Rothögg að spyrja bana Bowies Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2016 11:54 Ég er ekki vinnufær. Ég er hér eins og rola. Þetta er svartur morgunn. Ég þyrfti að fá innlögn, segir Eiríkur -- en sú harmafregn barst í morgunsárið að Bowie væri allur. visir/valli/getty „Þetta er rothögg,“ segir Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður um dauða David Bowies. „Árið gæti ekki byrjað betur,“ sagði Eiríkur í lofræðu í Víðsjá Ríkisútvarpsins um David Bowie og nýja plötu hans – Blackstar. Þetta var í gær eða hinn. „Já, við gleðjumst, við grátum, við förum öll á flug. Það er ekkert annað að gera. Gagnrýnendur eru á einu máli; þetta er ein enn grængolandi snilldin frá Hvíta hertoganum.“ Eiríkur kunni sér ekki læti þá en er nú snarlega dreginn niður á jörðina. Eiríkur er einhver einlægasti aðdáandi tónlistarmannsins Bowie sem fyrirfinnst og er þá mikið sagt. Á Facebook syrgir fólk þennan mikla snilling með því að deila tónlist hans og segja af því hversu miklu Bowie skipti sig: Hljóðmynd æsku minnar. Og margir leggja lykkju á leið sína og senda Eiríki sérstaka samúðarkveðju. Eiríkur hefur hvergi farið leynt með aðdáun sína á Hvíta hertoganum og er sem lamaður.Listin að deyja fallega„Þetta er svakalegur morgun. Ég er rotinpúrulegur, það verður að segjast alveg eins og er. Ekki bjóst ég við þessu í svipinn. Það vissi enginn af þessu. Hann hélt þessu leyndu,“ segir Eiríkur og vísar til þess að Bowie hafði barist við krabbamein í eina 18 mánuði. Nú deyr hann svona fallega, segir Eiríkur: „Í gamla daga var talað um listina að deyja fallega. Hann klárar þessa plötu og þá væntanlega vitað að brugðið gæti til beggja vona. Svo kveður hann. Tveimur dögum eftir útkomu.“ Einhverjir vilja meina að þarna hafi Bowie nánast skapað gerning, með dauða sínum. Eiríkur er ekkert viss um að það séu viðeigandi vangaveltur. Og þó. „Gæti litið út þannig, hann var afskaplega snjall maður, gerði ekkert út í bláinn, eða mjög fátt, ekkert einfalt við hann sem listamann þó hann hafi valið þessa kríteríu popptónlist, þá var hann miklu meira en það. Hann er einn af merkustu listamönnum samtímans. Ég hef lesið ýmislegt, heyrt ýmislegt og stilli honum upp sem einn af þeim stærstu og held að hann muni lifa sem slíkur.“Með Bowie á heilanum frá tíu ára aldriEiríkur bendir á að það sé ekkert smáræði sem hann gerði, í raun er með ólíkindum hversu mikið liggur eftir Bowie. „Alveg með ólíkindum. Bara 8. áratugurinn; 10 plötur, allt snilld, það myndi ég halda. Kalt mat.“Eiríkur sá David Bowie tvisvar á tónleikum. Í London 1990 og svo hér heima 1996. „Nei, ég hitti hann aldrei. Það gerði ég nú ekki. En ég var í New York um daginn og þá tók ég mér stutta stöðu fyrir framan húsið hans.“ Nánar tiltekið alla leið til Lafayette street númer 285 þar sem meistarinn bjó og starfaði. Eiríkur segir það kannski ekki hafa verið pílagrímsför, hann var að þvælast á þessum slóðum. „En ég hef verið með hann á heilanum síðan ég var 10 ára. Merkilegt af hverju maður húkkast á eitthvað svona. Það var eitthvað. Það er svona að eiga eldri bræður, maður heyrði óminn í gegnum herbergisþilið og þá varð ekki aftur snúið.“Magnaður sköpunarkraftur Áhrif Bowies eru með miklum ólíkindum. Sagt er að hver maður sé afsprengi umhverfis síns, listin hljóti að vera, með einum hætti eða öðrum, úrvinnsla en sköpunarkraftur Bowies virðist rísa yfir jafnvel það. Menn þurfa í það minnsta að rýna vel í línurnar til að finna samsvörun. „Hann býr þetta allt til. 1980 vaknar hann í heimi sem hann sjálfur er búinn að skapa. Allir eru að stæla hann, en þá tekur Bowie á rás, gerir Let´s dance, hann nennti ekki að vera svona avant garde-drengur lengur. Áhrif hans drífa svo langt út fyrir poppið.“Eiríkur fullyrðir að þó Bowie hefði fallið frá árið 1974, þá teldist hann engu að síður með þeim stóru. „Þetta eru svo margir ferlar. Hann endurskapar sig svo oft og alltaf með einhverjum snilldarlegum afleiðingum.“Ekki einlægi trúbadorinnSé litið til nýjustu afurðarinnar, Black Star, þá eru þar textabrot sem skýrskota beint til dauða listamannsins, Bowie segist vera kominn til himna ... „ég er með ör sem ekki sjást... Hann er náttúrlega eins langt frá því að vera einlægur trúbador og hægt er, var aldrei að hella úr af sinni reynslu heldur alltaf að skapa eitthvað annað. Hann er ekki, í ströngum skilningi, listamaður hinnar persónulegu tjáningar. En um leið er þetta svona persónulegt. Þetta hittir mann fyrir með einhverjum öðrum leiðum,“ segir Eiríkur. Margir líkja Bowie við geimveru og Eiríkur tekur í sama streng, það er sem hann hafi varla verið af þessum heimi. „Það má jafna honum við helstu meistara, þegar menn fara að dusta rykið af Bowie plötum eftir hundrað ár fara menn að hugsa: Hvur andskotinn var þetta?“Varla vinnufærEiríkur mætti til vinnu upp í Útvarpshús í morgun, eins og lög gera ráð fyrir, en þá sem skugginn af sjálfum sér. „Ég er ekki vinnufær. Ég er hér eins og rola. Þetta er svartur morgunn. Ég þyrfti að fá innlögn,“ segir Eiríkur, svo daufur í dálkinn að blaðamaður fer að telja til afreka að hafa fengið hann til að tjá sig, á þessari stundu.En, það verður væntanlega fjallað um Bowie í Víðsjá dagsins? „Við ætlum að leyfa tónlistinni að njóta sín í dag; spila kannski eitthvað annað en það sem flestir eru að spila. Í staðinn fyrir að spila lag númer 1 þá númer fjögur. En, svo seinna verður farið yfir feril hans einkenni og áhrif. Í dag lútum við höfði, spilum tónlist og segjum: Takk.“ Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30 Tískufyrirmyndin David Bowie Söngvarinn frægi lést í nótt 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 10:15 Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
„Þetta er rothögg,“ segir Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður um dauða David Bowies. „Árið gæti ekki byrjað betur,“ sagði Eiríkur í lofræðu í Víðsjá Ríkisútvarpsins um David Bowie og nýja plötu hans – Blackstar. Þetta var í gær eða hinn. „Já, við gleðjumst, við grátum, við förum öll á flug. Það er ekkert annað að gera. Gagnrýnendur eru á einu máli; þetta er ein enn grængolandi snilldin frá Hvíta hertoganum.“ Eiríkur kunni sér ekki læti þá en er nú snarlega dreginn niður á jörðina. Eiríkur er einhver einlægasti aðdáandi tónlistarmannsins Bowie sem fyrirfinnst og er þá mikið sagt. Á Facebook syrgir fólk þennan mikla snilling með því að deila tónlist hans og segja af því hversu miklu Bowie skipti sig: Hljóðmynd æsku minnar. Og margir leggja lykkju á leið sína og senda Eiríki sérstaka samúðarkveðju. Eiríkur hefur hvergi farið leynt með aðdáun sína á Hvíta hertoganum og er sem lamaður.Listin að deyja fallega„Þetta er svakalegur morgun. Ég er rotinpúrulegur, það verður að segjast alveg eins og er. Ekki bjóst ég við þessu í svipinn. Það vissi enginn af þessu. Hann hélt þessu leyndu,“ segir Eiríkur og vísar til þess að Bowie hafði barist við krabbamein í eina 18 mánuði. Nú deyr hann svona fallega, segir Eiríkur: „Í gamla daga var talað um listina að deyja fallega. Hann klárar þessa plötu og þá væntanlega vitað að brugðið gæti til beggja vona. Svo kveður hann. Tveimur dögum eftir útkomu.“ Einhverjir vilja meina að þarna hafi Bowie nánast skapað gerning, með dauða sínum. Eiríkur er ekkert viss um að það séu viðeigandi vangaveltur. Og þó. „Gæti litið út þannig, hann var afskaplega snjall maður, gerði ekkert út í bláinn, eða mjög fátt, ekkert einfalt við hann sem listamann þó hann hafi valið þessa kríteríu popptónlist, þá var hann miklu meira en það. Hann er einn af merkustu listamönnum samtímans. Ég hef lesið ýmislegt, heyrt ýmislegt og stilli honum upp sem einn af þeim stærstu og held að hann muni lifa sem slíkur.“Með Bowie á heilanum frá tíu ára aldriEiríkur bendir á að það sé ekkert smáræði sem hann gerði, í raun er með ólíkindum hversu mikið liggur eftir Bowie. „Alveg með ólíkindum. Bara 8. áratugurinn; 10 plötur, allt snilld, það myndi ég halda. Kalt mat.“Eiríkur sá David Bowie tvisvar á tónleikum. Í London 1990 og svo hér heima 1996. „Nei, ég hitti hann aldrei. Það gerði ég nú ekki. En ég var í New York um daginn og þá tók ég mér stutta stöðu fyrir framan húsið hans.“ Nánar tiltekið alla leið til Lafayette street númer 285 þar sem meistarinn bjó og starfaði. Eiríkur segir það kannski ekki hafa verið pílagrímsför, hann var að þvælast á þessum slóðum. „En ég hef verið með hann á heilanum síðan ég var 10 ára. Merkilegt af hverju maður húkkast á eitthvað svona. Það var eitthvað. Það er svona að eiga eldri bræður, maður heyrði óminn í gegnum herbergisþilið og þá varð ekki aftur snúið.“Magnaður sköpunarkraftur Áhrif Bowies eru með miklum ólíkindum. Sagt er að hver maður sé afsprengi umhverfis síns, listin hljóti að vera, með einum hætti eða öðrum, úrvinnsla en sköpunarkraftur Bowies virðist rísa yfir jafnvel það. Menn þurfa í það minnsta að rýna vel í línurnar til að finna samsvörun. „Hann býr þetta allt til. 1980 vaknar hann í heimi sem hann sjálfur er búinn að skapa. Allir eru að stæla hann, en þá tekur Bowie á rás, gerir Let´s dance, hann nennti ekki að vera svona avant garde-drengur lengur. Áhrif hans drífa svo langt út fyrir poppið.“Eiríkur fullyrðir að þó Bowie hefði fallið frá árið 1974, þá teldist hann engu að síður með þeim stóru. „Þetta eru svo margir ferlar. Hann endurskapar sig svo oft og alltaf með einhverjum snilldarlegum afleiðingum.“Ekki einlægi trúbadorinnSé litið til nýjustu afurðarinnar, Black Star, þá eru þar textabrot sem skýrskota beint til dauða listamannsins, Bowie segist vera kominn til himna ... „ég er með ör sem ekki sjást... Hann er náttúrlega eins langt frá því að vera einlægur trúbador og hægt er, var aldrei að hella úr af sinni reynslu heldur alltaf að skapa eitthvað annað. Hann er ekki, í ströngum skilningi, listamaður hinnar persónulegu tjáningar. En um leið er þetta svona persónulegt. Þetta hittir mann fyrir með einhverjum öðrum leiðum,“ segir Eiríkur. Margir líkja Bowie við geimveru og Eiríkur tekur í sama streng, það er sem hann hafi varla verið af þessum heimi. „Það má jafna honum við helstu meistara, þegar menn fara að dusta rykið af Bowie plötum eftir hundrað ár fara menn að hugsa: Hvur andskotinn var þetta?“Varla vinnufærEiríkur mætti til vinnu upp í Útvarpshús í morgun, eins og lög gera ráð fyrir, en þá sem skugginn af sjálfum sér. „Ég er ekki vinnufær. Ég er hér eins og rola. Þetta er svartur morgunn. Ég þyrfti að fá innlögn,“ segir Eiríkur, svo daufur í dálkinn að blaðamaður fer að telja til afreka að hafa fengið hann til að tjá sig, á þessari stundu.En, það verður væntanlega fjallað um Bowie í Víðsjá dagsins? „Við ætlum að leyfa tónlistinni að njóta sín í dag; spila kannski eitthvað annað en það sem flestir eru að spila. Í staðinn fyrir að spila lag númer 1 þá númer fjögur. En, svo seinna verður farið yfir feril hans einkenni og áhrif. Í dag lútum við höfði, spilum tónlist og segjum: Takk.“
Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30 Tískufyrirmyndin David Bowie Söngvarinn frægi lést í nótt 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 10:15 Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13
Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30
Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23