„David Bowie lést í dag umvafinn fjölskyldumeðlimum sínum eftir 18 mánaða hetjulega baráttu við krabbamein. Meðan margir munu deila sorg þeirra biðjum við ykkur að virða það að gefa fjölskyldunni næði á þessum sorgartímum,“ segir í yfirlýsingu á helstu samfélagsmiðlareikningnum stjörnunnar.
David Bowie er talinn vera einn áhrifamesti tónlistarmaður allra tíma en ferill hans spannaði rúmlega 40 ár. Bowie skaust upp á stjörnuhiminninn árið 1972 með plötu sinni The Rise and fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars.
Bowie kom til Íslands árið 1996 og lék á Listahátíð í Reykjavík fyrir fullri Laugardalshöll.
Sjá einnig: Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“

Önnur lög eru Space Oddity, Heroes, Changes, Under Pressure, China Girl, Modern Love, Rebel Rebel, All the Young Dudes, Panic in Detroit, Fashion, Life on Mars og Suffragette Ciy.
Bowie átti afmæli síðastliðinn föstudag og af því tilefni gaf hann út plötuna Blackstar sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu.
Hér að neðan má hlýða á lag hans Space Oddity þar sem hann söng um ævintýri Major Tom.