Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Bjarki Ármannsson skrifar 9. febrúar 2016 22:56 Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa átt sér stað á milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi.Fyrr í kvöld var greint frá því að bandaríski sjóherinn hafi, samkvæmt frétt á vef tímarits hersins, farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýli hersins hér á landi undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum í Norður-Atlantshafi. „Þetta þýðir bara það að þeir þurfa, og eru tilbúnir til að kosta, breytingar á flugskýli til að geta notað þessar kafbátaleitavélar sem hafa haft viðkomu hér undanfarin tvö, þrjú ár,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir aukna umferð hafa verið á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár, meðal annars á kafbátaleitarvélum Bandaríkjamanna. Það sé þó ljóst að breyta þurfi að minnsta kosti einu skýli til að geta tekið á móti P-8 vélum, nýjustu gerð slíkra véla.Í fréttinni á vef tímarits hersins segir að sjóherinn gæti í tíð og tíma komið upp einhverskonar langtíma könnunarverkefni (e. permanent patrol mission) hér á landi þar sem skipt væri um sveit flugvéla á hálfs árs fresti. „Við erum sífellt í sambandi við Bandaríkjamenn vegna öryggismála,“ segir Gunnar Bragi. „En ef að það á að gera eitthvað meira í Keflavík en að hafa þessar tímabundnu viðkomur sem eru reglulega, þá þarf það auðvitað að fara í viðræður milli landa. Og það hefur ekki verið opnað á neitt slíkt.“ Tengdar fréttir Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa átt sér stað á milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi.Fyrr í kvöld var greint frá því að bandaríski sjóherinn hafi, samkvæmt frétt á vef tímarits hersins, farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýli hersins hér á landi undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum í Norður-Atlantshafi. „Þetta þýðir bara það að þeir þurfa, og eru tilbúnir til að kosta, breytingar á flugskýli til að geta notað þessar kafbátaleitavélar sem hafa haft viðkomu hér undanfarin tvö, þrjú ár,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir aukna umferð hafa verið á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár, meðal annars á kafbátaleitarvélum Bandaríkjamanna. Það sé þó ljóst að breyta þurfi að minnsta kosti einu skýli til að geta tekið á móti P-8 vélum, nýjustu gerð slíkra véla.Í fréttinni á vef tímarits hersins segir að sjóherinn gæti í tíð og tíma komið upp einhverskonar langtíma könnunarverkefni (e. permanent patrol mission) hér á landi þar sem skipt væri um sveit flugvéla á hálfs árs fresti. „Við erum sífellt í sambandi við Bandaríkjamenn vegna öryggismála,“ segir Gunnar Bragi. „En ef að það á að gera eitthvað meira í Keflavík en að hafa þessar tímabundnu viðkomur sem eru reglulega, þá þarf það auðvitað að fara í viðræður milli landa. Og það hefur ekki verið opnað á neitt slíkt.“
Tengdar fréttir Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01