Verkfall flugvirkja geti haft alvarleg áhrif á starfsemi og framtíðarplön WOW sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2016 13:12 "Verkfallið getur haft grafalvarleg áhrif á starfsemi WOW air og framtíðarplön félagsins,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. vísir/gva Tímaspursmál er hvenær verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu mun hafa áhrif á áætlunarflug flugfélagsins WOW air, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa félagsins. Verkfall flugvirkja hefur nú staðið yfir í að verða tvær vikur. „Verkfallið getur haft grafalvarleg áhrif á starfsemi WOW air og framtíðarplön félagsins árið 2016. Á þessu ári þarf WOW air að skrá fimm nýjar vélar og eru þrjár í raun komnar á tímapressu þar sem margir nýir áfangastaðir munu bætast við áætlunina núna í vor,“ segir Svanhvít. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir verkfallið ekki hafa haft áhrif enn sem komið er. „Þetta hefur ekki haft nein áhrif á okkur og ekki ljóst hver þau yrðu. Það er ekkert sem er fyrirséð, engar truflanir eða röskun á flugi. En auðvitað er vinna þessara manna nauðsynleg til þess að halda eðlilegri flugstarfsemi gangandi,“ segir hann. Flugvirkjar Samgöngustofu, sem eru sex talsins, lögðu niður störf 11. janúar síðastliðinn. Um er að ræða ótímabundið verkfall en þeir hafa verið samningslausir í tæp 27 ár. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær lítið hafa miðað í samningsátt. Síðasti fundur í deilunni var á þriðjudag og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Á vef Samgöngustofu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á starfsemi íslenskra flugrekenda innanlands eða utan, en dragist það á langinn geti það skert afmarkaða þjónustu stofnunarinnar við þá. Að öðru leyti sé öll starfsemi og afgreiðsla Samgöngustofu með venjubundnum hætti. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugvirkjar farnir í verkfall Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu hófst klukkan sex í morgun. 11. janúar 2016 15:40 Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. 21. janúar 2016 10:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Tímaspursmál er hvenær verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu mun hafa áhrif á áætlunarflug flugfélagsins WOW air, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa félagsins. Verkfall flugvirkja hefur nú staðið yfir í að verða tvær vikur. „Verkfallið getur haft grafalvarleg áhrif á starfsemi WOW air og framtíðarplön félagsins árið 2016. Á þessu ári þarf WOW air að skrá fimm nýjar vélar og eru þrjár í raun komnar á tímapressu þar sem margir nýir áfangastaðir munu bætast við áætlunina núna í vor,“ segir Svanhvít. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir verkfallið ekki hafa haft áhrif enn sem komið er. „Þetta hefur ekki haft nein áhrif á okkur og ekki ljóst hver þau yrðu. Það er ekkert sem er fyrirséð, engar truflanir eða röskun á flugi. En auðvitað er vinna þessara manna nauðsynleg til þess að halda eðlilegri flugstarfsemi gangandi,“ segir hann. Flugvirkjar Samgöngustofu, sem eru sex talsins, lögðu niður störf 11. janúar síðastliðinn. Um er að ræða ótímabundið verkfall en þeir hafa verið samningslausir í tæp 27 ár. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær lítið hafa miðað í samningsátt. Síðasti fundur í deilunni var á þriðjudag og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Á vef Samgöngustofu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á starfsemi íslenskra flugrekenda innanlands eða utan, en dragist það á langinn geti það skert afmarkaða þjónustu stofnunarinnar við þá. Að öðru leyti sé öll starfsemi og afgreiðsla Samgöngustofu með venjubundnum hætti.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugvirkjar farnir í verkfall Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu hófst klukkan sex í morgun. 11. janúar 2016 15:40 Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. 21. janúar 2016 10:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Flugvirkjar farnir í verkfall Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu hófst klukkan sex í morgun. 11. janúar 2016 15:40
Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. 21. janúar 2016 10:37