Píratar taka menn af öllum flokkunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Píratar fengju 28 þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag og væru með tólf þingmönnum meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem fengi sextán. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var dagana 26. og 27. janúar. Framsóknarflokkurinn myndi fá sjö þingmenn kjörna, Samfylkingin og VG sex menn hvor flokkur. Björt framtíð fengi aftur á móti engan þingmann kjörinn. Þingflokkum myndi því fækka úr sex í fimm. Píratar eru núna með þrjá kjörna þingmenn. Þeir eru Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir. Yrðu niðurstöður kosninga samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar myndi flokkurinn því rúmlega nífaldast. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi aftur á móti fækka um þrjá og þingmönnum Framsóknarflokksins um tólf.Birgitta JónsdóttirÞingmönnum Samfylkingarinnar myndi einnig fækka um þrjá og þingmönnum VG um einn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki geta skýrt fylgi flokksins. En hún sé auðmjúk vegna traustsins. „Mér finnst mjög athyglisvert að turninn í íslenskri pólitík er ítrekað að mælast með helmingi minna fylgi en Píratar,“ segir Birgitta. Stærstu tíðindin séu þau að Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og aðrir „hefðbundnir turnar“ séu búnir að missa þann stuðning sem þeir höfðu áður. „Það er síðan blaðamanna og stjórnmálafræðinga að spyrja fólk af hverju fólk kýs Pírata. Vegna þess að ég veit ekki af hverju,“ segir Birgitta. Það skipti þó máli að vera auðmjúkur og hún trúi eiginlega ekki stöðunni. „Það er svolítið þannig. Ég er alltaf að bíða eftir því að við förum að fara niður,“ segir Birgitta. Píratar njóta mun meira fylgis þeirra sem eru 49 ára og yngri. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára segist 51,1 prósent svarenda myndu kjósa Pírata. En þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru 50 ára og eldri segjast 30,8 prósent styðja Pírata. Þessu er öfugt farið með Sjálfstæðisflokkinn, þar segja 27,5 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri að þeir myndu styðja flokkinn, en einungis 19,6 prósent þeirra kjósenda sem eru 18-49 ára segjast myndu kjósa hann. Píratar eru líka vinsælli meðal karla. Rétt tæplega 45 prósent karla myndu kjósa Pírata, en 38 prósent kvenna. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn njóta meira fylgis hjá körlum en konur styðja fremur VG og Samfylkinguna. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Píratar fengju 28 þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag og væru með tólf þingmönnum meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem fengi sextán. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var dagana 26. og 27. janúar. Framsóknarflokkurinn myndi fá sjö þingmenn kjörna, Samfylkingin og VG sex menn hvor flokkur. Björt framtíð fengi aftur á móti engan þingmann kjörinn. Þingflokkum myndi því fækka úr sex í fimm. Píratar eru núna með þrjá kjörna þingmenn. Þeir eru Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir. Yrðu niðurstöður kosninga samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar myndi flokkurinn því rúmlega nífaldast. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi aftur á móti fækka um þrjá og þingmönnum Framsóknarflokksins um tólf.Birgitta JónsdóttirÞingmönnum Samfylkingarinnar myndi einnig fækka um þrjá og þingmönnum VG um einn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki geta skýrt fylgi flokksins. En hún sé auðmjúk vegna traustsins. „Mér finnst mjög athyglisvert að turninn í íslenskri pólitík er ítrekað að mælast með helmingi minna fylgi en Píratar,“ segir Birgitta. Stærstu tíðindin séu þau að Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og aðrir „hefðbundnir turnar“ séu búnir að missa þann stuðning sem þeir höfðu áður. „Það er síðan blaðamanna og stjórnmálafræðinga að spyrja fólk af hverju fólk kýs Pírata. Vegna þess að ég veit ekki af hverju,“ segir Birgitta. Það skipti þó máli að vera auðmjúkur og hún trúi eiginlega ekki stöðunni. „Það er svolítið þannig. Ég er alltaf að bíða eftir því að við förum að fara niður,“ segir Birgitta. Píratar njóta mun meira fylgis þeirra sem eru 49 ára og yngri. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára segist 51,1 prósent svarenda myndu kjósa Pírata. En þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru 50 ára og eldri segjast 30,8 prósent styðja Pírata. Þessu er öfugt farið með Sjálfstæðisflokkinn, þar segja 27,5 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri að þeir myndu styðja flokkinn, en einungis 19,6 prósent þeirra kjósenda sem eru 18-49 ára segjast myndu kjósa hann. Píratar eru líka vinsælli meðal karla. Rétt tæplega 45 prósent karla myndu kjósa Pírata, en 38 prósent kvenna. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn njóta meira fylgis hjá körlum en konur styðja fremur VG og Samfylkinguna.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira