Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Hekla vill reisa 7.900 fermetra byggingu við Álfabakka með möguleika á stækkun upp í 12 þúsund fermetra. Fréttablaðið/Ernir Fréttablaðið/Ernir Forstjóri Heklu hefur óskað eftir lóð fyrir fyrirtækið í Mjódd. Erindi hans þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs í gær. Þar var samþykkt að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunarsviðs og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar yrði falið að hefja viðræður við Heklu um skipulagsmál og mögulega úthlutun lóðar til fyrirtækisins í Mjódd og þróun Heklu-reitsins við Laugaveg. „Þetta er bara hugmynd af því að það er orðið þröngt um okkur á Laugarvegi. Og þetta er svona ein pælingin, hvort þetta væri möguleg staðsetning. Þetta er meginæð og sýnilegt,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á leiðinni í flug í gær.Friðbert FriðbertssonÍ bréfi Friðberts til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kemur fram að hugmynd Heklu geri ráð fyrir 7.900 fermetra byggingu í fyrsta áfanga, með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Óskar fyrirtækið eftir viðræðum um kaup á byggingarrétti á lóðinni. Gert er ráð fyrir að unnt verði að koma fyrir um 450 bílastæðum á lóðinni. Óskar Hekla eftir því að deiliskipulag verði tilbúið og samþykkt innan næstu 12 mánaða. „Samhliða viðræðum um kaup á lóðinni í Mjódd óskar fyrirtækið eftir því í samvinnu við Reykjavíkurborg að efnt verði til samkeppni um nýtt deiliskipulag svæðisins við Laugaveg,“ Tillaga okkar gengur út á að heildarbyggingarflötur verði um 40.000 m2. Þar af íbúðir um 80 til 90% og atvinnuhúsnæði 10-20%. Í erindi Heklu kemur fram að fyrirtækið hafi frá stofnun árið 1933 haft starfsemi í Reykjavík. „Félagið hefur frá árinu 1958 haft meginstarfsemi sína við Laugaveg og þróun starfseminnar síðustu áratugi verið svarað með breytingum á húsnæðinu, sem hefur farið fram í áföngum,“ segir í erindinu. Athuganir á möguleikum til frekari þróunar sem gerðar hafi verið fyrir Heklu hafi leitt í ljós takmarkanir til að mæta kröfum erlendra samstarfsaðila og þörfum viðskiptavina félagsins svo best verði á kosið. „Meðal þessara þátta eru bílastæðamál, varahluta- og verkstæðaþjónusta.“ Hekla er ekki eina bílaumboðið sem er að færa út kvíarnar, því greint var frá því á miðvikudaginn í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, að bílaumboðið Brimborg hyggist flytja starfsemi Volvo atvinnubifreiða upp í Hádegismóa. Samþykkti borgarráð á fimmtudaginn í síðustu viku afhendingu lóðar og sölu byggingarréttar til Brimborgar. Söluverðið nemur 228 milljónum króna. Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira
Forstjóri Heklu hefur óskað eftir lóð fyrir fyrirtækið í Mjódd. Erindi hans þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs í gær. Þar var samþykkt að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunarsviðs og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar yrði falið að hefja viðræður við Heklu um skipulagsmál og mögulega úthlutun lóðar til fyrirtækisins í Mjódd og þróun Heklu-reitsins við Laugaveg. „Þetta er bara hugmynd af því að það er orðið þröngt um okkur á Laugarvegi. Og þetta er svona ein pælingin, hvort þetta væri möguleg staðsetning. Þetta er meginæð og sýnilegt,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á leiðinni í flug í gær.Friðbert FriðbertssonÍ bréfi Friðberts til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kemur fram að hugmynd Heklu geri ráð fyrir 7.900 fermetra byggingu í fyrsta áfanga, með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Óskar fyrirtækið eftir viðræðum um kaup á byggingarrétti á lóðinni. Gert er ráð fyrir að unnt verði að koma fyrir um 450 bílastæðum á lóðinni. Óskar Hekla eftir því að deiliskipulag verði tilbúið og samþykkt innan næstu 12 mánaða. „Samhliða viðræðum um kaup á lóðinni í Mjódd óskar fyrirtækið eftir því í samvinnu við Reykjavíkurborg að efnt verði til samkeppni um nýtt deiliskipulag svæðisins við Laugaveg,“ Tillaga okkar gengur út á að heildarbyggingarflötur verði um 40.000 m2. Þar af íbúðir um 80 til 90% og atvinnuhúsnæði 10-20%. Í erindi Heklu kemur fram að fyrirtækið hafi frá stofnun árið 1933 haft starfsemi í Reykjavík. „Félagið hefur frá árinu 1958 haft meginstarfsemi sína við Laugaveg og þróun starfseminnar síðustu áratugi verið svarað með breytingum á húsnæðinu, sem hefur farið fram í áföngum,“ segir í erindinu. Athuganir á möguleikum til frekari þróunar sem gerðar hafi verið fyrir Heklu hafi leitt í ljós takmarkanir til að mæta kröfum erlendra samstarfsaðila og þörfum viðskiptavina félagsins svo best verði á kosið. „Meðal þessara þátta eru bílastæðamál, varahluta- og verkstæðaþjónusta.“ Hekla er ekki eina bílaumboðið sem er að færa út kvíarnar, því greint var frá því á miðvikudaginn í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, að bílaumboðið Brimborg hyggist flytja starfsemi Volvo atvinnubifreiða upp í Hádegismóa. Samþykkti borgarráð á fimmtudaginn í síðustu viku afhendingu lóðar og sölu byggingarréttar til Brimborgar. Söluverðið nemur 228 milljónum króna.
Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira