Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2016 11:54 Á Hótel Adam er varað við kranavatninu en svo hepplega vill til að kaupa má vatn á sérmerktum plastflöskum frá hótelinu, á fjögur hundruð krónur. Á Hótel Adam við Skólavörðustíg hefur verið komið upp myndum og tilkynningum til gesta hótelsins þar sem varað er við kranavatninu. Þess í stað er gestum bent á að betra sé að drekka vatn af flöskum. Og með fylgir mynd af sérmerktum plastflöskum sem kosta 400 krónur. Myndir af þessum tilkynningum hafa meðal annars verið birtar á Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem virk umræða er um málefni sem snúa að ferðaþjónustu. Þar er eru margir á varðbergi ef einhverjir í ferðaþjónustunni reyna að hafa fé af ferðamönnum með vafasömum aðferðum, enda er mikið í húfi: Orðsporið skiptir öllu í þeim viðkvæma geira. Þar furða menn sig á þessu, því á Íslandi stæra menn sig af því að kranavatnið hér sé eins og best verður á kosið, drykkjarvatn í hæsta gæðaflokki streymir um vel flesta krana. Er þetta eitt helsta stolt Íslendinga. En, ekki á Skólavörðustígnum, að því er virðist. Margir sem tjá sig á Baklandinu telja þetta hina mestu ósvífni en þar er jafnframt bent á að rétt sé að láta þá sem að hótelinu standa njóta vafans; hugsanlega sé um bilaðar lagnir að ræða?Þessar tilkynningar má sjá á Hótel Adam, þar sem mælt er með því að fremur sé drukkið vatnið af plastflöskunum, sérmerktum, en fremur en vatni af krana.En, svo er varla ef marka má Eirík Hjálmarsson sem er upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hann spyr: „Hvað ætli sé bilað?“ Hann vekur athygli á orðsendingu sem sjá má á Facebookvegg Veitna þar sem þetta er gert að umtalsefni, svohljóðandi: „Atvinnulífið treystir á að við útvegum því ferskt og gott vatn og við leggjum okkur fram um að gera það. Við fengum sendar þessar myndir teknar á hóteli á Skólavörðuholtinu. Öll 100 sýnin sem tekin voru til rannsókna úr vatnsveitunni okkar í Reykjavík árið 2015 voru pottþétt. Þess vegna er engin ástæða til að vara við kranavatninu nema eitthvað sé bilað innanhúss. -Hvað ætli sé bilað?“ Vísir reyndi að ná sambandi við hótelstjórann Ragnar Guðmundsson í gær, en hann er staddur í útlöndum. Var blaðamanni bent á að senda á hann tölvupóst, og var það gert síðdegis í leit að skýringum; hvort drykkjarvatnið úr krönum Hótel Adam væri sérstaklega slæmt; en engin svör hafa borist. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Á Hótel Adam við Skólavörðustíg hefur verið komið upp myndum og tilkynningum til gesta hótelsins þar sem varað er við kranavatninu. Þess í stað er gestum bent á að betra sé að drekka vatn af flöskum. Og með fylgir mynd af sérmerktum plastflöskum sem kosta 400 krónur. Myndir af þessum tilkynningum hafa meðal annars verið birtar á Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem virk umræða er um málefni sem snúa að ferðaþjónustu. Þar er eru margir á varðbergi ef einhverjir í ferðaþjónustunni reyna að hafa fé af ferðamönnum með vafasömum aðferðum, enda er mikið í húfi: Orðsporið skiptir öllu í þeim viðkvæma geira. Þar furða menn sig á þessu, því á Íslandi stæra menn sig af því að kranavatnið hér sé eins og best verður á kosið, drykkjarvatn í hæsta gæðaflokki streymir um vel flesta krana. Er þetta eitt helsta stolt Íslendinga. En, ekki á Skólavörðustígnum, að því er virðist. Margir sem tjá sig á Baklandinu telja þetta hina mestu ósvífni en þar er jafnframt bent á að rétt sé að láta þá sem að hótelinu standa njóta vafans; hugsanlega sé um bilaðar lagnir að ræða?Þessar tilkynningar má sjá á Hótel Adam, þar sem mælt er með því að fremur sé drukkið vatnið af plastflöskunum, sérmerktum, en fremur en vatni af krana.En, svo er varla ef marka má Eirík Hjálmarsson sem er upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hann spyr: „Hvað ætli sé bilað?“ Hann vekur athygli á orðsendingu sem sjá má á Facebookvegg Veitna þar sem þetta er gert að umtalsefni, svohljóðandi: „Atvinnulífið treystir á að við útvegum því ferskt og gott vatn og við leggjum okkur fram um að gera það. Við fengum sendar þessar myndir teknar á hóteli á Skólavörðuholtinu. Öll 100 sýnin sem tekin voru til rannsókna úr vatnsveitunni okkar í Reykjavík árið 2015 voru pottþétt. Þess vegna er engin ástæða til að vara við kranavatninu nema eitthvað sé bilað innanhúss. -Hvað ætli sé bilað?“ Vísir reyndi að ná sambandi við hótelstjórann Ragnar Guðmundsson í gær, en hann er staddur í útlöndum. Var blaðamanni bent á að senda á hann tölvupóst, og var það gert síðdegis í leit að skýringum; hvort drykkjarvatnið úr krönum Hótel Adam væri sérstaklega slæmt; en engin svör hafa borist.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira