Innlent

Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit

Jakob Bjarnar skrifar
Hreindýrin leita niður á láglendið í kuldanum sem verið hefur uppá síðkastið. Hér getur að líta tarf sem fest hefur horn sín í girðingu.
Hreindýrin leita niður á láglendið í kuldanum sem verið hefur uppá síðkastið. Hér getur að líta tarf sem fest hefur horn sín í girðingu. sigurður guðjónsson
Vísir heyrði í leiðsögumanni nú rétt í þessu, þar sem hann var á leið um Suðursveit, og sagði hann heldur ókræsilega sýn blasa við þeim sem þar fara um.

„Hér liggja hér hreindýr víða í vegakantinum, dýr sem búið er að keyra niður, og það gerir enginn neitt í þessu. Hrafnar eru yfir dýrunum, að kroppa úr þeim augun,“ sagði fararstjórinn og honum blöskraði. „Þetta er ógeðslegt.“

Maðurinn sagðist hafa keyrt fram á fjögur dauð hreindýr á leiðinni milli Hafnar og Jökulsárlóns. Hann segir þau liggja eins og hráviði á þessu svæði, útum allt. Dýrin safnast víða saman við þjóðveginn í kuldanum og skapa hættu; ýmsir virðast hafa lent í því að aka þau niður.

„Ég heyrði í einum sem hafði keyrt fram á dýr sem lá útí vegakanti og engdist eftir að einhver hafði keyrt á það. Hann fór og skar það á háls, til að linna þjáningar dýrsins. Þetta er ótrúlegt að horfa uppá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×