Lögreglan hefur 26 sinnum haldlagt peninga útlendinga Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Lögregluþjónar á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán Embætti ríkislögreglustjóra hefur 26 sinnum á árunum 2005 til 2014 beitt heimild í útlendingalögum til að leggja hald á fjármuni eða flugmiða af útlendingum sem sendir eru úr landi. Um er að ræða fjármagn upp á 2.550.923 krónur sem runnið hefur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til embættis ríkislögreglustjóra. Haldlagt fé er til dæmis lausafé eða gjaldeyrir sem útlendingur er með í fórum sínum þegar lögregla hefur afskipti af útlendingi eða þegar málsmeðferð hefst. Fjármunirnir sem hér um ræðir eru ekki peningar sem krafist er eftir á, til að mynda í gegn um útgáfu skuldaviðurkenningar. 56. grein útlendingalaga kveður á um að útlendingum sem vísað sé úr landi sé skylt að greiða fyrir eigin flugfargjöld. Í lögunum segir ennfremur að „Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“ Um þessar mundir er unnið að endurskoðun útlendingalaga en í nýjum lagadrögum eru enn ríkar heimildir til þess að gera fjármagn upptækt af útlendingum eða krefja þá um endurgreiðslu. til að mynda stendur 56. grein laganna nánast orðrétt í nýju lagadrögunum. Ekki óeðlilegt að endurskoða ákvæðiÓttarr ProppéÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar hefur leitt vinnu starfshóps sem endurskoðar útlendingalög. „Í nýju ákvæði frumvarpsins um réttaraðstoð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd er ekki heimild til þess að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð,“ segir hann í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Hins vegar er í frumvarpinu áfram að finna almennt ákvæði um mögulega ábyrgð útlendinga á kostnaði samhljóða því ákvæði sem finna má í núgildandi lögum,“ segir hann og bendir á að drögin svipa til laga í Noregi og eru afar ólík nýjum lögum í danmörku sem heimila lögreglu að gera eigur flóttamanna upptækar við komu til landsins „Hins vegar finnst mér ekki óeðlilegt að þessi ákvæði verði skoðuð betur í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í Evrópu og þeirrar umræðu sem orðið hefur í kjölfar lagasetningarinnar í Danmörku. Það er mikilvægt að það sé skýrt að þessi ákvæði frumvarpsins séu í takt við þann anda mannúðar og skilvirkni sem þingmannanefndin setti á oddinn í sinni vinnu,“ segir Óttarr. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra hefur 26 sinnum á árunum 2005 til 2014 beitt heimild í útlendingalögum til að leggja hald á fjármuni eða flugmiða af útlendingum sem sendir eru úr landi. Um er að ræða fjármagn upp á 2.550.923 krónur sem runnið hefur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til embættis ríkislögreglustjóra. Haldlagt fé er til dæmis lausafé eða gjaldeyrir sem útlendingur er með í fórum sínum þegar lögregla hefur afskipti af útlendingi eða þegar málsmeðferð hefst. Fjármunirnir sem hér um ræðir eru ekki peningar sem krafist er eftir á, til að mynda í gegn um útgáfu skuldaviðurkenningar. 56. grein útlendingalaga kveður á um að útlendingum sem vísað sé úr landi sé skylt að greiða fyrir eigin flugfargjöld. Í lögunum segir ennfremur að „Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“ Um þessar mundir er unnið að endurskoðun útlendingalaga en í nýjum lagadrögum eru enn ríkar heimildir til þess að gera fjármagn upptækt af útlendingum eða krefja þá um endurgreiðslu. til að mynda stendur 56. grein laganna nánast orðrétt í nýju lagadrögunum. Ekki óeðlilegt að endurskoða ákvæðiÓttarr ProppéÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar hefur leitt vinnu starfshóps sem endurskoðar útlendingalög. „Í nýju ákvæði frumvarpsins um réttaraðstoð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd er ekki heimild til þess að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð,“ segir hann í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Hins vegar er í frumvarpinu áfram að finna almennt ákvæði um mögulega ábyrgð útlendinga á kostnaði samhljóða því ákvæði sem finna má í núgildandi lögum,“ segir hann og bendir á að drögin svipa til laga í Noregi og eru afar ólík nýjum lögum í danmörku sem heimila lögreglu að gera eigur flóttamanna upptækar við komu til landsins „Hins vegar finnst mér ekki óeðlilegt að þessi ákvæði verði skoðuð betur í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í Evrópu og þeirrar umræðu sem orðið hefur í kjölfar lagasetningarinnar í Danmörku. Það er mikilvægt að það sé skýrt að þessi ákvæði frumvarpsins séu í takt við þann anda mannúðar og skilvirkni sem þingmannanefndin setti á oddinn í sinni vinnu,“ segir Óttarr.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira