Forsætisráðherra segir aldrei hægt að gera nóg í aðstoð við flóttamenn Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2016 18:50 Forsætisráðherra er ánægður með hvað flóttamannaaðstoð Íslendinga skilar sér vel til Líbanon en aldrei sé hægt að gera nóg í slíkri aðstoð. Ingibjörg Davíðsdóttir Forsætisráðherra segir að heimsókn hans til Líbanon staðfesti að fjölbreytt aðstoð Íslendinga skili sér mjög vel til flóttamanna í landinu. Auðvitað sé alltaf hægt að gera meira við erfiðar aðstæður sem þessar og mikilvægt að umheimurinn styðji við nágrannaríki Sýrlands sem hafi tekið við miklum fjölda flóttamanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur átt fundi með forsætisráðherra Líbanon og fleiri forystumönnum í Beirút í heimsókn sinni þangað en einnig kynnt sér aðstæður flóttamanna á svæðinu af eigin raun og rætt við hjálparstarfsmenn. „Þetta er auðvitað mjög ólíkt þeim aðstæðum sem við eigum að venjast á Íslandi. Þegar maður sér fólk búa við erfiðar aðstæður þá hefur það auðvitað mikil áhrif á mann. En um leið hefur það líka áhrif á mann að sjá að hjálparstarfið skiptir alveg ótrúlega miklu máli,“ segir Sigmundur Davíð. Hann heyri að margir í Líbanon hefðu haft áhyggjur af því að flóttamenn þar gleymdust vegna átakanna í Sýrlandi og straums flóttafólks beint til Evrópu. En Íslendingar hafa stutt við flóttamannaaðstoð í Líbanon með fjölbreyttum hætti, m.a. varðandi heilbrigðisþjónustu ýmiss konar. „Þetta eru líka hlutir eins og sálfræðiaðstoð og jafnvel bara grunnþarfir eins og matvæli og hreinlætisvörur. Þannig að á mjög fjölbreytilegan hátt er þetta hjálparstarf að hafa mikil áhrif hér,“ segir forsætisráðherra. Á morgun mun Sigmundur Davíð heimsækja aðrar flóttamannabúðir í Líbanon og funda með yfirmönnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann mun einnig kynna sér starfsemi nokkurra stofnanna samtakanna en um 25 stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru með starfsemi í Líbanon.Hefur þetta haft þannig áhrif á þig að þú munir jafnvel leggja til að við gerum betur og meira en við höfum gert? „Eðli þessa málaflokks er auðvitað þannig að það verður aldrei hægt að gera það mikið að menn geti sagst vera að gera nóg,“ segir Sigmundur Davíð. Hins vegar hafi áhersla Íslendinga og fleiri að vinna út frá heildstæðum tillögum sem veiti aðstoð á staðnum og geri flóttafólki t.a.m. kleift að koma hingað til lands beint úr flóttmannabúðum mælst vel fyrir. „Það má ekki gleymast að það er auðvitað gríðarlegt álag á þessum löndum í kringum Sýrland. Sérstaklega á Líbanon sem er lítið land en með mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Forsætisráðherra segir að heimsókn hans til Líbanon staðfesti að fjölbreytt aðstoð Íslendinga skili sér mjög vel til flóttamanna í landinu. Auðvitað sé alltaf hægt að gera meira við erfiðar aðstæður sem þessar og mikilvægt að umheimurinn styðji við nágrannaríki Sýrlands sem hafi tekið við miklum fjölda flóttamanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur átt fundi með forsætisráðherra Líbanon og fleiri forystumönnum í Beirút í heimsókn sinni þangað en einnig kynnt sér aðstæður flóttamanna á svæðinu af eigin raun og rætt við hjálparstarfsmenn. „Þetta er auðvitað mjög ólíkt þeim aðstæðum sem við eigum að venjast á Íslandi. Þegar maður sér fólk búa við erfiðar aðstæður þá hefur það auðvitað mikil áhrif á mann. En um leið hefur það líka áhrif á mann að sjá að hjálparstarfið skiptir alveg ótrúlega miklu máli,“ segir Sigmundur Davíð. Hann heyri að margir í Líbanon hefðu haft áhyggjur af því að flóttamenn þar gleymdust vegna átakanna í Sýrlandi og straums flóttafólks beint til Evrópu. En Íslendingar hafa stutt við flóttamannaaðstoð í Líbanon með fjölbreyttum hætti, m.a. varðandi heilbrigðisþjónustu ýmiss konar. „Þetta eru líka hlutir eins og sálfræðiaðstoð og jafnvel bara grunnþarfir eins og matvæli og hreinlætisvörur. Þannig að á mjög fjölbreytilegan hátt er þetta hjálparstarf að hafa mikil áhrif hér,“ segir forsætisráðherra. Á morgun mun Sigmundur Davíð heimsækja aðrar flóttamannabúðir í Líbanon og funda með yfirmönnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann mun einnig kynna sér starfsemi nokkurra stofnanna samtakanna en um 25 stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru með starfsemi í Líbanon.Hefur þetta haft þannig áhrif á þig að þú munir jafnvel leggja til að við gerum betur og meira en við höfum gert? „Eðli þessa málaflokks er auðvitað þannig að það verður aldrei hægt að gera það mikið að menn geti sagst vera að gera nóg,“ segir Sigmundur Davíð. Hins vegar hafi áhersla Íslendinga og fleiri að vinna út frá heildstæðum tillögum sem veiti aðstoð á staðnum og geri flóttafólki t.a.m. kleift að koma hingað til lands beint úr flóttmannabúðum mælst vel fyrir. „Það má ekki gleymast að það er auðvitað gríðarlegt álag á þessum löndum í kringum Sýrland. Sérstaklega á Líbanon sem er lítið land en með mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15