.a. varðandi heilbrigðisþjónustu ýmiss konar. „Þetta eru líka hlutir eins og sálfræðiaðstoð og jafnvel bara grunnþarfir eins og matvæli og hreinlætisvörur. Þannig að á mjög fjölbreytilegan hátt er þetta hjálparstarf að hafa mikil áhrif hér,“ segir forsætisráðherra. Á morgun mun Sigmundur Davíð heimsækja aðrar flóttamannabúðir í Líbanon og funda með yfirmönnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann mun einnig kynna sér starfsemi nokkurra stofnanna samtakanna en um 25 stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru með starfsemi í Líbanon.Hefur þetta haft þannig áhrif á þig að þú munir jafnvel leggja til að við gerum betur og meira en við höfum gert? „Eðli þessa málaflokks er auðvitað þannig að það verður aldrei hægt að gera það mikið að menn geti sagst vera að gera nóg,“ segir Sigmundur Davíð. Hins vegar hafi áhersla Íslendinga og fleiri að vinna út frá heildstæðum tillögum sem veiti aðstoð á staðnum og geri flóttafólki t.a.m. kleift að koma hingað til lands beint úr flóttmannabúðum mælst vel fyrir. „Það má ekki gleymast að það er auðvitað gríðarlegt álag á þessum löndum í kringum Sýrland. Sérstaklega á Líbanon sem er lítið land en með mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að heimsókn hans til Líbanon staðfesti að fjölbreytt aðstoð Íslendinga skili sér mjög vel til flóttamanna í landinu. Auðvitað sé alltaf hægt að gera meira við erfiðar aðstæður sem þessar og mikilvægt að umheimurinn styðji við nágrannaríki Sýrlands sem hafi tekið við miklum fjölda flóttamanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur átt fundi með forsætisráðherra Líbanon og fleiri forystumönnum í Beirút í heimsókn sinni þangað en einnig kynnt sér aðstæður flóttamanna á svæðinu af eigin raun og rætt við hjálparstarfsmenn. „Þetta er auðvitað mjög ólíkt þeim aðstæðum sem við eigum að venjast á Íslandi. Þegar maður sér fólk búa við erfiðar aðstæður þá hefur það auðvitað mikil áhrif á mann. En um leið hefur það líka áhrif á mann að sjá að hjálparstarfið skiptir alveg ótrúlega miklu máli,“ segir Sigmundur Davíð. Hann heyri að margir í Líbanon hefðu haft áhyggjur af því að flóttamenn þar gleymdust vegna átakanna í Sýrlandi og straums flóttafólks beint til Evrópu. En Íslendingar hafa stutt við flóttamannaaðstoð í Líbanon með fjölbreyttum hætti, m.a. varðandi heilbrigðisþjónustu ýmiss konar. „Þetta eru líka hlutir eins og sálfræðiaðstoð og jafnvel bara grunnþarfir eins og matvæli og hreinlætisvörur. Þannig að á mjög fjölbreytilegan hátt er þetta hjálparstarf að hafa mikil áhrif hér,“ segir forsætisráðherra. Á morgun mun Sigmundur Davíð heimsækja aðrar flóttamannabúðir í Líbanon og funda með yfirmönnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann mun einnig kynna sér starfsemi nokkurra stofnanna samtakanna en um 25 stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru með starfsemi í Líbanon.Hefur þetta haft þannig áhrif á þig að þú munir jafnvel leggja til að við gerum betur og meira en við höfum gert? „Eðli þessa málaflokks er auðvitað þannig að það verður aldrei hægt að gera það mikið að menn geti sagst vera að gera nóg,“ segir Sigmundur Davíð. Hins vegar hafi áhersla Íslendinga og fleiri að vinna út frá heildstæðum tillögum sem veiti aðstoð á staðnum og geri flóttafólki t.a.m. kleift að koma hingað til lands beint úr flóttmannabúðum mælst vel fyrir. „Það má ekki gleymast að það er auðvitað gríðarlegt álag á þessum löndum í kringum Sýrland. Sérstaklega á Líbanon sem er lítið land en með mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15