Píratar taka menn af öllum flokkunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Píratar fengju 28 þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag og væru með tólf þingmönnum meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem fengi sextán. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var dagana 26. og 27. janúar. Framsóknarflokkurinn myndi fá sjö þingmenn kjörna, Samfylkingin og VG sex menn hvor flokkur. Björt framtíð fengi aftur á móti engan þingmann kjörinn. Þingflokkum myndi því fækka úr sex í fimm. Píratar eru núna með þrjá kjörna þingmenn. Þeir eru Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir. Yrðu niðurstöður kosninga samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar myndi flokkurinn því rúmlega nífaldast. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi aftur á móti fækka um þrjá og þingmönnum Framsóknarflokksins um tólf.Birgitta JónsdóttirÞingmönnum Samfylkingarinnar myndi einnig fækka um þrjá og þingmönnum VG um einn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki geta skýrt fylgi flokksins. En hún sé auðmjúk vegna traustsins. „Mér finnst mjög athyglisvert að turninn í íslenskri pólitík er ítrekað að mælast með helmingi minna fylgi en Píratar,“ segir Birgitta. Stærstu tíðindin séu þau að Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og aðrir „hefðbundnir turnar“ séu búnir að missa þann stuðning sem þeir höfðu áður. „Það er síðan blaðamanna og stjórnmálafræðinga að spyrja fólk af hverju fólk kýs Pírata. Vegna þess að ég veit ekki af hverju,“ segir Birgitta. Það skipti þó máli að vera auðmjúkur og hún trúi eiginlega ekki stöðunni. „Það er svolítið þannig. Ég er alltaf að bíða eftir því að við förum að fara niður,“ segir Birgitta. Píratar njóta mun meira fylgis þeirra sem eru 49 ára og yngri. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára segist 51,1 prósent svarenda myndu kjósa Pírata. En þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru 50 ára og eldri segjast 30,8 prósent styðja Pírata. Þessu er öfugt farið með Sjálfstæðisflokkinn, þar segja 27,5 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri að þeir myndu styðja flokkinn, en einungis 19,6 prósent þeirra kjósenda sem eru 18-49 ára segjast myndu kjósa hann. Píratar eru líka vinsælli meðal karla. Rétt tæplega 45 prósent karla myndu kjósa Pírata, en 38 prósent kvenna. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn njóta meira fylgis hjá körlum en konur styðja fremur VG og Samfylkinguna. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Píratar fengju 28 þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag og væru með tólf þingmönnum meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem fengi sextán. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var dagana 26. og 27. janúar. Framsóknarflokkurinn myndi fá sjö þingmenn kjörna, Samfylkingin og VG sex menn hvor flokkur. Björt framtíð fengi aftur á móti engan þingmann kjörinn. Þingflokkum myndi því fækka úr sex í fimm. Píratar eru núna með þrjá kjörna þingmenn. Þeir eru Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir. Yrðu niðurstöður kosninga samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar myndi flokkurinn því rúmlega nífaldast. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi aftur á móti fækka um þrjá og þingmönnum Framsóknarflokksins um tólf.Birgitta JónsdóttirÞingmönnum Samfylkingarinnar myndi einnig fækka um þrjá og þingmönnum VG um einn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki geta skýrt fylgi flokksins. En hún sé auðmjúk vegna traustsins. „Mér finnst mjög athyglisvert að turninn í íslenskri pólitík er ítrekað að mælast með helmingi minna fylgi en Píratar,“ segir Birgitta. Stærstu tíðindin séu þau að Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og aðrir „hefðbundnir turnar“ séu búnir að missa þann stuðning sem þeir höfðu áður. „Það er síðan blaðamanna og stjórnmálafræðinga að spyrja fólk af hverju fólk kýs Pírata. Vegna þess að ég veit ekki af hverju,“ segir Birgitta. Það skipti þó máli að vera auðmjúkur og hún trúi eiginlega ekki stöðunni. „Það er svolítið þannig. Ég er alltaf að bíða eftir því að við förum að fara niður,“ segir Birgitta. Píratar njóta mun meira fylgis þeirra sem eru 49 ára og yngri. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára segist 51,1 prósent svarenda myndu kjósa Pírata. En þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru 50 ára og eldri segjast 30,8 prósent styðja Pírata. Þessu er öfugt farið með Sjálfstæðisflokkinn, þar segja 27,5 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri að þeir myndu styðja flokkinn, en einungis 19,6 prósent þeirra kjósenda sem eru 18-49 ára segjast myndu kjósa hann. Píratar eru líka vinsælli meðal karla. Rétt tæplega 45 prósent karla myndu kjósa Pírata, en 38 prósent kvenna. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn njóta meira fylgis hjá körlum en konur styðja fremur VG og Samfylkinguna.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira